mánudagur, 18. ágúst 2008

Þingmenn snúa sér að vorverkum

Í vor lauk þinghaldi með venjubundnum skrípaleik þingmanna og yfirlýsingum um að þeim hefði tekist að ljúka þingstörfum á tilsettum tíma!!?? Öll horfðum við upp á fjölmörg mál sem stungið hafði verið undir þingstólanna eða sátu föst í töskum formanna þingnefnda og höfðu verið það allan þingtímann. Formenn þingnefnda eru skipaðir menn sem flokkstjórnir geta treyst að fari að settum fyrirmælum og stingi undan óþægilegum málum. Vaskur sveinn Birgir stendur þar fremstur meðal jafninga með eftirlaunafrumvarpið og frumvarp Valgerðar í tösku sinni.

Frjálshyggjan er í engu eftirbátur Sovétsins gamla þar sem valdhafarnir gauka að sjálfum sér og sínum gæðum á kostnað almennra borgara, stundum kallað spilling. Þess er gætt að þeir sem aðgang hafa að fjármagninu þurfi ekki að greiða til samfélagsins, þó svo þeir eigi sín heimili og fjölskyldur sem nýti leikskóla, grunnskóla, heilsgæslustöðvar og aðra þá þjónustu sem sveitarfélögin halda uppi með sköttum frá almenning. Þeim er aftur á móti gert að greiða einungis 10% fjármagnstekjuskatt og ef einhver minnist á að þeir greiði til samfélagsins rís fjármálaráðaherra upp ásamt sínum fylgisveinum og sussar á menn og málið er tekið óðara af dagskrá.

Og frjálshyggjan skaffar sínum gæðingum eftirlaun sem eru kostuð að almennum skattgreiðendum. En samfara því setur hún lög um að almenningur verði sjálfur að standa undir sínum eftirlaunum með frádrætti af launum sem rennur sem skyldugreiðslur í lífeyrissjóði. Þessir lífeyrissjóðir eru svo nýttir til þess að standa undir lánum og fjárfestingum í hlutabréfum sem halda atvinnulífinu gangandi.

Til þess að fá almenning til þess að hætta að tala um þessi óþægilegu mál í vor þá lofaði forsætisráðherra að hann myndi sjá til þess að þingmenn myndi nýta einhvern hluta af fjögurra mánuða sumarleyfi sínu í að úthugsa hvernig tekið yrði á eftirlaunafrumvarpinu. Nú eru 3 mánuðir liðnir og ekkert hefur verið gert. Talandi um orlof þingmanna þá er ástæða að geta þess að venjulegt orlof launamanna samsvarar 12% af launum. Orlof þingmanna er fjórum sinnum lengra og samsvarar 48% launahækkun ef það væri greitt út, eða nákvæmlega sama og þingmenn hafa úthlutað sjálfum sér úr ríkissjóð í mótframlag í lífeyrissjóð sinn á meðan almenningur leggur sjálfur til sín 12%.

Þetta þýðir eins og ég hef nokkrum sinnum bent á í pistlunum hér þegar rætt er um laun þingmanna þarf að bæta þessum tölum ofan á svo verið sé að tala um sömu hluti þegar þingmenn eru að bera laun sín saman við laun á almennum markaði. Eftirlaun ráðherra og æðstu embættismanna samsvara svo til viðbótar nokkur hundruð milljóna starfslokasamning, sagði aðstoðaframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.

Já Nýfrjálshyggjan gætir sinna eins og Sovétið gerði á sínum tíma áður en það hrundi, það er græðgi þeirra sem komast til valda sem er að eyðuleggja hana alveg eins og Sovétið. Nú er Nýfrjálshyggjan tekin að riðlast víða um heim og farið hefur fé betra. Byltingin étur börnin sín eins og sagt var um Sovétið, sama er að gerast með frjálshyggjuna. Í suður Ameríku hefur frjálshyggjan séð til þess að skotnir eru árlega á annað hundrað starfsmenn verkalýðsfélaga, en þeir eru samt að að brjóta hana á bak aftur og stefna á að koma á samfélögum af norrænni fyrirmynd. Nýfrjálshyggjan stendur í engu að baki Sovétinu sama hvar litið er. Farvel fylgið er hrunið í fjórðung.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Rétt Guðmundur. En gleymdu ekki aðstoð formanns jafnaðarmannaflokks Íslands, jafnréttissinnans Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur.

Framlag hennar verður skandall ársins - og einsdæmi í sögu jafnaðarmanna á Íslandi.

Það stendur nefnilega ekkert til að afnema eftirlaunaósómann.

Ingibjörg og Geir ætla að hnoða almenningi dulitla smjörklípu að sleikja. Tilraun nr. tvö eða þrjú.

Allt stefnir í það gangi eftir sem Valgerður Bjarnadóttir varaði við.

Þessi gamla smörklípa verður tekin og henni klínt á pöpulinn:

http://mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?radnr=1112177

Rómverji

photo sagði...

Þeir sem sitja inni á hinu háa Alþingi íslendinga á eru í raun "einn" stór samtryggingarflokkur. Fullt af liði þar sem nennir ekki að vinna vinnuna sína! Borgarstjórn Reykjavíkur er í raun bara smækkuð útgáfa af því sama!

Valli sagði...

Það sem þú lýsir er engin frjálshyggja, en það veist þú líklegast alveg.
Leiðinlegt að heyra það hugtak misnotað til að lýsa sukki í yfirstjórn landsins, og reyndar ennþá leiðinlegra að heyra sukkarana og bruðlara með almannafé kalla sig frjálshyggjumenn.

Nafnlaus sagði...

Valli: Menn sögðu það sama um Sovétríkin, "Ekki alvöru kommúnismi þar..." o.s.frv.

Valli sagði...

Touché