fimmtudagur, 4. desember 2008

Hvar er botninn?

Hvar er botninn? Hversu langt niður þurfum við að falla? Almenning er farið að þyrsta eftir að geta staðið í fæturnar og spyrnt sér upp á við.

Það er búið að afskrifa 30% af lánum bankanna. Lækka laun hjá nokkrum hluta þjóðarinnar um allt að 10%. Það er 18% verðbólga. Vextir 25%. Krónan fallið um helming. Kaupmáttur hrapað um 15%.

Búið að taka liðlega eina landsframleiðslu að láni. Atvinnustigið hrapar í hverri viku og stefnir í að vel á annan tug þúsunda verði atvinnulaus í byrjun næsta árs og álíka fjöldi er horfinn af vinnumarkaði og farinn erlendis. Auk þess hafa um 5000 horfið af vinnumarkaði inn í skólana.
Eru stjórnvöld að sökkva þjóðfélaginu dýpra en þörf er á?

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Væri ekki sanngjarnt að ef það er búið að afskrifa 30% af skuldum þeirra sem komu okkur í þetta fen, að afskrifa 30% af skuldum okkar hinna ?

Ég bara spyr.... Þá væri ástandið núna eins og rétt fyrir kreppu....

Öddi

Nafnlaus sagði...

http://betraisland.eyjan.is/2008/12/03/nyja-stjornarskra/

Nafnlaus sagði...

Er ekki botninn sá að verkalýðsleiðtogar vilji ekki lækka laun sín og beri fyrir sig röng skilaboð til vinnuveitenda? Laun þín eru sögð um 800000 kr og þá sennilega án allra aukaþóknana! Væru það voðaleg skilaboð til vinnuveitenda að lækka sig um 10 % ens og margir launþegar hafa þurft og viðurkenna þar með að það gengur hálf illa að ná endum saman í þjóðfélaginu!
Ragnar

Nafnlaus sagði...

Já,þangað til Davíð nær sínu fram!
Að koma sökinni á hruninu á einn mann, Jón Ásgeir!!!!

Nafnlaus sagði...

Byjar nú þessi helv.. vitleysa að tala um laun sem eru kanski 800-1900 þúsund. Það kalla ég að skemmta skrattanum. Því að þeir sem eru fá greidd laun frá 150-200 þúsund græða ekkert á þessari umræðu. Og eiga ekkert betur með að lifa af þessum smánar launum, þó menn velta sér uppúr þessu. Þeir sem greiða þessi laun elska umræðu um laun t.d. bankastjórana því á meðan er ekkert verið að ræða um laun þeirra lægstlaunuðu. Ég vil að verkalýðsleiðtogar hafi góð laun því ef þeir standa sig ekki þá fara þeir í næstu kosningum í félaginu. Hættið þessari vitleysu og ræðið frekar hægt væri að setja lög um að lámarkslaun myndu nægja fyrir framfærslu og það væri til útreikningur um lámarksframfærslu.Kveðja Simmi

Nafnlaus sagði...

Gunnar Sigurðsson hefur með frumkvæði sínu að borgarafundum í Iðnó og Háskólabíói gert þjóðinni ómetanlegt gagn. Hann er mjög líflegur, röggsamur og réttsýnn fundarstjóri. Þegar hann brá sér af sviðinu smástund í gærkvöldi, tók við maður sem ekki réð nógu vel við þetta fundarform, enda ekki öllum lagið. Fundurinn komst svo aftur á skrið þegar Gunnar birtist á ný. Einu sinni dundu þó fullmargar spurningar samtímis á forseta ASÍ, enda hefur hann margt að svara fyrir.
Verkalýðsforystan hefur að miklu leyti sofið á verðinum að undanförnu. Guðmundur Gunnarsson hefur þó haldið úti góðri bloggsíðu með öflugum málflutningi, en lítið sem ekkert heyrst frá öðrum. Guðmundur virðist þó því miður hafa komið með neikvæðu hugarfari á fundinn í gærkvöldi eins og lesa má úr færslu hans 6. des., "Háskólabíó á mánudag".
Gylfi Arnbjörnsson hefur talað eins og ASÍ væri eitthvað lítilfjörlegt kontór úti í bæ, en ekki öflugustu samtök launafólks í landinu. Krafa hans um afsögn tveggja ráðherra og þá yrði bara allt í lagi, er auðvitað ekkert annað en máttleysislegt hálfkák. Krafa meirihluta þjóðarinnar er að öll ríkistjórnin víki og undir þá ófrávíkjanlegu kröfu á ASÍ auðvitað að taka af fullum þunga. ASÍ hefði einnig átt að hvetja sitt fólk til að fjölmenna á fundina á Austurvelli.
Þeir kraftmiklu fundir hafa haft mikil áhrif, en nú virðast virkari aðgerðir ætla að taka við þeim kyndli sem þar hefur verið tendraður.