mánudagur, 6. október 2008

Gjaldþrot efnahagsstjórnar

Öll könnumst við þá klisju stjórnarþingmanna og ráðherra um að nú verði almenningur að sýna ábyrgð og axla byrðar. En ef almenningur svarar með því að það geti gengið, en þá verði stjórnmálamenn að taka sinn þátt í því og axla ábyrgð á eigin mistökum. Þá súpa ráðherrar og stjórnarþingmenn hveljur, og hrópa í vandlætingu að nú ætli almenningur að taka sér völd sem hann hafi ekki.

Undanfarna hefur forsætisráðherra messað yfir þjóðinni um að nú sé allt að fara endanlega á hausinn og hann geti ekki bjargað eigin mistökum og félaga síns í Seðlabankanum, nema hann fái að höndla 200 milljarða af sparifé landsmanna. Honum var svarað af yfirvegarðri ábyrgð stjórnarmanna sjóðsfélaga, ef það bjargaði málinu þá væri þá væru þeir tilbúnir að skoða málið, en þá yrði hann að uppfylla ákveðin skilyrði.

Peningarnir verði settir til Seðlabanka gegn góðri ríkistryggingu og tryggri ávöxtun, ekki í bankahítina. Bankarnir komi með umtalsverðar fjárhæðir til landsins og selji eignir erlendis, ásamt því að settar voru fram kröfur um bann við skortsölu og stöðutöku gegn krónunni. Auk þessa var sett fram sú krafa að ríkisstjórn endurskoði ýmislegt hvað varðar efnahagskerfið. Seðlabankanum hafi orðið á mikil og endurtekin mistök, sem hefðu leitt yfir þjóðina miklar ófarir.
Á meðan nágrannaþjóðir okkar búa við að verðbólga hækki úr 4% í tæp 6% og full stjórn er á efnhagskerfinu, þá geysar fárviðri hér og Seðlabanki verður að leita í sparifé launamanna til þess að setja í nauðvarnir. Upp til hópa hefur nú um helgina komið fram sú krafa að stjórn Seðlabanka verði vikið frá strax og nú þegar hafin endurskoðun á stjórn efnahags- og peningamála. Ef það leiði til þess að skipta þurfi um gjaldmiðil, þá verði þegar að hefja vinnu við það. Okkur hefur verið svarað með daufum viðbrögðum ríkisstjórnar og í viðtölum við forsætisráðherra hefur komið fram ráðaleysi og tregða við óskum lífeyrissjóða og sjónarmiðum sjóðsfélaga.

En ASÍ kallaði saman um 200 þeirra um helgina og fundaði með þeim. Mjög margir sjóðsfélagar hafa haft samband við stjórnarmenn lífeyrissjóðanna og sett sig á móti þess og krafist þess að gætt verði ítrustu varúðar ef til kæmi að flytja heim eignir lífeyrissjóða og kaupa ríkisskuldabréf. Sparifé launamanna eigi ekki að komast í hendur ríkisstjórnar og stjórnarþingmanna, sem algjörlega hafi brugðist skyldum sínum.

Þjóðinni er á hverjum sunnudegi boðið upp á það í Silfri Egils að stjórnarþingmenn afhjúpa sig og reyna að víkja sér undan ábyrgð gjörða sinna með ósannfærandi og misvísandi fullyrðingum og rakalausum klisjum. „Við höfum fimmfaldað gjaldeyrisvarasjóðinn“ Ekki er svarað hvers vegna það var ekki gert þegar það átti að gera það, í stað þess var milljörðum sóað í ábyrgðarlaus kosningaloforð um skattalækkanir sem síðan juku á þennsluna um allan helming. Ekki er svarað hvers vegna við erum með 50% skuldatryggingaálag, 16% verðbólgu, hátt verðlag og hæstu vexti í heimi.

Við þjóðinni blasir gjaldþrot efnhagsstefnu og ráðþrota stjórnarþingmenn með allt niðrum sig. Takk fyrir Egill að afhjúpa þá. Haltu því áfram.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ef lífeyrissjóðir launamanna eiga í alvörunni að koma til bjargar bankakerfinu þá finnst mér nú algjört lágmark að sjóðirnir setji skilyrði á móti til að tryggja hag eigenda sinna. Þar er ég að hugsa um afnám verðtryggingar á húsnæðislánum. Strax. Og helst afturvirkt.

Nafnlaus sagði...

Held að þjóðin megi þakka innilega fyrir að eiga þig og þína samstarfsmenn að á þessum tíma.

Það virðast lítil takmörk á þeim skaða sem amatörarnir á alþingi og í seðlabanka geta valdið.

Nafnlaus sagði...

Ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks gaf skýr svör um aðeins tvennt:

1. Innistæður á bankabókum væru tryggðar.

2. Ekki yrði hróflað við bankastjórn Seðlabankans.

Hið síðara er auðvitað ákaflega mikilvægt að hafa á hreinu.

Rómverji

P. S.

Hvernig væri að Alþingi og ríkisstjórn tækju sig saman í andlitinu, hysjuðu upp um sig brækurnar, og tilkynntu að hér eftir byggju ráðherrar og þingmenn við sömu réttindi í lífeyrismálm og aðrir opinberir starfsmenn?

Aðgerðin er einföld og felst í að endurflytja og samþykkja frumvarp Valgerðar Bjarnadóttur frá síðasta þingi. Afnema eftirlaunaóþverrann.

Síðasta könnun Stöðvar 2 á fylgi stjórnmálaflokka bendir til þess að mynd almennings af stjórnmálamönnum sé þeim mjög í óhag, að ekki sé meira sagt:

mbl.is frétt um Animal Farm: http://mbl.is/mm/frettir/sjonvarp/19632/

Nafnlaus sagði...

Afsakið ranga mynd af þingmönnum og ráðherrum. Hér kemur sú rétta:

http://mbl.is/mm/frettir/sjonvarp/19632/

Rómverji

Nafnlaus sagði...

Afnám verðtryggingar kallar á nýja íbúðastefnu, því verðtryggingin er reiknuð sem fjármunir í þessu hrynjandi kerfi sem byggir á lánum.

Verkalýðshreyfingin þarf að krefjast nýrrar íbúðastefnu.

Burt með það að allir þurfa að kaupa íbúð sem þeir geta aldrei eignast! Þetta þekkist hvergi í siðmenntuðum samfélögum.