föstudagur, 17. október 2008

Hrun á byggingamarkaði

Nú fara svokölluð Dómínó áhrif um byggingamarkaðinn. Fyrirtæki sem töldu sig vera með prýðilega verkefnastöðu fyrir skömmu standa nú verkefnalaus.

Fyrirtæki og einstaklingar hætta við nýbyggingar, eða endurbætur á húsnæði. Hvert byggingarfyrirtækið á öðru þarf að segja sínu starfsfólki að það blasi ekki annað við að en uppsagnir.

Óvissa um stöðu banka. Lánaörðugleikar, jafnvel frost á lánamarkaði. Fólk eða fyrirtæki sem töldu sig vera með þokkalega eignastöðu hafa skyndilega tapað umtalsverðu af innistæðum sínum í eignastýringasjóðum og hlutabréfum.

Búið er að stöðva úttektir byggingarfyrirtækja hjá byrgjum nema gegn staðgreiðslu. Stöðugt minnkar vörumagn í byggingarverzlunum.

Allt er þetta afleiðing yfirspennu fjármálakerfis og skefjalausri græðgi útrásarvíkinga. Nú sitja þeir í villum sínum í London og snekkjumí New York. Hér heima er sviðin jörð eftir þá.

8 ummæli:

Nafnlaus sagði...

http://www.nyirtimar.com

Það verður að stokka peningakerfið upp. Burt með verðtryggingu.

Almenningur þarf að vita að verðtrygging er ekki náttúrulögmál, heldur er ástæðan vanhæfni í peningamálastjórn. Og almennur lántakandi (sem er neyddur til að kaupa sér íbúð) greiðir okurvexti alla ævi. Þetta er ein af höfuð-ástæðunum fyrir því að greifarnir fengu svona mikið lánstraust erlendis: Þeir eignuðust bankana - bankarnir eiga fólkið vegna veðsetninga íslenskra fjölskyldna. Og til að geta staðið undir greiðslum þarf 2 einstaklinga í hverri fjölskyldu til að vinna, og vinna mikið.

Nafnlaus sagði...

Held að við verðum að koma upp svipuð bankakerfi og er í þessum frægu viðmiðunarl0ndum okkar. Þannig að vextir verði sanngjarnir. Vísitölulánin eru mu verri en gengislánin því hækkun á þeim er föst meðan gengisláninn sveiflast eftir genginu og eiga möguleika að lækka. Þessvegna er það alveg fáranlegt að fólk eigi að fá aðstoð sem eru með gengisláninn, það þurfa all flestir aðstoð meðan við erum að koma okkur útúr þessari lægð. Kv Simmi

Nafnlaus sagði...

Þjóðnýtum byggingaiðnaðinn! Setjum vexti á íbúðalán í 3-4% og afnemum verðtryggingu. Úthlutum lausum íbúðum til þeirra sem þegar hafa misst húsaskjól sitt. Nú þurfum við að standa saman, ekki satt eða er meiningin með þessu slagorði að koma hlutum þannig fyrir að arðræningjar fái aftur frjálsar hendur?
Afnemum síðan ægivald ríkisstjórna og kjósum sérstaklega um forsætisráðherra og meðreiðasveina hans. Látum Alþingi síðan sinna sínu rétta hlutverki, sem er að hafa yfirumsjón með framkvæmdavaldinu. Gefum forseta Íslands vald til að setja ráðherra af eins og stjórnarskráin gerir í raun ráð fyrir að hann geti. Þessir ráðherrar verða að skilja að þeir eru í vinnu hjá fólkinu í landinu en ekki léttadrengir auðherranna.

Nafnlaus sagði...

Þér ætti nú ekki að leiðast vandræði byggingariðnaðarins eins og þú hefur talað og skrifað til þeirra, allt glæpamenn sem flytja inn útlendinga til þess að níðast á og taka vinnu frá íslendingum.

já og svo færðu tvo fyrir einn, útlendingarnir eru að fara, allir nema þeir sem hafa lagt fyrir sig sjálfsþurftarbúskap undirheimana.

Nafnlaus sagði...

Nafnlaus#3: Held að afnám verðtryggingar sé erfitt mál, en þó þarft að einhverju leyti. Vextir í 3-4% eru nausyn - en aftur mjög erfitt í framkvæmd.

Það er þó mjög mikilvægt að mínu mati að ef það á að frysta greiðslur gengislána - þarf að gera það sama með verðtryggðu lánin ! T.d. hafa mín lán hæækað um ca.60.000 pr. mán. útaf verðtryggingu && f**ing vaxtageðveiki.

Mér sýnist að eini kosturinn sem virðist fær, er að lækka stýrivexti duglega (ekki skitin 3,5%) og að standa vörð um útgjöld hinnar vejulegu familíu á íslandi (=matur og afborganir)

Svo sýnist mér við standa sterkt gagnvart Norðmönnum varðandi myntsamstarf - svo eru Danir og Svíar líka hræddir við Evruna... hvernig væri að stofna hina Norrænu Krónu, og þ.a.l. Hinn Norræna Seðlabanka ???

Öddi

Guðmundur sagði...

Stundum eru athugasemdir harla einkennilegar, ótrúlega ómerkilegar.
"Þér ættu ekki að leiðast vandræðin á vinnumarkaði, eins og þú hefur talað um hann allt glæpamenn...."

Þetta er lágkúra. Starfsmenn stéttarfélaganna hafa það hlutverk að fylgjast með því að staðið sé við samninga um kaup og kjör. Það eru nokkur fyrirtæki sem hafa reynt að komast hjá þessu og flutt inn erlent launafólk og greitt þeim laun og búið þeim aðstöðu undir lágmörkum. Við það hafa verið gerðar athugasemdir. Þetta er mikill minni hluti fyrirtækja hér á markaði. Við starfsmenn Rafiðnaðarsambandsins höfum fengið mikil og jákvæð viðbrögð frá íslenskum fyrirtækjum sem hafa verið að standa sig, fyrir vinnu okkar við að hafa upp á þeim sem eru að undirbjóða með ólögmætum hætti.

Það er ekki hægt annað en draga þá ályktun að sá sem skrifar svona sé einn þeirra sem hafi verið staðinn að því að svíkja fólk um rétt laun og kjör.

Nafnlaus sagði...

Sæll Guðmundur, það væri alveg hægt að grafa upp þær lágkúrulegu alhæfingar og yfirlýsingar sem þú hefur látið þér um munn og takkaborð fara.

es. ég er með útlendinga í vinnu og njóta þeir nákvæmlega sömu kjara og íslendingar, ca 50% yfirborgun á þá taxta sem þið hangið á ein og hundur á roði.....

Nafnlaus sagði...

Þú sem státar af því að vera með útlendinga í vinnu ættir að skammast þín. Eins og ástandið er í dag og margar íslenskar fjölskyldur hafa misst fyrirvinnu sína þá væri þér nær að ráða íslenskt vinnuafl. Skamm skamm. Veljum íslenskt, já takk.