sunnudagur, 26. október 2008

Varphænur heimskunnar

Margir velta þessa stundina fyrir sér niðurstöðu skoðanakönnunar Fréttablaðsins. Þar kemur fram að fylgi stjórnmálaflokkanna breytist nokkuð en ekkert í samræmi við það ógnvænlega ástand sem efnahagsstefna Sjálfstæðisflokksins hefur leitt yfir Ísland.

Á bloggi Egils Helga er því velt upp í dag hvort við séum hæsn.

Íslendingar hafa látið stjórnmálamenn sína komast upp með margskonar spillingu sem ekki hefur verið liðin í öðrum löndum. Margoft hafa komið upp stöður hjá íslenskum ráðherrum sem í öðrum löndum væru ekki liðnar, jafnvel kostað afsagnir.

Íslenskir stjórnmálamenn kalla hiklaust mótmæli almennings við athöfnum þeirra skrílslæti. Þar bendi ég t.d. á viðbrögð Moggans og ráðherra sjálfstæðisflokksins við réttmætum mótmælum Reykvíkinga við ótrúlegum athöfnum borgarfulltrúa Sjálfstæðismenna í vetur. Hæðst er af mómælafundum, eins og t.d. hefur verið gert að undanförnu.

Ríkisstjórnir víkja sér hiklaust undan þjóðaratkvæðagreiðslum og þær stinga frumvörpum þingmanna sem eru þeim ekki þóknanleg undir stól. Hafnað er að afnema eftirlaunalög þrátt fyrir mikil mótmæli almennings og ráðherrar gera hiklaust hróp að fjölmiðlamönnum og segja þá beita sig einelti spyrji þeir óþægilegra spurninga. Ráðherrar neita að tala við fjölmiðlamenn sem ekki spyrja þægilegra spurninga.

Spaugstofumenn hafa oft fjallað um þennan landlæga undirlægju hátt okkar og m.a. sýnt okkur réttilega með fótspor ráðherra um allt bak.

Nú blasir við að landinn ætli að láta mótmælalaust yfir sig ganga mestu og alvarlegustu mistök sem stjórnmálamenn hafa leitt yfir íslendinga og skapað okkur ótrúverðugleika um öll nágrannalönd okkar.

Hjá Agli stendur :
Hvað með Ísland sem “Hænsnalýðveldi,” nokkurn veginn sbr. orðSteinars Sigurjónssonar í bókinni Blandað í svartan dauðann: “Íslendingar eru hænsn!”

Eru íslendingar hænsnalýðveldi?Varphænur heimskunnar?!

Það er eiginlega ekki hægt annað en að taka undir þetta og vaxandi fjöldi er búinn að fá sig fullsaddan og býr sig undir að fara. Gjörið svo vel sjálfstæðismenn þið eruð búnir að gera endanlega upp á bak, eins og Dr. Gunni orðar það réttilega.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Almenningur þarf að taka höndum saman og tryggja að við sitjum ekki uppi með nákvæmlega sömu lánleysingjana á Alþingi eftir næstu kosningar.

Rómverji

Unknown sagði...

http://www.baldurmcqueen.com/index.php?option=com_content&view=article&id=969:hvar-eru-bsrb-bhm-og-bisn&catid=38:2008&Itemid=35

Nafnlaus sagði...

Jamm...