Með hverjum deginum sem líður þá batnar umfjöllun fjölmiðla um hrunið og aðdraganda þess. Ég er ekki einn um að hafa gagnrýnt hversu grunn umfjöllun fréttamanna hefur oft verið og ekki síður hvernig sumir viðmælenda þeirra hafa komist athugasemdalaust upp með innistæðulausar og órökstuddar fullyrðingar.
Mjög líklega er ein helsta skýring þess hversu fámennar fréttastofur eru ásamt því hve lítinn tíma fréttamenn fá til þess að kafa í fréttir og fylgja þeim eftir. Hafi næga þekkingu á málinu svo viðmælendur komist ekki upp með innihaldslaus svör, jafnvel komast upp með að beina athyglinni að einhverju öðru en spurt er um, smjörklípuaðferðinni þekktu.
Umræða undanfarinna daga hefur dregið fram með hvaða hætti fjármálamenn hafa í skjóli hliðhollra stjórnvalda leitt yfir íslensk heimili ómælda skelfingu. Loks eru fréttamenn farnir að beina sjónum sínum að rót hins spillta samfélags.
Við munum það svo vel að það voru málsvarar Sjálfstæðisflokksins sem hrósuðu sér fyrir hversu góðu umhverfi þeir hefðu komið á fyrir fjármálamennina og hversu mikla fjármuni það myndi draga ú þjóðarbúið að fá enn fleiri hingað.
Þeir reyndust síðan þjóðinni með þeim hrikalega hætti og komið er fram. En þá vilja Sjálfstæðismenn ekki kannast við gjörðir sínar og sverja af sér þann ósóma sem þeir höfðu alið upp og skapað svigrúm með reglu- og lagaleysi sínu. Frjálshyggjan vill ekki lög og reglur, en öll önnur siðmenntuð stjórnvöld hafa litið á það sem sjálfsagða skyldu sína að verja þjóðfélagsþegna fyrir fjárglæframönnum.
2 ummæli:
Guð láti gott á vita.
Betur má ef duga skal.
Fékk þessa aths. í gegnum póstinn:
Sæll Guðmundur
Þú talar í greininni um hliðholl stjórnvöld . Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið afskaplega hlið hollur kvótabröskurum og öðrum kvótalordum.
Í fréttum kvöldsins kom framm að nú eiga landsmenn að taka á sig skuldir og óráðsíu útgerðarmanna.Bankarnir ætla að fella niður óhagstæð lán útgerðarmanna og láta þjóðina blæða.
Þvílík skömm má aldrei verða.Vona að batnandi fréttamenn helli sér í þessa skömm bankana. Það á frekar að taka veðsettan kvótann uppí skuldirnar.Og stofna kvótaleigu ríkisins.
Guðlaugur
Skrifa ummæli