Hlustaði á ræðu Jan Erik Stöstad ráðuneytisstjóra í vinnumarkaðsráðuneyti Norgegs. Hann segir að það hafi ætíð verið stefna norskra stjórnvalda að norskir kjarasamningar ættu að gilda í Noregi, einnig að gæta þess að gerðar væru sömu kröfur um starfsréttindi til allra hvort sem þeir væri innlendir eða erlendir. Það lægi fyrir að annað stefndi hagsmunum norskra í hættu auk þess að vera andstætt hagsmunum ríkisins. Fyrirtæki sem stæðu við skyldur sínar gagnvart samfélaginu og starfsmönnum sínum ættu vitanlega að njóta þess. Það væri hlutverk eftirlitstofnana hins opinbera að fylgja þessari stefnu. Ef fyrirtæki kæmust upp með að láta lægst kjarasamninga í Evrópu gilda þá myndi það valda því að öll fyrirtækin þyrftu að taka upp þau kjör til þess að vera samkeppnishæf. Í Evrópusambandinu hefðu komið ítrekað fram að hægri sinnaðir stjórnmálamenn vildu að kjarasamningar í heimalandi viðkomandi starfsmanns giltu. Ef svo væri þá tæki Evrópskur vinnumarkaður hraðlest til lægstu kjara.
Á Íslandi höfum við ð búið við hægri sinnaðar ríkisstjórnir um alllangt skeið. Það kemur líka glögglega fram í því ástandi sem ríkir í landinu. Miklar sveiflur og gríðaleg eignaupptaka hjá almenning sem rennur til hinna efnameiri. Stefna frjálshyggjunnar eins og hún gerist best. Allir íslenskir launamenn muna vel viðhorf ríkisstjórnarinnar á Kárahnjúkum, þar þurfti verkalýðshreyfingin að berjast á annað ár til þess að aðbúnaður erlendra starfsmanna uppfyllti íslenskar reglugerðir. Sama gilti um laun og kjör.
Ríkisstjórnin varði það að réttindalausir starfsmenn ækju um á stórum vinnuvélum, og útvegaði svo réttindi með hraðpósti þegar á þetta var bent. Á sama tíma var íslenskt fyrirtæki sektað um verulegar upphæðir sakir þess að vegna þess að það lét réttindalausa íslenska starfsmenn sína vinna á traktorsgröfu. Slys voru algeng sakir þess að öryggiskröfur voru ekki uppfylltar í upphafi, í skjóli aðgerðarleysis ríkisstjórnarinnar sem tók eftirlitsstofnanir úr sambandi. Sama gilti um heilbrigðiskröfur. Ríkisstjórnin feldi ætíð niður dagsektir hjá hinum erlendu verktökum, en lét innsigla íslensk fyrirtæki stæðu þau ekki í skilum. Þaqð verður forvitnilegt að fylgjast með Hönnu Birnu og hennar liði við uppbyggingu Sæmundarskóla
Á Íslandi komast stjórnmálamenn upp með spillingu eins t.d. hefur viðgengist í Reykjavíkurborg undanfarið ár og forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar verja það. Þegar við íslendingar erum erlendis lendum við ói vaxandi mæli í því að það er gert stólpagrín af Íslandi, efnahagsástandinu og stjórnarfarinu. Manni langar mest heim til þess að þurfa ekki að sitja undir þessu, enda er ég að leggja af stað og verð í flugvélinni á meðan LEIKURINN fram. Það er það næst versta.
4 ummæli:
Feel good......
Þennan fína pistil mætti prófarkalesa. Og Eyða svo athugasemd minni.
Rómverji
Fínt að fá ódýrt erlent vinnuafl í að byggja virkjanir ef það þýðir ódýrari raforku fyrir alla...
Væri ekki verið að fórna hagsmunum heildarinnar fyrir hagsmuni lítils hóps byggingaverkamanna ef þeim væru borguð hærri laun en þyrfti?
Ig virðis aðhyllast heildarhyggju og nytsemishyggju. Þaðan er stutt í mannréttindabrot, réttleysi einstaklinga og útskúfun samfélagshópa.
En þarf ódýra vinnuaflið endilega að vera útlent? Ódýrt innlent vinnuafl er líka gott - samkvæmt nytsemishyggjunni - ef það kemur heildinni vel.
Mantran er einhvern veginn svona: Sem mest hamingja fyrir sem flesta.
Skrifa ummæli