fimmtudagur, 2. október 2008

Ekkert gerðist

Maður átti von á einhverju útspili ríkisstjórnar í kvöld, en ekkert kom fram. Bestu ræðu kvöldsins flutti Steingrímur. Stjórnarþingmönnum og ráðherrum var tíðrætt um samráð og samstarf og nefndu oft aðila vinnumarkaðs. Aðilar atvinnulífs hafa margoft farið fram á þetta samstarf, en ekkert hefur gerst af hálfu ríkisstjórnar.

Forysta ASÍ hefur í dag fundað um stöðuna og kynnt sér málið á fundum með starfsmönnum lífeyrissjóða og banka og á morgun eru fyrirhugaðir fundir með forsvarsmönnum samtaka atvinnulífs. Fyrir liggur sú skoðun aðila vinnumarkaðs að aðilar verði að taka höndum saman um lausnir sem stefni að lausn vandans til framtíðar. Ekkert bólar á viðbrögðum ráðherra nema einhverjar upphrópanir og endurteknar klisjur í ræðustól Alþingis, eins og í kvöld.

Ríkisstjórnin talar ekki við aðila og er það líklega ástæða þess að hún virðist ekki átta sig á umfangi vandans. Á meðan við borðum morgunkornið þurfum við að skoða hver sé staða krónunnar og hvort dagurinn dugi til þess að við eigum fyrir afborgunum og framfærslu, eða hversu mikið við þurfum að lengja vinnudaginn. Á meðan standa yfir hamfarir í uppsögnum og forsetinn leggur til að við tökum okkur frí 1. des.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Guðmundur !

Segðu okkur stöðu lífeyrissjóðanna ?
Það eru sagðar margar sögur af stöðu lífeyrissjóðanna og sérstaklega vegna þeirra félaga sem tengdust Glitni og Stoðum.
Eru lífeyrisjóðirnir að tapa miklu ?

Nafnlaus sagði...

...og þú forðar þér undan ákalli verkafólks í kommentakerfinu, sem óskar eftir því að verkalýðshreyfingin efni til fjöldamótmæla. Það er greinilega margt líkt með þér og ráðamönnum þjóðarinnar.

Nafnlaus sagði...

Guðmundur er einn af fáum bloggurum sem skrifar eitthvað af viti um þjóðmálin, þannig að ég frábið mér komment eins og þess sem skrifar hér á undan. En varðandi lífeyrissjóðina, þá uggir mig að þrýst sé fast á þá að flytja sínar erlendu eignir yfir í íslenskar krónur. Það finnst mér afleit hugmynd. Bæði er nú óhagstætt að selja akkúrat núna og ekki síður hitt, að frá sjónarhóli áhættudreifingar tel ég það nánast fatalt. Við Guðmundur erum í sama sjóði, sem stendur afskaplega vel, og við viljum ábyggilega báðir halda þeirri stöðu svo sem hægt er.

Nafnlaus sagði...

Ég er sammála að menn skulu nú ekki vera með neina vitleysu.Menn þurfa að muna að það þarf tvo til að semja og báðir verða að ganga sáttir frá því borði. Enn með lífeyrissjóðina að þar eigum við að hafa bara gott starfsfólk sem fjárfestir einsog kemur okkur best, ef það getur það ekki þá fáum við nýtt fólk. Þrýstingur frá hverjum sem það er á ekki að hlusta á. Sjóðinir eru fyrir okkur og eru ekki með baktryggingu einsog hjá þeim sem beita þrýstingi. Enn Guðmundur hefur staðið sig vel í okkar málum á flestum sviðum. Hann getur ekki meira enn við stöndum á bak við hann. Menn eiga að mæta á fundi og segja sína skoðun og gæta samt hófs. Kveðja Simmi

Nafnlaus sagði...

God dag,

Det her er Margaret dronning. I islændinger har fået en rigtigt godt övelse i demokrati. Desværre har Danmark besluttet at I er ikke klar til at stå udenfor det Danske rig. I skal godt komme tilbage.