laugardagur, 2. ágúst 2008

Félagsleg réttindi

Undanfarið hefur verið fjallað um stöðu starfsmanna fyrirtækja sem verða gjaldþrota. Þar hefur mest borið á hinum sóðalegu og miskunarlausu athöfnum peningamanna við gjaldþrot fyrirtækisins Mest. Í leiðara 24stunda í dag er skorað á stéttarfélögin að hlaupa undir bagga með sínum félagsmönnum lendi þeir í svona stöðu.

Það væri vitanlega ágætt ef blaðamenn kynni sér betur mál áður en þeir skrifa fréttir svo maður tali nú ekki um leiðara. Í því stéttarfélagi sem ég starfa hjá hefur það ætíð verið svo að félagið kaupir launakröfur af félagsmönnum, ef þær eru komnar í hendur lögmanna Rafiðnaðarsambandsins og fyrir liggur að félagsmaður eigi rétt á umræddum launum. Sama starfsregla gildir um tryggingarbætur vegna slysa, ef tryggingarfélag hafnar að greiða bætur og félagsmaður er frá vinnu og hann þarf að sækja rétt sinn fyrir dómstólum. Þaðer oft þannig í gjaldþrotamálum að greinilega er verið að koma málum þannig fyrir að koma útgjöldum yfir á Ábyrgðarsjóð launa

Það er algengt nú orðið að tryggingarfélög reyni að komaast undan að greiða bætur eða bjóða einungis lítinn hluta þess réttar sem tryggingarhafi á. Oft láta þau ekki undan fyrr an málin eru kominn í dómsalina. Þetta er greinilega gert í þeirri von að viðkomandi hafi ekki burði til þess að bera hendur fyrir höfðuð sér. Þar koma fram stéttarfélögin og félagsmenn hafa aðgang að ókeypis lögfræðilegri aðstoð vegna launa- og kjaramála, auk aðstoðar frá starfsmönnum sambandsins.

Rafiðnaðarsambandið hefur verið með 80% launatryggingu fyrir félagsmenn í allmörg ár verði þeir fyrir tekjutapi vegna langvinnra veikinda sjálfir, eða vegna maka eða barna. Ég veit ekki betur en flest hinna stærri stéttarfélaga bjóði félagsmönnum sínum upp á svipað umhverfi og hér hefur verið rakið. Harla einkennilegt að sjá að það séu einungis eitt félag, eins gefið er í skyn í leiðaranum.

Engin ummæli: