Kjartan kveður Davíð og hallar sér að Geir. Nú er barist af miklu afli bak við tjöldin hvaða fyrirtæki fá að lifa og hverjum verði slátrað. Gammarnnir eru komnir á kreik og nýta sér öll brögðin í bókinni til þess að skapa sér stöðu í þessum hremmingum.
Gamblað er með fjármuni almennings í formi væntanlegra skatta og sparifénu í lífeyrissjóðunum. Valdastéttin er að skipa nefndir sem eiga að ákveða hvaða fyrirtæki fá að kaupa niðurfærsluheimildir á skuldum sínum. Þessar nefndir fá gríðarleg völd í hendur og eiga að standan utan ákvæði gildandi laga um gjaldþrot og jafnræði kröfuhafa.
Mogginn fagnar og boðar í dag að við verðum öflugri þjóð og nú séu mikil tækifæri. Er að endurfæðast sú staða þegar spilling stóð sem hæst á Íslandi og Mogginn var alvaldur umræðunnar? Handvaldir einstaklingar sem njóti velþóknunar valdahafanna fái að velja hverjir fá áheyrn hjá nefndunum og á hvaða gengi skuldaviðurkenningin verður keypt.
Ráðgjöfum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er haldið utan dyranna, því óttast er að þeir muni koma í veg fyrir áformin. Í stað þess að við gætum séð fram á að hér skapist tækifæri til að leggja grunn að alvörusamfélagi er uppi sú hætta að horfið verði aftur til spillingartímabils ofurvaldastéttanna.
Verður ekkert gert í því að lagfæra siðgæði í viðskiptum og athöfnum stjórnvalda?
10 ummæli:
En hvernig getum við stoppað þetta?
komdu og stattu með okkur hinum á austurvelli kl 1200 alla daga og talaðu til fólksins..
er þetta eiginlega ekki spurning um hvort við fáum að hafa okkar eigin skíthæla til að stjórna okkur eða erlenda skíthæla. Bara með fullri virðingu fyrir annars hæstvirtum ráðamönnum. Ég veit ekki hvort er betra. Kosturinn við að hafa okkar eigin skíthæla að það eru meiri líkur á að maður sjálfur komist í kjötkatlana eða verði einn af þessum skíthælum
Var þetta ekki hönnuð atburðarás.
Davíð kemur og blaðrar einns og fermingarkrakki um fjármál bankanna og allt fer til andskotans. Davíð hefur kanski lítið vit á peningamálum, en hann hefur verið yfir 30 ár í stjórnmálum og þekkir klækina sem þar tíðskast. Hann hlýtur að hafa gert sér grein fyrir áhrifum orða sinna í Kastljósi. Nú komast "réttu" mennirnir til áhrifa í Íslensku atvinnulífi.
Ég skora á Ingibjörgu Sólrúnu, að þegar hún kemur heim, að slíta stjórnarsamstarfinu. Stofna starfsstjórn með hinum flokkunum og boða til kostninga fyrir jól. Setja ný lög (geta verið bráðabirðalög) um Seðlabankann og reka Seðlabankastjóra og stjórn. Sjálfstæðisflokknum ÞARF að koma frá.
,,Gamblað er með fjármuni almennings í formi væntanlegra skatta og sparifénu í lífeyrissjóðunum. Valdastéttin er að skipa nefndir sem eiga að ákveða hvaða fyrirtæki fá að kaupa niðurfærsluheimildir á skuldum sínum. Þessar nefndir fá gríðarleg völd í hendur og eiga að standan utan ákvæði gildandi laga um gjaldþrot og jafnræði kröfuhafa."
Guðmundur !
Ert þú að segja okkur að stjórnmálamenn séu´að ljúga að okkur á hverjum degi ?
Eru þessir stjórnmálamenn núna á fullu í að koma ,,sínum mönnum" að í einhverjum stjórnarnefndum ?
Ef þetta er rétt, hvers vegna segir verkalýðshreyfingin þá okkur ekkert um þetta ?
Einhverja hluta vegna stend ég í þeirri trú að það sé einmitt það sem reynt hefur verið af veikum mætti hér á þessari síðu?
Ef pistlarnir frá þvi að þessi síða hóf göngu sína fyrir tæpu ári eru skoðaðir, þá kemur fram í þeim pistlum sem hafa snúist um þróunina aðvarnir hvert stefndi. Öll þekkjum við svör ráðamanna.
En það er svo oft að ábyrgðinni er skellt á verkalýðsforystuna, þrátt fyrir að hún hafa bent á veikleika stefnu stjórnmálamanna og það eru stjórnmálamenn sem eiga alltaf síðasta orðið setja lögin og framfylgja þeim, og stjórn þeim stofnunum sem eiga að framfylgja eftirlitinu á efnahagsmálunum, ekki verkalýðsforystan
Við eigum kannski ekki margra kosta völ, en við skulum ekki semja við IMF um hvað sem er. Það er betra að ganga í gegnum tímabundnar þrengingar eða fá á okkur Rússastimpil en að taka við mögulegum ofurkostum IMF. Eina ástæðan fyrir því að ýmsir utanlands vilja ekki að við tökum Rússalánið er hræðsla um að Bandaríkin missi ítök hérna. IMF er stofnun sem er undir járnhæl Bandaríkjanna og hef ég fyrir því heimildir að fulltrúar IMF hafi verið kallaðir heim eftir að Brown og trúaðar hans beittu hryðjaverkalögum á íslensku bankanna. Þeir fengu símtal, fóru strax upp í leigubíl og út á völl. Talið er að skipunin hafi komið frá bandarískum stjórnvöldum.
Dagskrárbreytingartillaga fyrir verkalýðsforingja:
Verkalýðshreyfingin auglýsi fundi í stórum sölum.
Segi launþegum frá því hvað er að gerast.
Hvernig er hægt að skapa þrýsting á stjórnvöld?
Er þetta rétt að Sjálfstæðisflokkurinn sé morkinn og sé að skipta á milli sín hræinu?
Skrifa ummæli