Nú er ljóst að silfurliðið kemur heim á miðvikudag og það mun fara niður Laugaveginn. Það er fínt og sjálfsagt að allir fagni komu þeirra.
En einhvern veginn finnst manni að Þorgerður, Hanna Birna og fleiri ráðamenn ætli að eigna sér þennan dag með tilheyrandi brussugangi. Þær ásamt útvöldum raði sér upp á pallinn, á meðan eiginkonur liðsmanna, börn og þeir sjálfir eru í bakgrunni.
Það er leitt, ekki hafa stjórnmálamenn unnið mikla sigra og margir sem ekki muni hrópa húrra fyrir þeim. Best væri að þeir komi þarna hvergi nærri og haldi sig í hæfilegri fjarlægð.
3 ummæli:
Þorgerður sem ráðherra íþróttamála mun að sjálfsögðu taka á móti þeim hver annar ætti að gera það en hún sem umboðsmaður þjóðarinnar í þessum málaflokki. Hvar hefur komið fram að Hanna Birna sé að troða sér fram í þessu.
Þorgerður fór á okkar kosnað til kína í annað sinn og ætlar að koma sjálfri s´´er ærlega á framfæri hvað kostar þetta skattgreyðendur
Menn mega líka passa sig á því að skyggja ekki á íþróttamennina með röfli og biturleika.
,,Hvað kostar þetta skattgreiðendur?"
Er ekki í lagi? Ekki jafn mikið og skattgreiðendum hefur verið gefið að minnsta kosti. Þeir sem aldrei geta skynjað gleðina og ánægjuna vegna eigin vandamála geta náttúrlega ekki skilið slíkt.
Skrifa ummæli