þriðjudagur, 21. október 2008

Skattsvik ofan á allt hitt

Samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum Ríkisskattstjóra hefur hópur efnafólks skotið tekjum undan skatti. Þetta eru líklega þær tekjur sem þetta fólk hefur mokað út úr íslenska hagkerfinu inn á leynireikninga erlendis. Slóðin eftir útrásarvíkingana er skelfileg og Davíð hópaði ferfallt húrra fyrir þeim og hélt þeim ásamt forsetanum langar lofræður.

Nú sver hann þetta allt af sér og kallar þá sem vöruðu við stefnu hans eftiráspekinga og gerir gys af þeim. Sama gildir um helstu forsvarsmenn efnahagsstefnu Sjálfstæðisflokksins, sem hafa mótað þessa stefnu og skapað henni rými. Þessir menn hafa mörg rústuð heimili á samviskunni ásamt því að vera valdir af því að margir hafi glatað lífeyrissparnaði sínum.

All mörgum var sagt upp í sumar og er uppsagnarfrestur þeirra að renna út núna um næstu mánaðarmót, þetta kom fram þegar forsvarsmenn verkalýðsfélaga bentu á að atvinnuástand væri ekki eins gott og forsvarsmenn Sjálfstæðisflokksins héldu fram fyrr í haust. Allmörgum hefur verið sagt upp í þessum mánuði og líkur benda til að enn fleiri verði sagt upp um næstu mánaðarmót.

Hingað til hafa stöður lífeyrissjóða og eignastýringasjóða bankanna verið óljósar, en það fer að skýrast. Það er hæðst af efnahagsstjórn Íslands um gjörvalla Evrópu og nafn Íslands beðið verulegan skaða. Hætt er við að reiðialdan meðal íslendinga muni vaxa hratt á næstunni og margir muni hverfa af landi brott. Hún hefur verið hroðvirkningsleg umfjöllun og andstaða Sjálfstæðisflokksins gagnvart endurskoðun efnhagsstefnunnar og afstöðu til ESB og Evrunnar. Það er því ekki að undra þótt margir Sjálfstæðismenn óttist og flokkurinn muni gjalda afhroð í kosningum, sem hljóta að verða haldnar áður en um langt líður.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

"Þetta eru líklega þær tekjur sem þetta fólk hefur mokað út úr íslenska hagkerfinu inn á leynireikninga erlendis."

Þetta er í sjálfu sér rangt. Þú virðist ekki skilja hvernig þetta fer fram. Sem er í sjálfu sér áhyggjuefni miðað hvað þú tjáir þig mikið.

Þessir peningar hafa einmitt ratað að mestu leyti inn í íslensk hagkerfi, hins vegar hafa menn ekki greitt til samneyslunar af þeim fyrst. Þ.e. þegar hagnaður/tekjur myndaður erlendis er tekin heim fyrir einstakling eru tvær leiðir til þess. A) Greiða arð til Íslands (10% skattur) og B) Greiða sér laun frá erlendu félag(35,75%) skattur. Engin spurning að þessi skattsvik eru alvarleg, en best að fara rétt með.

Þessi kort hafa verið notuð hér á landi, þannig fékk RSK upplýsingarnar. Þessi aðferð, kreditkortaaðferð hefur verið þekkt lengi. Bankarnir hafa boðið hana erlendis, en íslenskir ráðgjafar haft skömm á, bæði ólögmætt og augljóst að upp kæmist um síðir.

Nafnlaus sagði...

Það hefur verið öllum ljóst að þessir útrásarvíkingar höfðu frítt spil og auðvitað nýttu þeir sér það. Það má vera að hægt sé að kalla þetta "skattsvik" en ég er viss um að þeir hafa fundið nóg af smugum til að senda peningana í gegnum. Glæpurinn og vandinn sem honum fylgir og snýr að okkur sem þjóð, er að við hér heima gerðum ekkert til að setja þessum mönnum leikreglur. Glæpurinn liggur fyrst og síðast hjá okkar kjörnu fulltrúum sem eiga að standa vörð um heildarhagsmuni þjóðarinnar. Getum við ætlast til að menn sem eru sturlaðir af græðgi og siðleysi standi vörð um þjóðarhag? Ráðamenn hér töldu það vera óhætt að láta úlfinn gæta lambsins. Nú vitum við hvað það hafði í för með sér!! Að reyna að sleppa með það að 20 til 30 einstaklingar beri ábyrgð á þessu öllu saman, er í ætt við það hvernig við Íslendingar greinum vandamálin. Nei nú verða þeir sem bera fyrst og síðast ábyrgð á þessu ,stjórnmálamennirnir og yfirmenn stofnana sem áttu að fylgjast með þessu, að bera fulla ábyrgð. Ef ekki þá munu Íslendingar aldrei læra af reynslunni. Einnig þarf að umbylta verkalýðshreyfingunni því hún hefur einnig brugðist algjörlega sínum umbjóðendum!
Guðmundur, ég þekki ekki lengur skrif þín, þú er farinn að þrugla um hluti sem eru ansi aftarlega í röð vandamála þessara þjóðar. Taktu á kjarnanum, hag fólksins!!!!

Nafnlaus sagði...

Mér finnst sem óbreyttum alþýðumanni svolítið sérstakt þegar hver snillingurinn á fætur öðrum fer að réttlæta þjófnað og svik "útrásarvíkinganna" með því að yfirvöld hér hafi ekki haft - frekar en yfirvöld í öðrum vestrænum löndum - hugmyndaflug til að loka öllum mögulegum smugum sem fjárglæframennirnir fundu til að stela sparnaði bæði okkar og annarra þjóða. Það er eins og að segja mér, ef það er brotist inn hjá mér meðan ég er í vinnunni; "þér var andskotans nær að vera heima og passa húsið þitt".

Nafnlaus sagði...

Getur þú nemt mér þjóðfélag þar sem þjófar fá frítt spil og fullan stuðning frá yfirvöldum. Ef til er slíkt þjóðfélag þá er eins gott að halda sig heima og gæta búss og smala!!