miðvikudagur, 13. ágúst 2008

Uppbrot hugmyndakerfis

Það eru athyglisverðar greinar sem birtast í bókinni Uppbrot hugmyndakerfis, er ekki búinn aðverða mér út um hana en það verður gert í dag. Þar kemur svo glögglega fram það sem víða hefur verið sagt í greinum og á bloggsíðum undanfarið að stóri flokkurinn virðist hugsa um það eitt að ná völdum og halda þeim. Hagsmunir almennings eru ekki aðalatriðið. Þar má vitna til aðkomu flokksins að EES málinu og Íraksmálinu.

Þetta hefur einnig komið svo glögglega fram undanfarið í aðkomu flokksins að Evrópu og evru umræðum. Ekki blasir það síður við í bröltinu í borgarstjórninni og þeim pælinmgum sem virðast vera í gangi þar núna. Á engu stigi virðist vera litið til hagsmuna almennings, það eru völdin sem eru í efstu sætum.

Reyndar verður maður svo oft undrandi á málflutning stjórnmálamanna, eins og ég hef margoft komið að hér á þessu bloggi. Við urðum mörg harla undrandi þegar því var nýverið haldið fram að það hefðu verið stjórnmálamenn sem komu Þjóðarsáttinni á 1990 og launamenn hefði svo verið plataðir til þess að taka þátt í henni. Eða þegar stjórnmálamenn tala þannig að það hafi verið þeir sem komu á lífeyrissjóðakerfinu og þakka sér að tilvist þess bjargi nánast öllu í efnahagsmálum. Við vitum að það var gert í kjarasamningum 1969 og stjórnmálamenn komu þar ekki nærri. Þar afsöluðu launamenn sér launahækkun í stað þess að fyrirtækin greiddu hluta iðgjalds til lífeyrissjóða.

Mörgum eru í minni ítrekaðar samþykktir ungliðahreyfinga flokksins og eins ummæli margra þingmanna hans um lífeyriskerfið, þar sem því var mótmælt að launamönnum væri gert að greiða þennan 10% skatt til verkalýðsfélaga. Í sögunni er það ljóst að það voru launamenn sem komu á samningum um veikindadaga og svo sjúkrasjóði til þess að bæta upp lélegt almannatryggingakerfi stjórnmálamanna. Ljóst er hvaða flokkur stóð helst gegn þessu.

Þannig mætti lengi telja, á þessum grunni eru ítrekuð þingmanna flokksins um að allt sem gerst hafi í íslensku samfélagi sé frá flokknum komið. Það er svo óendanlega mikið rangt. Mikið væri nú staðan betri ef við værum með meira af alvörufólki í stjórnmálum.

Engin ummæli: