miðvikudagur, 29. október 2008

Enn einn dagur

Nú er Sterling fallið og Maradonna að verða landsliðsþjálfari Argentínu, sagði útvarpsklukkan glaðhlakkalega við mig þegar hún byrjaði sín daglegu störf. Ástæða gjaldþrotsins er að ekki fengust meiri lán frá Íslandi. Þar kom enn ein staðfesting á því sem haldið hefur verið fram að fjámálasnillin fólst í því að skiptast á bréfum og hækka gengi þeirra í hvert skipti og fá svo lán heima á Íslandi. Innistæðulaus peningagufa sem markvisst var stefnt að endaði í vasa almennings.

Ekki kom fram á því hvort karlinn Maradonna sé búinn að ná valdi á sínum vandamálum, en það er virðist vera og er fínt mál. Hendi guðs mun leiða Argentínu áfram í fótboltanum. Er þetta sönnun þess að ekkert vandamál sé svo stórt að ekki sé leið út? Argentínu tókst að laga til hjá sér en það gekk svo sem ekki vandræðalaust. Þeir fengu lán frá Alþjóðasjóðnum, en löguðu ekki til gjaldmiðilinn og það tók þá 4 klst., segir sagan að eyða öllu láninu, í að reyna að verja vonlausan gjaldmiðilinn.

En svo kynnti klukkan Agnesi til leiks og hún skammaðist út í að allir vildu bara sjá blóð og finna út hverjir hefðu tekið rangar ákvarðanir. Fólk á umyrðalaust að taka fram vinnuhanskana og halda áfram, sagði hún. Það er ekki hægt að skilja það öðruvísi en svo að að hún taki undir með sínum mönnum um að engu eigi breyta og bara þjösnast áfram í sama farinu.

Það liggur fyrir að rangt hefur verið staðið að peninga- og efnahagstefnu þessa lands og almenningur ætlar ekki að halda áfram í óbreyttu ástandi. Það verður að grafa að rótum vandans og það kallar á víkja verði þeim sem hafa haldið í hina röngu stefnu, varla verður þeim falið að sjá um uppbygginguna. Þessi bankastjórn hgefur staðfastlega haldið uppi fölsku gengi og fölskum lífskjörum. Sem leiddi til þess að fólk skuldsetti sig á röngum f0rsendum og situr nú í heimatilbúinni súpu seðlabankastjórnar.

Seðlabankastjórar norðurlandanna stóðu saman um að hjálpa okkur ekki um aur án þess að fyrir lægi samkomulag við Alþjóðasjóðinn. Semsagt þeir treystu því ekki að við myndum taka fram stóru ryksuguna og hefja hreinsum í efnahagsstjórninni. Umræðan hér heima snérist upp í að það myndi valda því að Íbúðalánasjóður yrði lagður niður og heilbrigðiskerfið einkavætt og fleira í þeim dúr og engin hefði gert neitt rangt eins og reynt er að telja okkur í trú um.

Okkur var bent á að ekki stæði neitt í þessa veru til og reyndar hefði um alllangt skeið drjúgur hluti heilbrigðiskerfisins verið einkavæddur, sem er rétt. Alþjóðasjóðsmennirnir sögðu að þeir kæmu með tillögur, en það þýddi ekki endilega að menn þyrftu að fara eftir þeim. En Davíð hefur lengi haldið í háa vexti, og varð reyndar að lækka þá um daginn til þess að halda friðinn. En nú fékk hann bandamenn og nýtti það til þess að hækka snarlega aftur. Smjörklípa segir Valgerður. Jarðaför krónunnar er hafin segja hagdeildir atvinnulífsins.

3 ummæli:

Skorrdal sagði...

Hvernig er það, Guðmundur. Hvers vegna hef ég ekki tekið eftir mótmælum verkalýðsforingja gegn einkavæðingu velferðarkerfisins? Afhverju er ég fyrst að lesa eitthvað um þetta hér og nú? Hafið þið kannski haft það of gott, í ykkar stólum, í allri þessari fölsku velmegun, að þið hafið gleymt hlutverki ykkar?

Nafnlaus sagði...

Skorrdal, og ekki gleyma setu þessarra höfðingja í lífeyrissjóðum landsins. Valdamesta afl íslensk samfélags sem starfar bakvið luktar dyr.

Nafnlaus sagði...

Er ekki kominn tími til að við sem erum að greiða af verðtryggðum lánum mætum nú á skrifstofu forsætisráðherra og skiljum þar eftir lykla að íbúðum okkar.
Látum fylgja með orðsendingu þess efnis að hann geti tekið yfir afborganir lána okkar. Við getum svo samið við hann um leigu á sannkjörnum kjörum. Líklega færum við betur út úr slíku en því að sætta okkur við að lánin okkar hækki sem nemur 100 þúsunda í mánuði hverjum.