mánudagur, 11. ágúst 2008

Lögreglan

Í fréttum fjölmiðla er oft fjallað störf lögreglumanna með neikvæðum hætti og reyndar einnig starfsmanna opinberra stofnana. Sjónarhornið er oft þannig að það er starfsmönnum sundlauga að kenna að lítið barn sem er í fylgt foreldra slasist. Fyrir nokkru var sundlaug lokað austur undir Eyjafjöllum vegna þess að erlend ósynd kona fór í laugina. Fjölmiðlar sumir hverjir fara ætíð í svona tilfellum hamförum í umfjöllun sinni um starfsmenn laugarinnar. Hvernig haldið þið að starfsmönnum lauganna líði undir svona umfjöllun? Í þessu sambandi má spyrja hvað með náttúrulaugarnar víðsvegar um landið eða jafnvel Atlandshafið? Ég hef farið í fjölmargar sundlaugar í erlendum hótelum og allstaðar eru skilti um að þú sért þar á eigin ábyrgð og ekkert eftirlit.

Sama er stundum upp á teningunum gagnvart lögreglunni. Ofstopafullir ungir menn skynja þetta og finna sig í því að abbast upp á lögregluna og gera tilraun til þess að fá hana til aðgerða. Og sumir fréttarmenn og dagskrárgerðarfólk kalla til forsvarsmenn lögreglunnar. Í spurningum sem beint er til þeirra blasa við þau viðhorf að lögregluþjónar hafi gengið of langt, ekkert er minnst og framgöngu þeirra sem löggan þurfti að hafa afskipti af.

Það viðhorf er þekkt að það sé sök kennara gangi barninu illa í námi, lögreglunni að kenna ð börn okkar séu full niður í bæ og starfsmönnum stéttarfélaga að kenna að ekki sé nægilega mikið til inn á bankabókinni um mánaðarmót. Það hefur komið fram í umfjöllun kennara að nemendur, jafnvel ungir krakkar, hafi í hótunum um kærur og fleira í þeim dúr, séu kennarar svo frekir að fara fram að að farið sé eftir einföldum umgengis- og samskiptareglum. Lögreglumenn tala um sviðsetningar ungra manna. Ef haft er samband við foreldra missa þeir stjórn á sér og svívirða kennarana og lögregluna.

Íslendingar eru víða að verða þekktir fyrir agalausa framgöngu, frekju og tillitsleysi. Eftir hverja einustu helgi sjáum við fréttir um að fólk hafi gengið of langt. Dagskrárgerðarmenn og fréttamenn ættu að endurskoða afstöðu sína, með henni ala þeir á þessari framgöngu.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég er svo aldeilis sammála þér í þessum efnum. Hvað foreldrar nú til dags eru sinnulausir margir hverjir. koma heim úr vinnu og eru leiðir á því að börnin eiga eftir að vinna heimavinnuna sína. Einsog það sé hlutverk skólans alfarið að mennta og ala upp börn þeirra og andskotast síðan út í starfsmenn ríkis og sveitarfélaga þegar krakkarnir byrjað drekka og dópa sig upp.

Mikið umrót hefur átt sér stað síðustu ár og eru margir krakkar algerlega sneyddir allri virðingu og eru gersamlega óttalausir gagnvart hinu opinbera. maður sér þetta reglulega hér í Reykjavík. Hópslagsmál unglinga. dauða drykkja o.m.fl. en nú er ég kannski kominn aðeins út fyrir efnið.

mbk,
Sveinn K

Nafnlaus sagði...

Heyr, heyr.
Orð í tíma töluð. Gott að fá svona innlegg frá "þungavigtarmanni."

Nafnlaus sagði...

Ég er algjörlega sammála. Tók að vísu bara lögregluvinkilinn fyrir í pistli í Morgunblaðinu í dag, en hinir eru svo sannarlega umhugsunarverðir líka.
Kveðja,
Ragnhildur Sverrisdóttir

Nafnlaus sagði...

Þessum orðum er ég algjörlega sammála. Aga- og virðingarleysi tröllríður Íslensku samfélagi. Það verður að segjast eins og er að það ríkir algert agaleysi á mjög mörgum heimilum. Öllum öðrum er síðan kennt um, hvort það eru nú, kennarar, lögregla eða ráðamenn svona almennt.
Svona pistlar koma og síðan gerist ekkert. Menn virðast bara ekki hafa neina burði til að gera neitt í málunum.
Kveðja
Gunnar Halldór

Skorrdal sagði...

Ofbeldi lögreglu á aldrei rétt á sér, alveg sama hversu kjaftforir þeir eru sem þeir eiga við. Lögreglan hefur, skv. lögum, rétt til valdbeitingar, en sá réttur á að vera undantekning, ekki regla.

Hér tjá sig greinilega einstaklingar sem hafa ekki þurft að horfa upp á óhóflegt og tilgangslaust ofbeldi lögregluþjóna í þessu samfélagi. Það er ljóst.