fimmtudagur, 21. ágúst 2008

Ísland í dag - séð frá Osló

Sit þessa stundina á þingi norræna rafiðnaðarsambandsins í Osló. Maður kemst ekki hjá því að velta því fyrir sér á hvaða forsendum íslenskir stjórnarþingmenn ásamt Valhöll halda því fram að um sé aðræða erlendan efnahagsvanda, sem ósanngjarnt hafi verið að ætlast til þeir séu fyrir. Það sé ósanngjörn gagnrýni. Þar eiga þeir við þá gagnrýni og aðvaranir, sem settar voru fram af flestum betri hagfræðingum landsins á árinu 2003 og margítrekuð eftir það. Þegar ríkisstjórnon sleppti bönkunum lausum.

Í íslensku skýrslunni er rætt um 30% gengisfall á þessu ári, yfir 14% verðbólgu, 15% vexti og um 10% kaupmáttartap.

Í hinum borrænu skýrslunum er rætt um ágæta stöðu þeirra gjaldmiðla sem þeir hafa flestir eru tengdir Evrunni. Verðbólgan er um 4 -5% sem þeim finnst mikið. Vextir eru um 6% sem þeim finnst óheyrlilegt og kaupmáttur óx einungis um 0.7% sem þeim finnst atriði sem þurfi að skoða vel í samráði við viðkomandi ríkistjórnir og atvinnurekendur.

Fram kom að íslensk stjórn hafi ekki sýnt samráði við atvinnulífið neinn áhuga.

Svona er Ísland í dag. Og við skiptum borgarstjóra og stjórnarformann í OR í tilefni dagsins.

Engin ummæli: