Jæja þá er stundin runnin upp, íslenskir stjórnmálamenn hafa byrjað hvítþvott sinn.
Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn er búinn að fallast á að koma ríkisstjórn Íslands til hjálpar. Ráðherrar sem að mati allra viðurkenndra hagfræðinga eru búnir að leggja efnahag landsins í rúst með kolrangri stefnu.
Fram hafa komið upplýsingar um að seðlabankar nágrannaríkja okkar hafa allt frá því í vor bent íslenskum stjórnvöldum að þau séu á rangri leið og það blasi við Íslandi miklar ófarir. Þær láni okkur ekki pening fyrr en einhverjar ráðstafnir verði gerðar til þess að hreinsa til.
Um leið og alþjóðasjóðurinn fellst á að koma hingað til hjálpar, sameinast ráðherrar í Kastljósinu og Íslandi í dag um að hafna allri ábyrgð.
„Samfélagið ber ábyrgð á þessu“ segja þeir. Launamenn sem hafa glatað umtalsverðu að lífeyrisparnaði sínum, jafnvel öllu sparifé sínu.
Heimili þeirra eru komin á uppboð og þeir eru búnir að missa atvinnuna sína. Þá segja ráðherrarnir; „Skammist ykkar“, segja ráðherrar við almenning Íslands.
En þeir halda starfi sínu og fullum launum, fullum lífeyrisréttindum ásamt auka eftirlaunaréttindum. „Við erum saklausir, þetta er ykkur að kenna. Við gerðum ekkert rangt.“
Ef manni hefur einhvern tíma orðið orðvant. Þvílíkt hyski.
7 ummæli:
Sammála
Þórður S
það er alltaf yndislegt að géra þá ríku ríkari þó maður neiðist til að flíja land svo það géti gengið eftir
Gott. En þú, ágæti Guðmundur, segir kolrangri stefnu. Það er auðvitað rétt en vandinn sem við blasir NÚ er kominn til vegna ábyrgðarleysis, hyskni og fyrirlitningar ríkstjórnar, seðlabanka, fjármálaeftirlits stjórnmálamanna, eftirlitsaðila embættismanna, fjölmiðla og forseta Íslands á hagsmunum fólksins í landinu.
Losum okkur við þetta lið - seðlabankastjórnina, fjármálaeftirlitið og forsetann þjóðkjörna sem var aðalmálsvari lyginnar, auðvaldsins stjórnlausa sem komið hefur þjóðinni á kné.
Hefjum okur upp yfir flokkapólitík, hún er úrelt og hrunin, og horfum á heildarmyndina og ábyrgð alls þessa kerfis.
Takk.
Úlfur
Athugið líka að svo virðist sem einungis fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar hafi fengið að koma nálægt viðræðum við Alþjóða gjaldeyrissjóðinn. Vegna hvers? Þurfti að matreiða upplýsingar um efnahagslegt umhverfi hér á Íslandi "með réttum hætti" ofan í fulltrúa Sjóðsins? Svo að óhæfum, jafnvel sekum aðilum, í xD og xS yrði hlíft?
Maður hugsar margt við þessar aðstæður. Hvers vegna var td leitað til hins spillta kerfis í Rússlandi eftir hjálp en ekki til Norðmanna? Var það vegna þess að spilltir ráðamenn hér vissu að Norðmenn myndu átta sig á spillingunni og gera kröfur um hreinsun og saksvarir að forsendu fyrir hjálp sinni við Ísland. En spillingarklíkustjórnvöld í Rússlandi ólíkleg til að gera nokkrar slíkar kröfur til samspillingarsystkina sinna í íslenska stjórnkerfinu??? Sækjast sér um líkir.
Burt með núverandi óráðastjórn Íslands. Í sjóinn með hana!
"Við borgum ekki," segja sumir við Breta.
Við segjum hins vegar við kúgara okkar, Hrokaríkisstjórn Íslands: "Við kaupum ekki lygi ykkar og glæpsamlega hreinsun ykkar á glæpavettvanginum."
MÆTUM ÖLL Á AUSTURVÖLL KL 15:30 Á MORGUN, LAUGARDAG. Krefjumst tafarlausrar afsagnar ríkistjórnarinnar og tafarlausar aðgerðir lögregluyfirvalda til þess að ekki verði hægt að eyða sönnunarmerkjum eða koma þeim undan.
Ekki gleyma hinum "ábyrgðarfullu" bankastjórum/stjórnarformönnum sem höfðu einhverjar zilljónir á mánuði í nafni "ábyrgðar" sinnar - og eru nú, þegar allt er komið á hausinn, alveg ábyrgðarlausir...
Það vantar hjá "kommenterunum" svolítið í "kreditlistann" yfir hina seku. Nr. 1 eru að sjálfsögðu framsóknargerpin, sem stýrði bankamálunum í 12 ár samfellt. Nefnum bara Valgerði Sverrisdóttur, sem nú segist hvergi hafa nærri komið, ellegar Finn Ingólfsson, sem virðist horfinn af yfirborði jarðar með stjarnfræðilegan gróða sinn.
Þau eru úti að skíta !
Skrifa ummæli