Í grein nýverið í opnu Morgunblaðið fór fjármálaráðherra enn einu sinni inn á spunabrautir og rakti eitthvað sem hann vildi að fólk teldi rétt. Þar kom hann inn á að ríkistjórnin væri að gera heilmikið og maður settist niður og las greinina í leit að lausnunum. Ekkert markvert var þar og efst á lista Árna voru atriði sem eiga að koma til framkvæmda eftir 2 ár.
Það var gagnrýnt kröftuglega við gerð kjarasamninga í febrúar síðastliðinn að skattalækkanir launamanna ættu ekki að koma til framkvæmda fyrr en í lok kjörtímabils. En þetta taldi Árni sem aðalatriði í grein sinni um aðgerðir sem ríkisstjórnin hefði gripið til í aðgerðum gegn núverandi efnahagsvanda. Þetta var nú reyndar áður en svartnættið skall á.
En Árni man hlutina oft öðru vísi en aðrir. Þar má minna á málflutning hans í sambandi við skipan héraðsdómara fyrir nokkru, þar sem hann gekk algjörlega fram af góðum hluta þjóðarinnar í spuna sínum.
Í kvöld telur Árni upp sem aðgerðir ríkisstjórnarinnar veg yfir Lyngdalsheiði og Suðurstrandaveg sem björgunarhring sem ríkisstjórnin hafi varpað út. Í því sambandi má minna á að þá hafa forsvarsmenn SA og ASÍ talað um að það þyrftu að koma til nýjar mannfrekar byggingarframkvæmdir, ekki vegir sem eru búnir að vera á vega áætlun árum saman þar sem nokkrir vélamenn eru að störfum. Það er í byggingariðnaðinum sem skórinn kreppir mest.
Reyndar stendur það þannig í mínu minni að hvorugur þessara vega sé á framkvæmdastigi. Er búið að leysa deiluna við Björn Bjarna og Þingvallarnefndina?
2 ummæli:
Hann er veruleikafyrtur.
Hvað var ekki Benazir Bhutto fædd
'53?
Kom það til hugar þar sem að stjórnvöld á Íslandi eiga þó nokkuð sameiginlegt með Pakistan með ítrekun á að ábyrgðarleysi er stefna valdhafa.
Skrifa ummæli