föstudagur, 10. október 2008

Verðtrygging

Verðtrygging er oft í umræðunni vegna mikillar verðbólgu, sem veldur því að Seðlabankann hækkar sífellt stýrivexti, sem veldur svo vaxandi greiðslubyrði verðtryggðra lána.

Með óverðtryggðu láni greiðir lántakandi jafnar afborganir ásamt vöxtum. Vextir gætu verið fastir yfir allt lánstímabilið, sem leiddi til þess að lántakandi greiddi sömu krónutölu á hverjum gjalddaga. Í sveiflukenndu efnahagslífi eins og það er á Íslandi með sína krónu og venjubundnum sveiflum, yrðu vextir að vera breytlegir sem fylgja vöxtum Seðlabankans og afborganir myndu sveilfast gríðarlega.

Ef tekið er verðtryggt lán er samið um í stað þess að greiða þá háu vexti sem eru á óverðtryggðu lánunum greiði lántakandinn mun lægri vexti. Í í stað þess hækkar lánið sem nemur verðlagi í landinu. Lántakandinn fær í raun nýtt lán um hver mánaðarmót fyrri helming lánstímans. Sá hluti er nefndur verðbætur.

Ef lántakandi tekur verðtryggt húsnæðislán þarf hann t.d. að greiða 5% vexti ásamt verðtryggingu sem fylgir verðlagi. Ef hann tæki óverðtryggt lán væru vextir nú yfir 18%. Verðtrygging er mun heppilegra fyrir lántakandann, þar sem greiðslubyrði verður vex þegar hann hefur meira á milli handanna.

Lántakandinn hefur mun jafnari greiðslubyrði ef hann tekur verðtryggða lánið. Auk þess veitir verðtryggingin bönkunum meira öryggi á láninu. Almennt eru verðtryggð lán hagstæðari en óverðtryggð.

Ef banna á lánastofnunum að veita verðtryggð lán mynda það valda því að valið yrði tekið af lántakandanum og hann sæti uppi með óverðtryggða lánið á mun hærri vöxtum og ójafnari greiðslubyrði. Verðtrygging á núverandi lánum yrði óbreytt. Þessi leið væri gerleg, en engum til hagsbóta. Bankar þurfa að fá lánaða þá peningar sem þeir lána út og greiða vexti af því. Hagstæðustu lán sem bankar fá eru á stýrivöxtum Seðlabankans.

Ef breyta á þessu verðum við að losna við hina sveiflukenndu krónu og komast í tryggt efnahagslíf eins og er t.d. í Evrulöndum.

8 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Var einmitt að blogga um þetta í morgun. Ef að stýrivextir verða lækkaðir hjá SÍ, eins og flestir eru sammála um að þarf að gera strax, þá er þetta alveg gerlegt held ég.

http://www.arnigunnar.net/2008/10/10/taekifaeri-til-ad-afnema-verdtryggingu/

Nafnlaus sagði...

Gleymdu ekki því, að það er Ríkið sem stýrir peningamagni í umferð, og þar með verðbólgu.
Hækkun neysluverðsvísitölu er afleiðing verðbólgu, sem ríkið eitt geldur valdið með því að sífellt auka magn peninga í umferð.

Verðtryggingu mætti afnema á morgun, ef ríkið myndi hætta sífelldri útþynningu krónunnar.
Þetta er einföld staðreynd, þú gætir 'fact checkað' þetta með peningamagnið í umferð hjá Þorvaldi Gylfa, hann myndi staðfesta þetta...

Einar Jón sagði...

Verðtrygging er mun heppilegra fyrir lántakandann, þar sem greiðslubyrði verður vex þegar hann hefur meira á milli handanna.
Hvernig gengur þetta upp þegar laun eru ekki verðtryggð og kaupmáttur vax hægar en verðtrygging?

Og hvernig stendur á því að þjóðir með traustan gjaldmiðil geta fengið óverðtryggð lán á lægri vöxtum en verðtrygðu lánin okkar?

Einar sagði...

Hættiði að þrugla með þessa verðtryggingu. Verkalýðsforysta sem getur ekki verðtryggt laun, hún á ekki að styðja verðtryggð útgjöld.

jenskristinn sagði...

Eðlilegast finnst mér að þeir sem hafa mest um það að segja hver verðbólgan er beri gengisáhættuna.
Þ.e.a.s. ef það er almenningur sem með sínu lífsmynstri hefur mest áhrif á verðbólguna þá er eðlilegt að lán séu verðtryggð og laun ekki.
Ef það eru bankarnir sem hafa mest um verðbólguna að segja (t.d. með útlánastefnu) þá ætti bankinn að bera gengisáhættuna (engin verðtryggð laun og engin verðtryggð lán).
Ef það eru hinsvegar fyrirtækin sem hafa mest áhrif á verðbólguna (t.d. með launastefnu) þá ættu þau að bera gengisáhættuna með því að bæði laun og lán séu verðtryggð.
Ef allir þessir þættir (auk annarra) hafa áhrif á verðbólguna ættu laun að vera verðtryggð að hluta og eins ættu lán að vera verðtryggð að hluta. Þannig bera allir aðilar hluta gengisáhættunnar. Ekki satt?

Nafnlaus sagði...

Þarna er ég ósammála greinarhöfundi í fyrsta sinn í einhvern tíma.

Það sem er óþolandi við verðtrygginguna er að áhætta verðbólgu liggur hjá lántaka. Lánveitandi er enga áhættu að taka - hann fær allt bætt í gegn um verðtryggingu.

Því er ekki skrítið að stjórnarmaður í lífeyrissjóði er að "afsaka" verðtryggingu á lánum.... allt gott og blessað með það.

Það sem er hins vegar soldið sárt við þetta alltsaman - er að laun eru ekki verðtryggð. Sem í raun þýðir að ef verðbólga verður 25% á þessu ári, og að launin mín standa í stað, þá er ég búinn að taka á mig 25% launalækkun, en lánveitandinn fær verbólgu bætta af mér. Kannski ætti ég að biðja verkalýðsfélagið mitt að útvega mér bætur fyrir þessa kjaraskerðingu í gegn um laun.


Bottom line er að við verðum að losna við krónuna, eða finna leið til að gera hana stabílli (norska krónan ?) - og fara svo í að losna við verðtryggingu, eða réttara sagt að gera umhverfið þannig að verðtryggingin sé engin !

Öddi

Nafnlaus sagði...

Hvernig stendur á því að fólk virðist eiga erfitt með að skilja þá einföldu staðreynd að bankar munu aldrei taka þá áhættu að tapa á útlánum. Ef þeir fá ekki að verðtryggja lánin, lána þeir einfaldlega með miklu, miklu hærri vöxtum.

Nafnlaus sagði...

Eftir mikla umhugsun var ég kominn á þá skoðun að verðtrygging ísl kr væri nauðsynleg til að hægt væri að taka lán sem hægt væri að borga af í þessu þjóðfélagi sérstaklega á húsnæði. En verðtrygging er ákveðin gríma til að fela hið rétta andlit íslensku krónunar, sem er í raun ónothæfur gjaldmiðill í alþjóðlegu umhverfi.

En á þessum tímum þegar íslenska fjármálakerfið er brunnið yfir um, fáum við örugglega ekki að sýsla með erlendan gjaldeyri í bílalán og húsnæði á næstu árum. Í dag eru margar eignir ofskráðar m.t.t. verðmætis en höfuðstólinn á þeim hefur einmitt hækkað út af verðbólgu.

Nú er einmitt lag til þess að AFNEMA verðtrygginguna. Það er gífurleg einföldun hjá þér Guðmundur Góði að tala um að bankarnir munu aldrei lána óverðtryggða krónu nema á ofsa-vöxtum. Þeir munu að sjálfsögðu verða breytilegir eftir stýrivöxtum seðlabankans og eitthvað hærri út af smæð gjaldeyrisins en allt kerfið verður mun eðlilegra í kjölfarið.

Sjálfur tók ég óverðtryggt bílalán fyrir þremur árum og þar hefur höfuðstóllinn lækkað umtalsvert þrátt fyrir að ég hefði verið að borga mikið í vexti. Hefði ég tekið verðtryggt lán hefði greiðslubyrðin sjálfstagt verið einhverjum þúsundköllum lægri en höfuðstólinn væri hærri en verðmæti bílsins, þrátt fyrir 30% eigið fé í byrjun lánstíma.

Við erum nefnilega búnir að búa við óþolandi ástand hérlendis með tvær krónur í landinu ásamt erlendum lánum.

Burt með verðtrygginguna, nú er lag. Ekki láta hagfræðinga segja ykkur annað. Verðtrygging er nefnilega ljót gríma á ömurlegri mynt. Grímuna burtu og sýnum krónuna í réttu ljósi. Þá munu líka bankastofnanir láta verðbólguna sig varða og berjast gegn henni með okkur hinum.

ÉG ætla að vona að þungavigtarmaður innan verklýðishreyfingarnir eins og þú ert Guðmundur Gunnarsson hugsir þetta mál uppá nýtt. Það setti að mér hroll að lesa þetta frá þér. Því loksins loksins er lag á því að afnema grímuna af krónunni.

E.s. Með eðlilegri krónu er líka minni líkur til þess að menn freistist til að fá lánað of mikinn pening fyrir húsnæði.

Þórarinn Ólafsson