miðvikudagur, 27. ágúst 2008

Óli - takk fyrir að vera íslendingur

Já það fór nákvæmlega eins og við óttuðumst og maður hefur heyrt á svo mörgum kaffistofum undanfarna daga, þá tók stangveiðiborgarstjórnarflokkurinn sér þann forgang að taka landsliðið til sín og lét almenning bíða á meðan.

Svo kom Páll Óskar stuði í mannskapinn og kominn var stemming á Arnahólinn, en þá stigu handhafar valdsins og eftirlaunanna fram og röðuðu sé fremst á sviðið. Þá sló þögn á Arnarhólinn örfá börn klöppuðu. Landsliðið og hjálparkokkar þess urðu að gera sér það að góðu að standa baksviðs og á einu smá horni sviðsins. Á meðan stóðu stangveiðimenn og fleiri valdhafar á sviðsbrúninni og slógu sér á brjóst.

Almenningur var mættur til þess að fagna landsliðinu sínu og vildi líka hrópa húrra fyrir eiginkonum og börnum þeirra, sem hafa verið meir og minna ein heima í allt sumar.

En það var ekki pláss því handhafar eftirlauna og stangveiðileyfa eignuðu sér sviðið.

Það var svo ekki fyrr en í blálokinn að handboltahetjurnar, sem almenningur vildi fagna, þraut þolinmæðin undir stjórn fyrirliðans og stigu fram fyrir eftirlaunahópinn og þá hrópaði almenningur húrra með gleðibros á vör.

Velkomnir heim, þúsund þakkir fyrir glæsilega framgöngu, en afsakið við vildum svo gjarnan að þetta hefði verið öðruvísi.

8 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já, þetta var vægast sagt kjánalegt. Pólítíkusar í keppni að standa fremstir og á fullu að stela senunni. Orðuafhending ÓRG var mun smekklegri og tilgerðarlausari athöfn.

Nafnlaus sagði...

Já, hvað var heilbrigðisráðherra að pota sér þarna og hvaða erindi átti umhverfisráðherra og viðskiptaráðherra? Þetta var alveg með ólíkindum. Hvað er eiginlega að þessu liði, sér það ekki hvað þetta er hallærislegt? Djísus seigja unglingarnir og maður getur svo sannarlega tekið undir það.

ÞÚB

Nafnlaus sagði...

Beint í mark hjá þér, Guðmundur.

Nafnlaus sagði...

Einmitt það sem ég var að hugsa þegar ég horfði á þetta. Mikið rosalega er sjálfstæðisflokkurinn orðinn sambandslaus við fólk (og Samfylkingin eltir með lafandi tungu)

Nafnlaus sagði...

Þau eru nú alveg um það bil að afnema eftirlauna ósómann. Eða þannig:

http://mbl.is/mm/mogginn/blad_dagsins/bl_grein.html?grein_id=1238296

Nafnlaus sagði...

Borgarstjórinn í Reykjavík? Umhverfisráðherra? Heilbrigðisráðherra?

Hvað er að þessu fólki, hverjum datt það í hug að þau ættu eitthvað erindi á sviðið? Þar að auki voru fyrirmennin ekkert höfð í bakgrunni heldur var handboltaliðinu sjálfu stillt upp úti á kanti þannig að þeir skyggðu alveg örugglega ekki á pólitíkusana. Ljótur blettur á annars góðum degi.

Teitur Tinari sagði...

Þakka pistilinn.

Ég var staddur á Arnarhól og var beinlínis brugðið þegar forsetinn var kallaður upp og síðan borgarstjórinn og ríkisstjórnin.

Ég kom ekki á Arnarhól til að fagna ríkisstjórninni eða forsetanum, sem ég hef mikla skömm á.

Þetta var afar hallærislegt og í raun skömm að horfa upp á "þetta fólk" vera að baða sig í annarra ljósi og skreyta sig með stolnum fjöðrum. Sannkallaðir þjófar voru þarna á ferð, ekta senuþjófar af billegustu gerð.

"Strákarnir okkar" héldu sig til hlés af virðulegri hógværð.

Svo þegar heim var komið var ORG í drottningarviðtali í sjónvarpi!!!!. Hvað var hann að gera þarna? Af hverju ekki Ólafur Stefánsson eða einhver sem kom nálægt þessu afreki.

ORG og RÚV eiga að skammast sín fyrir þá uppákomu.

Athyglissýki er þetta og athyglisýki skal þetta heita.

Dorrit hefði átt að vera þarna. Henni hefði verið ákaft fagnað, enda hið eina og sanna sameiningartákn þjóðarinnar á Bessastöðum.

ORG hefði staðið þarna í skugga hennar eins og stundum áður og það vill hann ekki.

Nafnlaus sagði...

,,stangveiðiborgarstjórnarflokkurinn"

Við eigum örugglega eftir að sjá allt þetta fólk á pöllunum í vetur að hvetja sitt lið í handboltanum ?

Eða er það ekki ?