þriðjudagur, 12. ágúst 2008

Undirbúningur þjóðarsáttar


Aðbúnaður erlendra byggingarmanna hér á landi er oft langt fyrir neðan þau mörk sem sett eru í reglugerðum Vinnueftirlits. Erlend fyrirtæki hafa komist upp með það, á meðan íslensk fyrirtæki eru sektuð ef ekki innsigluð af íslenskum embættismönnum.

Á sama tíma og stjórnmálamenn ræða við almenning um þörf þjóðarsáttar gengur borgarstjórn Reykjavíkur til samninga við erlent fyrirtæki um byggingu á grunnskóla í Grafarholti. Hagstæðasta tilboðið er sniðgengið, sem var frá íslensku fyrirtæki, og gengið til samninga við fyrirtæki frá Litháen.

Á sama tíma eiga byggingarfyrirtæki í Reykjavík í umtalsverðum vandræðum, og við blasir mikið atvinnuleysi meðal íslenskra byggingarmanna. Ríkisstjórnin er með samskonar áætlanir á prjónunum, byggja tvö stór álver, sé litið til nýliðinna framkvæmda unnu við að reisa þær byggingar nær einvörðungu erlendir launamenn á lágmarksverkamannatöxtum en unnu þó störf iðnaðarmanna, oft unglingatöxtum. Búið er að ganga frá samning um að fá hingað til lands fjölda kínverja á ofurláglaunum til þess að setja upp glerhjúpinn við Tónlistahúsið.

Það virðist vera sett markmið þeirra sem fara með borgarstjórnarmál og efnahagsmálin að tryggja að laun íslendinga verði keyrð niður, ef þeir sætti sig ekki við að vinna á sömu launum og kínverjar og litháar skulu þeir ganga um atvinnulausir. Öll vitum við að verðnauðsynjavöru hér er tvöfalt hærri en í þessum löndum, hærri hítakostnaður, dýrari hús vegna loftslags, margfalt hærri vextir. Enda treysta íslenskir embættismenn og þingmenn sér ekki til þess að starfa hér á launum undir 1 millj. kr. sé t.d. litið til frétta í gær um laun stjórnenda Landsspítalans.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Á hvaða forsendum átti að hafna þessu byggingafyrirtæki sem bauð lægst í skólann??? Ættum við líka að banna Íslenskum fyrirtækjum að bjóða í verk erlendis, svona til þess að gæta jafnræðis.
Hvernig á að stoppa notkun á erlendu vinnuafli í tónlistahúss-ruglinu eða annarsstaðar, loka landinu til dæmis og óska eftir því við önnur lönd að Íslendingar verði ekki ráðnir í vinnu þar???

Ég hef nú grun um að hinn opni heimur sem við búum í í dag sé skárri en sá sem þú ert að óska þér....þrátt fyrir augljósa galla á frelsinu vegna þeirra manna sem kunna ekki að höndla það.

Nafnlaus sagði...

bíddu við nafni,
það var íslenskt tilboð sem var lægra en það litháíska... Þar af leiðandi hefði ekki þurft að "banna íslenskum fyrirtækjum að bjóða í verk erlendis..."

Ef þú lest pistilinn, þá sérðu að það er ekki verið að óska efir lokuðum heimi, það er verið að velta fyrir sér af hverju er verið að sniðganga íslensk byggingarfyrirtæki þegar það er kreppa á byggingarmarkaðinum !

Nafnlaus sagði...

Samkvæmt vef R.víkurborgar var erlenda fyrirtækið með lægsta tilboðið og munar ca 27,5 millj. hefur eitthvað breyst síðan það var gefið út???

Mín skoðun er að pistillinn litist svolítið af þeirri stefnu margra að enginn megu vinna á íslandi nema íslendingar en við eigum að fá að gera það sem okkur sýnist,,,,, og allir vondu glæpamennirnir sem flytja inn útlendinga til þess að arðræna þá og fara illa með Íslenskann verkalíð......en kannski er ég að misskilja þetta allt.