Það er einhver sem í sífellu klifar á því í athugasemdakerfinu hvaða laun ég hef. Þessar upplýsingar má finna á heimasíðu Rafiðnaðarsambandsins. Einnig hafa laun mín verið birt á launablaði Frjálsrar verzlunnar. Þar er reyndar einhver útreiknuð tala.
Hér er bréf til RSÍ sem birt var á heimasíðunni:
Sæl öll, í ljósi umræðunnar undanfarna daga langar mér til að spyrja RSÍ hvort félagið eða félög innan RSÍ hafi átt fulltrúa í bankastjórnum einhverra banka líkt og VR sannanlega átti ?
Situr einhver á vegum lífeyrissjóðsins okkar í sambærilegum nefndum eða stjórnum?
kveðja, Árni Haraldsson
Sæll Árni. Nei engin úr forystu RSÍ eða aðildarfélaga situr eða hefur setið í stjórn banka.
Sama á við um stjórnarmenn eða aðra hvað varðar lífeyrissjóðinn okkar
Undirritaður situr í einni launaðri nefnd þ.e. starfsmenntaráði Félagsmálaráðuneytis og fæ fyrir það 5 þús. kr á mán.
Ég hef aldrei verið aðalmaður í stjórn lífeyrissjóðs, en hef ég verið varamaður í stjórn lífeyrissjóðs rafiðnaðarmanna síðustu 2 ár. En stjórnarmenn eru heilsuhraustir þannig að ég hef ekki þurft að mæta í stað aðalmanns.
Ég sat fyrir um 10 árum í stjórn SR á vegum lífeyrissjóðsins, það er eina stjórn fyrirtækis sem ég hef setið í á vegum Rafiðnaðarsambandsins og lífeyrissjóðsins. Nýtti stöðu mína til þess að gera kröfur um leiðréttingar á launum starfsmanna sem voru að byggja verksmiðjuna í Helguvík. Leiðarahöfundur Moggans missti stjórn á sér og helti sér yfir mig að nýta aðstöðu mína með þessum hætti og mér var hent úr stjórninni á næsta aðalfundi.
Eftir því sem ég best veit þá situr einn miðstjórnarmaður í Rafiðnaðarsambandinu í velferðarnefnd á vegum sveitarstjórnar.
En allnokkrir forystumenn í Rafiðnaðarsambandinu eru virkir í fjölmörgum nefndum á vegum íslenskrar og norrænnar verkalýðshreyfingar. Þær eru allar ólaunaðar
Kv Guðmundur
Úr launakönnun Capacent innan Rafiðnaðarsambandsins í september síðastliðnum, Úrtak var 1.200 og svörun 63%:
Meðalregluleg laun (það eru laun fyrir 40 stunda vinnuviku, að öllu meðtöldu, bónusum og hverskonar öðrum greiðslum.
Karlar með sveinspróf eða meira 354.þús. kr.
Konur með sveinspróf eða meira 407.þús. kr.
Rafkonur eru með 15% hærri regluleg laun er rafkarlar.
Meðalheildarlaun rafiðnaðarmanna
Karlar með sveinspróf eða meira 474.þús. kr. Meðalyfirvinna rafkarla er 31 klst. á mán
Konur með sveinspróf eða meira 449.þús. kr. Meðalyfirvinna rafkvenna er 19 klst. á mán.
Laun starfsmanna Rafiðnaðarsambandsins eru bundin einum kjarasamninga sambandsins í einu og öllu og er haldið utan um þau á vegum kjörinnar launanefndar. Engin starfsmanna situr í þeirri nefnd.
Laun formanns Rafiðnaðarsambandsins eru þau sömu og aðrir starfsmenn hafa. Starf formanns er í raun framkvæmdastjórastarf fyrir sambandið. Nokkrir starfsmanna auk formanns vinna út á mörkinni og er gert að mæta á eigin bifreið vegna flækings á milli vinnustaða og fundarstaða og fá fyrir það greiddan fast km.gjald samkv. umræddum kjarasamning, það tekur mið af meðalakstri.
Vinnutími hjá stéttarfélagi er ákaflega óreglulegur, mikið um kvöld og um helgar til þess að hitta félagsmenn utan þeirra vinnutíma og sitja fundi. Þeir sem sinna þessu starfi fá greiddan fastan yfirvinnutíma.
Formaður RSÍ er með 12 klst. fleiri yfirvinnustundir en fram kemur í kjarakönnuninni hér að ofan og verkstjóraálag í samræmi við kjarasamninginn. Starfsmenn RSÍ eru 11. Auk þess eru 2 á Fræðsluskrifstofu rafiðnaðar. 1 er á Ákvæðisvinnustofu og 5 fastráðnir i í Rafiðnaðarskólanum auk fjölda lausráðinna kennara.
Heildarlaun formanns Rafiðnaðarsambandsins með öllu eru um 700 þús. kr. á mán. Hér er átt við pylsuna brauðið, sinnepið steikta laukinn og allt. Allir bónusar, bílapen. og yfirv.
22% félagsmanna Rafiðnaðarsambandsins eru með hærri launen formaðurinn, samkvæmt könnun Capacent.
Formaður RSÍ býr í timburhúsi í Grafarvogi sem hann byggði að mestu sjálfur ásamt sonum og tengdasonum fyrir 22 árum síðan. Enda er hann iðnaðarmaður og starfaði sem slíkur alllengi. Húsið er 85 ferm. að grunnfleti með innbyggðum 35 ferm bílskúr. Efri hæð er undir risi og er um 70 ferm. Formaður RsÍ brá á það ráð fyrir 8 árum síðan að byggja 10 ferm. sólstofu undir altani efri hæðar, til þess að geta tekið á móti börnum og barnabörnum. En hann býr við mikið barnalán, á 6 börn og 11 barnabörn.
Í lok þessa má minna á að kjarasamningar eru ákvæði um lágmörk í þeirri starfsgrein sem samið er um og á því svæði sem starfað er á. Öðrum stéttarfélögum er fullkomlega heimilt að semja um betri kjör en RSÍ og eins er öllum vinnuveitendum heimilt að greiða hærri kjör. Þetta er tekið fram vegna fullyrðinga um að RSÍ standi í vegi fyrir því að aðrar starfstéttir geti ekki samið. Sem er vitanlega út í hött.
11 ummæli:
Blessaður vertu ekki að hafa áhyggjur af þessu liði sem reynir að gera þig tortryggilegann. Ég er enganvegin sammála öllu sem þú skrifar en lít samt á þitt framlag sem bráðnauðsynlegt og margfalt athyglisverðara en allt það sem komið hefur úr ráðuneytunum.Við erum þjóð í stríði við valdaklíku, það ætlast enginn til að heil þjóð sé sammála um alla skapaða hluti. Við erum þó öll sammála um að breytinga er þörf, látum ekki skósveina valdaklíkunnar reka fleyga í samstöðuna um grundvallarmálin. Stattu þig, þín rödd er meðal þeirra sem verða að heyrast !
Gott og blessað en annað "smámál". Skrifarðu á Eyjuna í eigin nafni eða Rafiðnaðarsambandsins? Hvers vegna vill svo til að það er auglýsing á vefsíðunni frá Rafiðnaðarsambandinu um aldur og ævi en ekki á öðrum fréttamiðlum? Ég hef spurt þessa áður hér en ekkert svar birst, svo ég hafi séð.
Guðmundur...þú ert langflottasti verkalýðsforingi á Íslandi!
Skil ekki þetta lið sem er að bögga þig. Ætti að beita kröftunum þar sem þörf er á þeim.
Gott hjá þér Guðmundur :)
Kv. Jónína
Enn og aftur afhverju talar þettað lið ekki um þau lágulaun sem atvinnurekendur eru að borga fólki. Ég held að þeir sem mest velta sér uppúr launum annara einsog Guðmundar eða Báru í Glitni er það fólk sem hlustar á fréttir og spjall þætti án þess að hugsa nokkuð. Bræðurnir sem stjórna Reykjanesbæ, Sjóvá og formaður SA þótt það frábær lausn að lækka sitt fólk um 10%, þá datt þessu liði ekki að tala um hvað þettað fólk sem ákvað þettað væri með í heildarlaun það er í nefndum og ráðum annarsstaðar. Nei það rífst og skammast yfir launum um 1,5 miljón sem kanski um 1% launamanna hafa enn þeir sem eru að fá laun undir fátækramörkum eru kanski um 5% enn þettað lið hefur engan áhuga á að tala um það. Kanski eru þessir sömu að greiða fólki þessi laun. Hef sagt það áður Guðmundur er að vinna gott verk og á þessi laun skilið á meðan hann vinnur vel fyrir okkur. Kv Simmithilan
Ég er kominn aftur, sami leiðindagaurinn og biður um skýringu á auglýsingu á Eyjunni frá Rafiðnaðarsambandinu.
Það er nefnilega mikilsvert að hverskonar forkólfar fyrir almenning og hagsmunahópum sýni að þeir séu trúir í litlu áður en þeim er treyst fyrir miklu.
Hvernig stendur á þessari langvarandi auglýsingu frá Rafiðnaðarsambandinu á sama fréttamiðli og formaður þess er fastapenni á, auglýsing sem ekki verður séð að birtist annars staðar.
Spilling er spilling, þó í litlu sé.
Þessa auglýsingu hef ég séð á ruv.is og visir.is
Kannski hefur RSÍ ákveðið að auglýsa á þeim stöðum sem þeir áætla að rafiðnaðarmenn sækja, t.d. þar sem formaðurinn skrifar.
Kannski er það spilling, en er ekki kröftum okkar betur varið í t.d. að pæla í spillingu og/eða óhæfi Fjármálaráðherra varðandi IceSlave ??
Á eyjunni finn ég eftirtaldar auglýsingar:
Doktor.is
Bílasölur
Sambíóin (Lógó)
Dóttir myndasmiðsins
Vodafone
Securitas (Vefmyndavél)
Bókaauglýsing frá Tindi
Egils pilsner
Fit Félag iðn- og tæknigreina
ABC matreiðslubókin frá ABC barnahjálp
Tryggingamiðstöðin
Bóksala stúdenta
Dimmar rósir
Betra form.is
Íbúðalánasjóður
Vörður
Sæmi rokk og Hljómagangur frá Æskunni
Vetrarsól
Segðu mömmu að mér líði vel
Leitin að barninu í gjánni.
Það er engin auglýsing frá Rafiðnaðarsambandinu.
Prófaðu að ýta á refresh takkan á browsernum þínum, þetta liggur áreiðanlega í cache (biðminni) á vélinni þinni. Gætir líka prófað að fara í clear cache.
Og reyndu svo að finna eitthvað sem máli skiptir til að tuða út af. Nafnlausa asshole.
Þorsteinn úlfar Björnsson
Kæri Þorsteinn Úlfar. Látum ekki eins og þetta skipti ekki máli. Mér þætti gott að fá svar frá GG sjálfum varðandi auglýsinguna. Hún er ennþá inni, þó þú finnir hana ekki (kannski ertu of bráður).
Við hljótum öll að vera að leita að þeim leiðtogum sem við getum lagt traust okkar á þessa dagana. Eins og ég sagði hér áður að þá þurfa menn að sýna að þeim sé treystandi fyrir litlu, svo treysta megi þeim fyrir miklu. Þetta er grundvallaratriði.
Svo kýs ég áfram að vera nafnlaus því ég er hræddur um að þú (miðað við orðbragðið) komir annars heim tíl mín og berjir mig með járnstöng fyrir það eitt að tjá mig með hófsömum hætti.
Flott framtak. Ótrúlegt hvað fólk nennir að liggja og tuða yfir smámálum þegar hundurinn liggur grafinn á öðrum vígvelli.
Snúum okkur frekar að því að bjarga fólkinu í landinu perónulega finnst mér það vera það allra mikilvægasta í dag.Hvort auglýsing sé inni eða ekki eða annað þá held ég að formaður rafiðnarasambandsins sé einn af fáu heiðarlegu mönnum á landinu.
Gaman að því að sjá þig vitna í slaginn sem tekinn var í fiskimjölsbræðslunni í Helguvík en ég man mjög vel það sem gerðist þar, þar sem ég var einn af þeim sem kom þar við sögu og man það orðrétt sem þú lést hafa eftir þér í DV þegar allt var komið í hnút og Þórður sem var í frosvari fyrir SR vildi ekkert opna á að leiðrétta yfir í mælingu.En þá sagðir þú að Þórður skyldi gera sér grein fyrir því að lífeyrissjóðirnir væru stór eignaraðili í SR-mjöl og þú myndir fara fram á stjórnarfund og þar ætlaðir þú að fara fram á að hann yrði rekinn.
Deilan leystist grunsamlega fljótlega eftir þetta útspil.
Segi nú ekki annað en að svona eiga verkalýðsforingjar að vera.
Skrifa ummæli