Stökk út af samningafundi í gær og fór í Borgarleikhúsið að sjá sýningu Ladda, en fram hefur komið að sýningarnar séu að hætt. Laddi er fyrir löngu orðin þjóðareign eins og fram kemur í aðsókn á sýningar hans, 120 sýningar og alltaf uppselt.
Það var fín stemming í húsinu, sýningargestir á öllum aldri allt frá 10 ára og upp úr. Laddi hentar öllum aldurshópum. Sýningin samanstendur af leiknum „sketsum“ og uppistandi. En tónlistin er ráðandi alla sýninguna.
Ég hef lengi verið þeirrar skoðunnar að Laddi sé einn albesti karlrokksöngvari sem við íslendingar höfum átt. Hann er mjög taktviss og með áberandi gott „timing“. Röddin og raddsviðið fellur mjög vel þessari tegund tónlistar.
Mér hefur einnig fundist að skort hafi umfjöllun um hveru góður lagasmiður Laddi er. Um textagerðina þarf ekki að fjalla.
Semsagt mjög kvöldstund. Margfallt betri og skemmtilegri en margra daga þjark og löngum fundum um kaup og kjör.
1 ummæli:
Laddi er einfaldlega besti gamanleikari allra tíma.
Rögnvaldur
Skrifa ummæli