miðvikudagur, 6. ágúst 2008

Ótrúlegur málflutningur

Við á Ísland búum við sömu efnhagsþrengingar og fjármálahákarlar hafa skapað á erlendum mörkuðum. En við búum að auki við meiri verðbólgu, hærra vöruverð og hærri vexti. Kaupmáttur er að hrapa meira í nágrannalöndum og atvinnuleysi vex hratt. Við vorum farinn að nálgast svipaðan kaupmátt og hann er í nágrannalöndum, en nú er hann í frjálsu falli og stefnir í að verða svipaður og hann var 2003. Við erum aftur að dragast aftur úr.

Á allt þetta var bent af hagdeildum ASÍ og SA fyrir tveim árum og þess krafist að stjórnvöld myndu grípa til varnaraðgerða. Það var ekki gert, heldur var farið í kosningar undir fölskum flöggum. Undir efnahagstjórn Sjálfstæðisflokksins höfðu verið gerðar alvarleg mistök og sú velgengni sem haldið var fram var að við byggjum við var skráð um 30% of hátt á fölskum forsendum og almenning talið +i trú um að allt stefndi upp á við og í fínu lagi að skuldsetja sig hægri vinstri. Og margir trúðu sínum flokk og fóru keyptu stærra hús og dýrari bíl og bættu við fjórhjóli á innkaupalistann.

Allt bendir til þess að þingmenn flokksins gert þetta vísvitandi, ef svo er ekki þá er greinilegt að þeir sem hafa farið með efnahagsstjórnina vita ekki hvað þeir eru að gera, þar er ítrekað bent á þær aðvaranir sem hafðar vor í frammi, eins og kemur fram hér framar í þessum pistli.

En skríbentar Valhallar klifa á því sem er sagt. Beitt er sömu aðferðum og áður eins og t.d. þegar héraðsdómari var skipaður, hæstaréttardómari, háskólaprófessor, fjölmiðlalög sett og eftirlaunalög. Klifað á atriðum sem ekki koma málinu við, allt gert til þess að eyðileggja umræðuna. Allt gert til þess að halda völdunum, allt, alveg sama hvaða meðulum er beitt.

Forsætisráðherra gaf út yfirlýsingar í marz um að hann hefðu unnið sigur. Honum hafði tekist að gera ekkert og almenning blæddi. Hann gaf svo út aðra yfirlýsingu nokkru síðar um að botninum væri náð. Svo kom yfirlýsingu um að honum kæmi á óvart hvað væri að gerast, og launamönnum misstu atvinnu sína svo hundruðum skipti.

Í gær gaf hann svo út enn eina af yfirlýsingum sínum þar sem hann hrósaði sjálfum sér fyrir að hafa ekki gert neitt. Allnokkur fyrirtæki væri svo sem farinn á hausinn, í það stefndi að enn fleiri færi sömu leið, en hann hefði unnið enn einn sigurinn!!

Fyrirvinnur heimila svo hundruða skiptir hafa misst vinnuna. Bankarnir og peningamenn standa blóðugir upp fyrir axlir í mestu eignaupptöku hjá almenning sem hér hefur farið fram. Allt undir efnagsstjórn Sjálfstæðisflokksins og voffar Valhallar gelta.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Aðgerðarleysi í prósentum talið:

http://kari-hardarson.blog.is/blog/kari-hardarson/entry/602473/

Rómverji