Maður hefur verið að vona að einhvern tíma komi að því að Geir og félagar segji okkur rétt frá. T.d. var ég að vona að ummæli þeirra fyrr í vikunni væru rétt um að ástandið væri að skýrast og ekki eins slæmt og sumir hefðu haldið. Ég vonaði það líka í síðustu viku. Líka þegar Geir tilkynnti á sunnudagskvöldið að hann væri búinn að leysa þetta og þyrfti ekki að fá peninga lífeyrissjóðanna heim. Líka þegar Geir tilkynnti það í apríl síðastliðinum að botninum væri náð.
Hvað núna, eftir að búið er upplýsa samtal Árna við Darling. Þar kom t.d. fram að þeir hefðu vitað þetta um svikult ástand IceSave í nokkurn tíma, en samt sögðu þeir okkur og Englendingunum að þetta væri öruggt og héldu áfram að taka við peningum.
Og Geir var svo ósvífinn að biðja lífeyrissjóðina og koma heim með alla inneignir sjóðsfélaga. Svífast þessir menn einskis? Finnst þeim allt í lagi að spila með sparifé almennings?
Fer þetta svo að það sé ekki nóg að skuldsetja þjóðina sem svari eins árs landsframleiðslu, heldur að það stefni í að það verði a.m.k tveggja ára.
Það er alltaf að koma betur og betur í ljós að Geir og meðreiðarsveinar hans hafa verið að segja þjóðinni ósatt um allnokkurt skeið. Sama gildir um bankastjórana.
Ástæða þess að það dregst sífellt lengur að þeir ná ekki niðurstöðu við Alþjóðagjaldeyrissins verður alltaf ljósari.
Uppsagnir dynja yfir okkur. Fyrirtækin eru á síðasta benzíndropanum og það eru mánaðarmót eftir viku.
Reiðin kraumar og vex. Hvar verður útrás hennar? Hvar í ósköpunum endar þetta?
6 ummæli:
Tjara og fidur.
Er ekki að verða kominn tími á að verkalýðshreyfingin fari að láta þessi mál til sín taka. Hefur ekki ASÍ t.d. efni á því að koma upp sjónvarpsstöð nú í þessu neyðarástandi? Hagsmunir almennings verða að vera í forgrunni!
Hvernig er hægt að vekja verkalýðshreyfinguna af þyrnirósasvefninum? Á bara að horfa á allt saman sökkva eins og menn sitji bara í bíó og horfi á kvikmynd og borða popp og drekka kók í lúxussalnum!!!
Varðandi það, sem næsti kommentari hér á undan segir um ASÍ, þá ber að hafa í huga, að verkalýðshreyfingin starfar á lýðræðislegum grunni, og forystufólk hennar situr nú á fundi til að komast að lýðræðislegri niðurstöðu um hvernig hún ætlar að taka á málunum. Tekur svolítinn tíma, en betra en að gera eitthvað vanhugsað.
Fyrsta reglan í Nýja Íslandi ætti að vera að þora.
T.d. að þora að koma fram undir nafni. Er hér að ofan nafnlaus að karpa við sjálfan sig eða eru þeir 2 eða 3?
Þetta eru stærstu svik Íslandssögunnar. Þetta er verra en Quisling í Noregi, a.m.k. taldi hann sig vera að gera sitt á þágu þjóðar sinnar.
ASÍ verður að taka þátt í að skipuleggja fjöldan annars finnur reiði fjöldans sér útrás á óuppbyggilegan hátt sem gæti varanlega skaðað friðinn í samfélaginu.
No justice - No peace!
Héðinn Björnsson
Skrifa ummæli