föstudagur, 29. ágúst 2008

Alþýðuhetjan JóhannaVið eigum okkar alþýðuhetjur, fólk sem er tilbúið til þess að verja tíma og fjármunum sínum til þess að láta gott af sér leiða. Jóhanna Kristjónsdóttir er ein þeirra. Árið 2005 fékk Jóhanna 350 þús. kr. í verðlaun fyrir bók sína Arabíukonur og fyrir verðlaunaféð stofnaði hún sjóð til styrktar jemenskum stúlkum. Sjóðinn nefndi Jóhanna Fatimusjóðinn í höfuðið á stúlkunni Fatimu í Þúla sem þá var 14 ára gömul og átti sér þá ósk heitasta að komast í háskóla. Jemen er fátækasta ríki arabaheimsins og staða fólks, einkum kvenna, bágborin. Talið er að um 60 prósent kvenna séu ólæsar.

Jóhanna hefur með miklu og óeigingjörnu starfi unnið þrekvirki við að skapa stúlkum tækifæri til náms í Jemen. Nú hefur hún leitað til nokkurra þekktra íslendinga um hjálp og þeir hafa gefið margskonar hluti sem fara á uppboð í Perlunni nú um helgina. Dagsránna og skrá yfir munina má sjá á
vefstæðinu suk.is

Það er sannarlega ástæða til þess að hvetja fólk til þess að líta við í Perluna um helgina og leggja Jóhönnu og félögum hennar lið. Þetta er sólargeisli inn í þá umræðu sem fram fer þessa dagana þar spillingstjórnmálamanna birtist í nýju formi daglega og maður er gjörsamlega sjokkeraður yfir þeim sjónarmiðum sem alþingismenn og ráðherrar hafa sett fram þar sem endurspeglast gjörspillt viðhorf einangraðrar veraldar. Seinni glansferð menntamálaráðherra og fylgdarliðs til Kína hefði þegar allt er talið hefði dugað Jóhönnu til mikilla afreka við að aðstoða konur til mennta.

En það er langur vegur milli athafna alþýðuhetju og íslensks stjórnmálamanns. Mjög langur vegur. Tek ofan fyrir Jóhönnu.

1 ummæli:

Unknown sagði...
Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.