Á ársfundi ASÍ var vitanlega fjallað mikið um stöðu á vinnumarkaði. Allnokkur hópur einstaklinga gefur sér þegar þeir fjalla um starfsemi verkalýðsfélaga, að umræðan snúist einvörðungu um að gerð kjarasamninga. Svo er vitanlega ekki, launamönnum er vel kunnugt þá staðreynd að til þess að tryggja atvinnu og bætt kjör þurfa að vera til vel rekin fyrirtæki. Fyrirtækin eru í sjálfu sér starfsfólkið. Það er hinn vinnandi hönd sem skapar arðinn, ekki fjármagnið eins og svo margir hægri menn telja í sinni kapitalísku veröld.
Við horfum þessa dagana yfir sviðna jörð kapítalismans. Fyrirtækin eru að verslast upp og það leiðir til minna atvinnuöryggis og lakari kjör allra. Komist fjármálamarkaður ekki gang innan mjög skamms tíma er hætta er á að fyrirtæki lendi í gjaldþroti, þrátt fyrir að um góðan rekstur sé að ræða.
Það er fyrirtækjunum lífsnauðsyn að hafa tryggt aðgengi að fjármagni. Sama gildir um sprotafyrirtæki þau þurfa aðgengi að þolinmóðu fjármagni og umhverfi sem veitir þeim rými til þess að komast yfir þróunnarskeið. Í þessu sambandi má t.d. líta til Danmerkur, en þeir hafa verið ákaflega snjallir við að byggja upp atvinnulíf sitt, þó svo þeir séu ekki jafnríkir af náttúruauðlyndum eins og við.
Í þessu sambandi má t.d. benda þá leið sem danir völdu þá leið að heimila sprotafyrirtækjum ef þau réðu fólk á atvinnuleysisbótum, þá gæti það haldið bótunum í tiltekinn tíma til þess að halda launakostnaði niðri.
Þrákelkni stjórnvalda undanfarinna ára í að halda í krónuna hefur leitt til gríðarlegra vandamála hjá sprotafyrirtækjum, eins margoft hefur komið fram í máli forsvarsmanna þeirra. Nú blasir við að mörg þeirra munu flytja úr landi verði ekki stefnubreyting hjá stjórnvöldum og þeim mun fylgja velmenntað ungt fólk.
Stefna Sjálfstæðisflokksins hefur leitt okkur sífellt lengra inn á þá braut að vera hráefnisframleiðandi. Hugsun skammtímagróða hefur alfarið ráðið það för. Það er eins og flokkurinn líti svo á að við þurfum einungis að hugsa um þá kynslóð sem nú lifir.
Fiskur er fluttur lítt unnin úr landi, og það eru álver sem flokkurinn vill til þess að nýta alla orkuna. Við endurskipulaggningu þjóðfélagsins þarf að huga að því þróa ný störf, tækni og sjálfbæra þróun. Markmið nýfrjálshyggjunar einkennast af hagræðingu í mannahaldi og launamálum. Allar ákvarðanir taka mið af skammtíma og ekki er um endurnýjun eða uppbyggingu að ræða.
Farið er inn í fyrirtækin og þau standa svo eftir óvarin fyrir áföllum, eins og blasir við okkur þessa dagana í áður gömlum og grónum fyrirtækjum. Í þessu sambandi má benda á hvernig farið hefur fyrir Thacherismanum í Englandi þegar járnbrautir, vatnsveitur og rafveitur hafa verið einkavæddar. Eftir nokkur ár er búið að hreinsa út öll verðmæti og ekki hægt að tryggja öryggi almennings og annað hvort að verður að verja skattfé til þess að kaupa hin fyrrverandi almenningsfyrirtæki aftur og byggja þau upp frá grunni eða afnotagjöld eru hækkuð ótæpilega.
Lífeyrissjóðirnir hafa um langt árabil án árangurs kallað eftir því að stjórnvöld breyti lögum um fjárfestingar sjóðanna. Það þarf að skapa forsendur fyrir aðkomu lífeyrissjóðanna að endurreisn atvinnulífsins. Leiða má að því rök að töp lífeyrissjóðanna hefðu verið töluvert minni ef þeir sem hafa mótað efnhagstefnuna á undanförnum árum hefðu farið að óskum lífeyrissjóðanna.
Þar má benda fyrst og síðast á lög um forsendur í áhættumati í eignastýringu lífeyrissjóðanna. Gera þarf lífeyrissjóðum kleift að fjárfesta í fasteignum eða fasteignafélögum, t.d. eignum sem leigðar eru einstaklingum og fyrirtækjum eða sveitarfélögum og ríkinu. Það er góður fjárfestingarkostur fyrir langtímafjárfesti eins og lífeyrissjóði að eiga fasteignir. Hér ætla ég að marggefnu tilefni að ítreka enn einu sinni, að rekstur hjúkrunarheimila er allt annar hlutur.
Hér má t.d. nefna að mörg heimili eru að fara í þrot, núgildandi lög krefjast þess að lífeyrissjóðirnir selji strax þær fasteignir, sem falla til þeirra á nauðungaruppboðum. Yfir landinu sveima hrægammarnir og þeim gæti beðið góðir bitar í þessari stöðu. Það er bæði lífeyrissjóðum og ekki síður heimilum og fyrirtækjum til hagsbóta að þeir gætu átt þær fasteignir sem til þeirra falla á nauðungaruppboðum og leigi þær til fyrri eigenda þar til þeir hafi komið undir sig fótunum á ný.
3 ummæli:
Góður pistill.
Spurningin er sú, ætlið þið vel borguðu verkalýðs forkólfarnir, nokkuð að fara að lækka gjöldin frá okkur hinum, þú veist, þessi sem eru dregin af mér um hver einustu mánaðarmót?
Geriði það og þá fer ég kannski að hlusta.
Heyrðu kallinn minn, þ.e. nafnlaus. Hvar hefur þú verið undanfarið? Það er búið að lækka félagsgjöldin um 10%. Það var gert um síðustu áramót. Þú ert ekki skyldugur að vera í verkalýðsfélagi og borga þar félagsgjöld. En reyndu þá ekki að koma vælandi þegar atvinnurekandinn tekur þig í görnina eða fá bætur úr sjúkrasjóði þegar þú verður veikur. Og ekki væla um uppsagnartíma þegar þér er hent út úr fyrirtækinu sem þú vinnur hjá þegar þér er sagt að fara fyrirvaralaust. Ennfremur skaltu endilega sjá sjálfur um þinn lífeyrissparnað. Þú getur ávaxtað hann í séreignasjóðum bankanna með tryggingu í hlutabréfasjóðum þeirra eins og t.d. Kaupþing hvatti til alveg þangað til bankinn fór á hausinn. Og þú þarft alls ekki að þiggja mótframlag atvinnurekandans. Ekki heldur biðja um orlofsaðstöðu verkalýðsfélaganna ef þú hefur efni á að fara í frí. Þú getur bara farið á fimm stjörnu hótel fyrir alla peningana sem þú sparar á því að borga ekki félagsgjöld.
Þorsteinn Úlfar
Ekki varð ég vör við neinar umræður á ný afstöðnu ASí þingi um að fiskvinnsla skipti máli sem atvinnugrein hér á landi.En þú ferð kanski að beita áhrifum sem þú hefur innan verkalýðsforustunar að fiskur fari ekki óunnin úr landi og frysti hús verði opnuð á ný.Það er sem betur fer enn til fólk kann að vinna í fiski hér á landi og ætti í staðin fyrir nauðþurftum.Kveðja Guðrún Hlín.
Skrifa ummæli