þriðjudagur, 14. október 2008

Hvað gerist með inngöngu í ESB?

Hef setið nýlega tvær ráðstefnur um Evrópusambandið með þekktum hagfræðingum og háskólakennurum. Þar hefur komið m.a. fram hvað gerist ef við göngum í ESB :

Vextir munu lækka í sama vaxtastig og þeir eru á evrusvæðinu, eða á um 4% og 5% óverðtryggt á húsnæðislánum. Þetta þýðir að vaxtagreiðslur af 20 milljóna húsnæðisláni lækka um 700.000 krónur á ári. Til þess að vinna sér inn fyrir þeirri upphæð þarftu að afla um 1.3 millj. kr., eða 3ja mánaða meðallauna launamanna.

Íslenskir bankar munu fá traustan lánveitanda til þrautavara í Seðlabanka Evrópu.

Viðskipti við evrusvæðið munu aukast um 60% og landsframleiðsla um 6% til 8%.

Matvælaverð mun lækka 25%, skór og föt um 35% og almennt verðlag um 15%.

Gengissveiflur gagnvart evru munu hverfa og viðskipakostnaður mun þurrkast út.

Í daga fara um 70% utanríkisviðskipta við ESB svæðið og þar af um 50% við evrusvæðið.

Við höfum sett í íslensk lög um 75% af reglum ESB auk alls sem viðkemur vöruviðskiptum, fjármálaviðskiptum, þjónustuviðskiptum og frjálsri för starfsmanna.

Komið verður í veg fyrir kvótahopp, a.m.k. helmingur landanna í heimahöfn. Helmingur sjómanna með varanlega búsetu. Raunveruleg efnahagsleg tengsl. Fullkomið tollfrelsi þegar við inngöngu fyrir íslenskar sjávarafurðir.

Fyrir liggur að traust erlendis á Íslandi er í núlli, en samt sem áður lýsir hver ráðherra Sjálfstæðisflokksins á fætur öðrum því yfir að ekki standi til að breyta efnahags- og peningastefnunni. Þeir lýsa yfir stuðning við Davíð Oddsson og hans stefnu auk þess að þeir vilji ekkert hafa með ESB að gera og minnka þar ennfrekar á álit og traust okkar meðal Evrópulanda.

11 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Alltaf svo bjartsýnir þessir hagfræðingar...

Segðu mér annars; hvenær var það ákveðið að Seðlabanki Evrópu tæki við þrautavaralánveitendahlutverkinu af seðlabönkum einstakra aðildarríkja myntbandalagsins? Og hvernig fórst þú að því að frétta af þessari ákvörðun á undan heimspressunni?

Nafnlaus sagði...

Þetta myndbrot gengur nú manna á milli í bretlandi, textað viðtal við DO þar sem hann segir "þegar menn átta sig á því að við ætlum ekki að greiða erlendar skuldir bankanna"
Svo furðum við okkur á harkalegum viðbrögðum þeirra. DO hefur margt að útskýra fyrir næstu kynslóðum sem hann er búinn að leggja í þrældóm...

http://www.youtube.com/watch?v=26irOb_RxhU

Nafnlaus sagði...

Guðmundur !

Þú telur upp margt af því sem við munum njóta við inngöngu í ESB !

Auðvita eigum við að ganga inn í ESB !

Vonandi verður það ekki hlutskipti okkar þjóðar að handónýtir stjórnmálamenn geti alltaf eyðilagt fyrir okkur, og stöðvað vilja okkar að ganga inn í ESB !

Það eru nefnilega handónýtir stjórnmálamenn sem bera ábyrgð hvernig komið er fyrir okkar þjóð núna, með aðgerðarleysi sínu í eftirlit með fjármálakerfinu hér !

Vonandi verður ekki til neinn sjálfstæðisflokkur til að tefja fyrir , þegar fólk hefur gert upp hug sinn vegna þeirra mála sem við eru komin í !

Þá er ekkert til fyrirstöðu að ganga inn í ESB !

Nafnlaus sagði...

Með inngöngu í ESB erum við að gefa frá okkur náttúruauðlindirnar og leyfa ESB að ráða okkur. Það mun koma miklu fleira fólk hingað til að búa og ísland mun spillast. Hvaða vald myndum við 300.000 manna þjóð hafa á ákvarðanir ESB sem milljónir manna búa í? Hvaða hjálp fengum við frá "vinum okkar" í ESB eða bandaríkjunum þegar á þurfti? Þeir gerðu bara allt verra.
þeir sem ennþá heimta að ganga í ESB eftir það hvernig þeir brugðust okkur, eru eitthvað léttir í kollinum eða föðurlandssvikarar!

Nafnlaus sagði...

Auðvitað eigum við að ganga í Evrópusambandið.

Nafnlaus sagði...

Nafnlaus segir að hingað kæmi mikið fleira fólk, af hverju ætti það að breytast frá núverandi stöðu?

Nafnlaus sagði...

Ég vil nú bara minna á það að það er fullt af vörum flutt hingað inn á nokkra tolla og vörugjalda, enn verði tugum prósenta hærra heldur enn sama vara í ESB. Þettað breyttist ekki meðan við látum bjóða okkur uppá þessi verð, ESB er engin barnapía. Þar með er ég ekki að segja að ég sé á móti aðild að ESB, enn við skulum vera með það á hreynu að meðan við tökum öllu sem að okkur er rétt á þess að segja nokkuð þá verðum við látin versla á sama verði. Vextir myndu breytast það er rétt. Erum við ekki núna að láta lífeyrissjóðina okkar versla banka, þann sama banka sem greidd mönnum ofur laun með samþykki þessa sömu lífeyrissjóða. Það var ekkert sagt bara talað. Guðmundur hefur oft talað um þessi ofurlaun enn ekkert gert meira enn það. Ætlum við að hafa sömu stjórnie og framkvæmdastjóra sem voru enn með hlut í þessum bönkum sem vitað var í lok síðasta árs væru ekki vel staddir. Af hverju voru ekki þessir hlutir seldir? Og við skulum vera með það alveg á hreinu að þeir sem eru í æðstu embættum lífeyrissjóðana hafa miðað laun sín við verðbréfaguttana. Með kveðju Simmi

Nafnlaus sagði...

Varðandi það, sem næsti kommentgjafi hér á undan segir um lífeyrissjóðina, er ekki annað hægt en að spyrja þig, Guðmundur, sem sérfróðan mann um þau mál, hvort það rekist eitthvað á núgildandi lagaumhverfi lífeyrissjóða að þeir taki með beinum hætti þátt í áhætturekstri?

Nafnlaus sagði...

það er naumast.

verður kannski veðrið betra líka ef við göngum í ESB

Nafnlaus sagði...

Hans. Þetta er ekkert leyndarmál, en hefur ekki komið til fyrr en núna. Sjá http://www.ft.com/cms/s/e878a516-9ae1-11dd-a653-000077b07658,Authorised=false.html?_i_location=http%3A%2F%2Fwww.ft.com%2Fcms%2Fs%2F0%2Fe878a516-9ae1-11dd-a653-000077b07658.html&_i_referer=http%3A%2F%2Fwww.ft.com%2Fhome%2Feurope

Nafnlaus sagði...

Guðmundur, þú ert nú ansi duglegur að telja hér upp kosti ESB aðildar og þeir eru jú þó nokkrir. EN hvað um ókostina?
Hvað um náttúruauðlindir Íslendinga?
Hvað með mikilvægar ákvarðanatökur varðandi almannahagsmuni íslendinga?
Hvað með fjármálin, hver mun stýra þeim?

Það mætti halda að þú hafir bara hlustað á meðan kostirnir voru taldir upp á þessum ráðstefnum þínum eða bara heyrt það sem þig langaði að heyra.

EF ESB aðild væri svona dásamleg og einföld þá værum við nú líklega löngu gegnin í sambandið.

Spáið nú aðeins í af hverju við erum EKKI í sambandinu. Það eru ýmsar góðar og gildar ástæður fyrir því.

Og ESB aðild fylgja ekki bara lausnir, heldur líka ný vandamál.

Staðreyndin er að lang stærstur hluti almennings hefur ekki einusinni kynnt sér afleiðingar ESB aðildar á nokkurn hátt og hefur því ekki hundsvit á þeim málum sem að því snúa en heimtar samt aðild eins og það sé eina lausnin á öllum okkar vanda.