Hvað á maður að gera? Gengisvísitalan kominn upp fyrir 207. Danska krónan að nálgast 21 kr., evran 154 kr. Á maður að segja;“Þetta sagði ég alltaf að myndi gerast vegna þess að við erum ekki búinn að taka upp traustari gjaldmiðil?“
Forsætisráðherra staðinn af því að segja ekki satt. Seðlabankastjóri borinn þungum sökum af umfangsmestu umsvifamönnum í atvinnulífinu. Viðskiptaráðjherra virðist út á þekju og ekkert vita. Samtök atvinnulífsins búinn að krefjast þess mánuðum saman að stefna Seðlabankans verði aflögð.
Spyrlarnir í Kastljósinu gripu ítrekað fram í fyrir Glitnismenn með hönnuðum upphrópunum frá Flokknum, það virkaði eins og verið væri að koma í veg fyrir að þeir gætu komið á framfæri sínum skoðunum.
Mér finnst það blasa við að stjórnvöld verði að viðurkenna að einkavæðing bankanna hefur mistekist og ríkið verður að leysa þá til sín. Þetta gerðist í Noregi 1991 og norska ríkið sleppir ekki bönkunum aftur.
Það að Landsbankinn sé að selja erlenda starfsemi sína til Straums virðist þýða að það sé verið að undirbúa sameiningu Landsbankans við Glitni með ríkið sem kjölfestufjárfesti. Það gengur ekki nema að gengi hlutabréfa í Landsbankanum verði einnig færð niður. Þá höfum við einn öflugan ríkisbanka og Kaupþing fær sín tækifæri.
Og svo eigum við að ganga til kjarasamninga. Um hvað? Eigum við að taka upp t.d. ákveðin fjölda lítra af benzíni og tiltekin fjölda af kg. af ýsu? Við blasir gjaldþrot heimila og fyrirtækja.
Hvað með álagsprófin? Fram hefur komið að evrópskir bankar voru að kaupa vafninga sem merkir voru A+. Þar voru innan um strákofar í á Bermundaeyjum. Hvað með siðferði ráðgjafa bankanna?
5 ummæli:
Þú vildir sem sagt að þeir í kastljósinu breyttu um spyrilsaðferðir þegar að Ríku guttarnir mættu...
Jájá... hentugleiki í fyrirrúmi sem alltaf hér á bæ...
Og núna er það allt í einu aumingja Ríku strákarnir á hvítu þotunum...
Magnað...
Held það sé lykilatriði að semja um laun í raunverulegum verðmætum. Sem sagt ekki í krónum.
það var nú þannig ef ég man rétt í heimskreppunni að Reykjavíkurtogararnir veiddu fisk sem seldur var ódýrt til Reykvíkinga.
Í þrengingum Rússa þá urðu margir að lifa á kartöflum og lauk. Kannski maður fari bara "back to basics" og fari að rækta kartöflur á næsta ári og fari út á Faxaflóa og veiði sér í soðið. Nema það sé orðið bannað líka, séu bara veiðihlunnindi sjóstangveiðimanna.
Ég er ansi hræddur um að það þurfi verðtryggingu í launin !
Ég veit hins vegar að það eru draumórar, svipað miklir draumórar að fá verðtryggingu af lánunum okkar.
Eina raunhæfa leiðin er þá að fá borgað í Evrum, Norðurlandagjaldmiðli eða einhverju þannig - ekki dollurum þó.
Það blasir við gjaldþrot fjölskyldna, sérstaklega fólks undir 35 (kannski fyrir utan L.Welding) - þar sem örfáir munu sleppa.
Ég spyr því: hvað ætlar atvinnulífið, ríkisstjórnin og einræðisherrann (D.O.) að gera í því ????
Á kynslóðin sem er fædd á milli 1970 og 1985 að axla ábyrgð fyllerís fyrri kynslóða ???
Ég sé alla veganna ekki lengur ljósið í svartnættinu - ég er hræddur um að flytja í bílskúrinn hjá tengdó fyrir sumarið. Ég sé fyrir mér að allir bílskúrar verði þétt setnir fyrir næsta sumar.
Kæru ráðamenn í bananalýðveldinu:
Kippið þessu í liðinn áður en það er of seint (ef það er það ekki nú þegar)...
...eða tökum upp dollarann frá Simbabve.
Örn
Langar að benda þér á frábæra síðu með ótrúlega góðum greinum og greiningum á fjármálunum, og þegar menn eins og Geir HH segja að enginn hafi geta seð þetta hrun fyrir og eitthvað bla bla þá er það alsendis ekki rétt , langt frá því
http://www.vald.org/ Segir hreinlega sannleikan í þessum málum
Góðar stundir
Skrifa ummæli