sunnudagur, 17. ágúst 2008

Olíufurstarnir hækka í skjóli gengisfalls

Á vef Landsambands kúabænda er að finna útreikning á álagningu á díselolíu síðustu 12 mánuði og álagningin hafi hækkað um 23% á árinu. Verðugt verkefni fyrir viðskiptaráðuneytið og hagdeilda samtaka aðila vinnumarkaðs að kanna hvort þetta sé rétt. Ef svo er þá er hann harla einkennilegur málflutningur olíufélaganna undanfarið svo ekki sé nú meira sagt.

Líkist mikið málflutning og vinnubrögðum forsvarsmanna Haga, þegar þeir missa stjórn á sér í hvert skipti sem sýnt er fram á að mælingar sýni að álagning þeirra sé ekki í lagi og verðlagskönnunarfólkið hafi ekki grafið upp verðlagskönnunarlærið upp úr botni frystikistunnar og fundið rétta skinkubréfið sem falið eru í kæliborðinu við hliðina á kæliborðinu sem ætlast er að viðskiptavinir taki sína skinku. Og svo eins kom fram í fyrra þá er vöruverðinu sveiflað upp á föstudagseftirmiðdögum, enda ekki líkur á að verðlagskönnuna fari fram þá.

Engin ummæli: