Það er að verða komið vel á annað ár síðan hagdeildir aðila vinnumarkaðs bentu á í hvað stefndi í íslensku efnhags og atvinnulífi. Allt frá því í marz síðastliðnum hafa aðilar vinnumarkaðs reglulega kallað eftir aðgerðum í efnhagslífinu til þess að draga úr því hruni sem við blasti. „Botninum er náð“ tilkynntu formenn stjórnarflokkanna í marz og fóru í enn eina heimsferðina til þess að leysa vandamál þriðja heimsins. „Við höfum unnið stórsigur á því að gera ekki neitt.“
Enginn skildi ekki hvert þeir voru að fara og við okkur blasti fullkomið ráða- og getuleysi stjórnmálamannanna. Síðan þá hafa nokkur hundruð íslendinga misst atvinnuna og fjöldi erlendra launamanna horfið úr landi. Loks fyrir nokkrum dögum komu Illugi og Bjarni fram í opnuviðtali í Fréttablaðinu og viðurkenndu að Sjálfstæðisflokknum hefðu orðið á mjög alvarleg mistök í stjórn afnahagsmála. Þá fór almenningur að reikna með einhverjum aðgerðum. En ekkert gerist, nákvæmlega ekkert, sama ráða- og getuleysið einkennir ríkisstjórnina. Langstærsti efnhagsvandi Íslands er þráhyggja Sjálfstæðisflokksins, sem staglast á þeim hafi heppnast að skapa séríslenska lausn og farið fram úr öllum öðrum.
Það hefur komið ítrekað fram í umræðunni meðal iðnaðarmanna allt frá því í vetur auk þess að það hefur komið fram í fjölmiðlum að fyrirtækið Mest eigi vandræðum. Í byrjun mánaðarins tóku fjármálamennirnir til sín þann part úr Mest sem gat gengið, en hinn parturinn er rekinn áfram fram á síðasta dag mánaðarins, þá er starfsmönnum tilkynnt að þetta sé búið, þeir fái ekki meiri vinnu og ekki útborgað fyrir síðasta mánuð.
Þetta er enn ein hliðin á miskunarleysi peningamannanna. Það eru peningarnir sem eru í forgang starfsfólkið er eins og einhverjir dauðir hlutir í þeirra augum. „Þú færð vinnu ef þú afsalar þér öllum lögbundnum launahækkunum“ segja þeir við stgarfsfólk sitt. Öll vitum við að langflest heimili eru með allnokkra greiðslubyrði auk þess að þurfa verzla mat og fleira til heimilisins og það hefur hækkað um allmörg prósent á undanförnum vikum.
Nú blasir við starfsmönnum Mest að þurfa að leita til peningamannanna um yfirdrátt á liðlega 20% vöxtum svo lánin fari ekki í vanskil. Háttalag þeirra sem þarna véla er fullkomlega siðlaust. Steingelt allri mannlegri tilfinningu. Í augum þeirra er allt leyfilegt og réttlætanlegt bara að það skili arði.
Hvers vegna var Mest ekki stöðvað á meðan það var til fyrir launum? Var það gert til þess að launamenn muni glata eignum til peningamannanna vegna vanskila? Var það gert til þess að launamenn þyrftu að taka enn meiri yfirdráttarlán hjá peningamönnunum?
5 ummæli:
Hef verið að blogga um svona lagað eftir að Mest málið fór í hámæli.
Vonandi vekur þetta menn og þeir farið í að skoða heildarmyndina og afnemi strax lög sem gera gróða af braski með hlutabréf skattlaus.
Eitt ætti yfir alla að ganga og væri það í samræmi við kjörorð Sjálfstæðisflokksins
Ég er enn í Flokknum, þar sem ég lit svo á, að ég verði að berjast innanfrá um að fá aftur minn ástsæla Flokk.
Honum hefur að hluta verið rænt af Gróðapungum, líkt og við Matti Bjarna sögðum hér í eina.
Okkur fækkar hratt, sumir falla að Fold, líkt ogEinar minn blessaður Oddur, sumir gefast upp en svo eru það men eins og ég, sem berjumst á Landsfundum um hæl og hnakkaa, að GRUNNUR FLOKKSINS VERÐI Í HEIÐRI HAFÐUR .
Þakka þér fyrir þína baráttu á sínum tíma. Hefði viljað að þið hefðuð haldið áfram, því ekki má við fækkun í liði okkar gömlu íhaldskurfunum.
Miðbæjaríhaldið
Sæll Guðmundur.
Er þettað mál með MEST ekki dæmi um það að lífeyrissjóðir þurfa að hafa reglur um siðferði þeirra fyrirtækja sem þeir fjárfesta í? Tel að það myndi eitt og sér breyta mjög miklu í hegðun þessara manna. Allavega vilja þeir núna að lífeyrissjóðir fjárfesti í bönkunum, Lárus Welding kallaði eftir því fé í daginn.
Kveðja
Simmi
Geta ekki fyrrum starfsmenn MEST fengið vinnu hjá Bauhaus?
Óþarfi að vera með tilfinningasemi og tal um miskunnarleysi. Auðvitað stjórna peningarnir en það ætti að vera lagarammi sem menn þyrftu að halda sig innan.
Sammála að það er undarlegt að starfsfólkinu hafi ekki verið sagt upp fyrr. Bókhaldsskyldur skuldari (fyrirtæki) á að lýsa sig gjladþrota þegar "hann getur ekki staðið í fullum skilum við lánardrottna sína þegar kröfur þeirra falla í gjalddaga og ekki verður talið sennilegt að greiðsluörðugleikar hans muni líða hjá innan skamms tíma". Ég hélt að brot á þessu væri refsivert en fann ekkert um það í lagasafninu í fljótu bragði. Þetta er auðvitað svolítið teygjanlegt en ef það hefur verið ljóst í hvað stefndi ættu starfsmenn a.m.k. að eiga bótarétt. Verkalýðshreifingin hlýtur að styðja sitt fólk til að láta reyna á þetta. Og ef svoa er virkilega refsilaust þarf að breyta því.
Skil ekki af hverju launin ættu að hækka þótt matvælaverð hækki. Er Steypustöðin að ganga betur? Er hún að selja mat?
Það væri gott að heyra frá Guðmundi hvað hann vill að ríkisstjórnin geri.
Er eðlilegt að banki, eða félag í eigu hans, taki yfir rekstur gjaldþrota fyrirtækis. Að mínu mati ætti fyrirtækið að fara í nauðungarsölu. Það er ekki jafngilt að lána fyrirtæki fé og að kaupa það. Ef fram fer sem horfir verða flest fyrirtæki á landinu rekin af bönkunum! Þá er spurning hvort við séum ekki komin aftur til tíma lénsherra....
Skrifa ummæli