miðvikudagur, 24. desember 2008

Spírall niður á við

Spírall niður á við hefur verið að myndast seinni hluta þessa árs og virðist ætla að herða enn frekar á sér á næsta ári. Stór þáttur myndun þessa umhverfis eru röð rangra ákvarðanna núverandi ríkisstjórnar. Aðilar vinnumarkaðs hafa árangurslaust reynt að koma stjórnvöldum í skilning um hvert stefni.

Það að keyra framkæmdir niður leiðir til þess að fyrirtækin verða draga saman og fækka starfsfólki. Það leiðir til þess að fjölgun verður á atvinnuleysiskrá. Það skapar svo aftur á móti vaxandi fjölda þeirra sem eru tilbúnir að taka til hendinni stund og stund, svart svo þeir falli ekki af bótum og missi margskonar réttindi. Sem skapar aftur að þau fyrirtæki sem nýta sér þessa stöðu geta tekið að sér verkefni fyrir mun lægra verð en fyrirtæki sem eru að reyna að hafa allt samkvæmt reglum samfélagsins.

Þetta leiðir til þess að um 40% af veltunni fer fram í neðanjarðarhagkerfinu. Starfsmenn í þessu umhverfi greiða ekkert samfélagsins, en fá ýmsar bætur vegna lágra tekna. Ég hef margoft leitt rök að því að það kæmi í bak stjórnvalda að draga svona úr framkvæmdastigi.

Norðmenn lánuðu sveitarfélögum umtalsverðar upphæðir vaxtalaust svo þau gætu staðið í nauðsynlegum framkvæmdum. Finnar segja það sín stærstu mistök að keyra atvinnul´fið niður í þeirri kreppu sem þeir lentu í árið 1990. Það er fjöldi verkefna sem eru nauðsynleg fyrir stjórnvöld þó svo við séum á kreppustigi. T.d. er gríðarleg vöntun á félagslegu húsnæði og eins að byggja upp tryggan leigumarkað.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það er eins og menn skilji ekki, að besta leiðin til að draga úr skellinum, er að halda fólki í vinnu. Þannig vinnst margt: 1. Fjárhagsleg geta er meiri. 2. Meiri líkur á því að fólk standi í skilum. 3. Ríkið fær meiri skatttekjur, sem eykur möguleika þess til framkvæmda.

Ég hef hvatt til þess að hluta af atvinnuleysisbótum verði varið í styrki til fyrirtækja gegn því að þau haldi fólki í vinnu. Ég veit að þetta getur kallað á svik, en það er sjens sem við verðum að taka. Mér finnst betra að borga fyrirtækjum fyrir að hafa fólk í vinnu, en að borga fólki fyrir að hafa ekki vinnu.