Í gær kom forsætisráðherra fram í fjölmiðlum og sagði ASÍ vera með ósannindi um að þær hækkanir sem ríkisstjórnin keyrði gegn myndu hækka vísitöluna og um leið lán landsmanna. Hann kom svo aðeins síðar og viðurkenndi að þetta hefði verið rétt hjá ASÍ, en svo komu aldeilis fáránlegar útskýringar og útúrsnúningar. Manni er talið í trú um að Geir sé velmenntaður hagfræðingur.
Geir hefur margítrekað verið staðinn að því að fara með ósannindi um hag landsins og oftast hengt sig í einhverjum ásökunum á samtök launamanna. Í þessu sambandi má vísa til ummæla hans um efnahagsmál og stöðu bankanna þegar ASÍ krafðist þess síðasta vetur lagt væri upp 2 – 3 ára plan til þess að takast á við efnahagsvandann. Geir gaf alltaf út yfirlýsingar um að allt væri í lukkunar velstandi og hann ætlaði ekki að láta atvinnulífið segja sér fyrir verkum.
Nú hefur komið fram að allir forsætisráðherrar og seðlabankastjórar Norðurlandanna ásamt forsætisráðherra Englands ræddu oft við Geir fyrri hluta þessa árs um hversu alvarleg staða Íslands væri. Einnig segist Seðlabankastjóri Ísland hafa átt fund með ríkisstjórninnu í vor og bent henni á að íslenskir bankar væru í raun gjaldþrota. Það kom síðar fram að þetta var víst eitt símtal við Geir. En það liggur fyrir að Geir sagði þjóðinni sísvitandi ósatt.
Dagana fyrir hrunið sagði Geir við þjóð sína að þetta myndi bjargast ef lífeyrissjóðirnir kæmu heim með 200 Mia af eignum sínum. Forsvarsmenn lífeyrissjóðanna sögðust ekki gera það nema að Geir gengi til samstarfs við aðila vinnumarkaðs um 2 – 3 ára plan um að takast á við efnahags- og gjaldeyrisvandan, því annars væri verið að henda þesusm peningum á glæ. Þessu hafnaði Geir og gaf út þá yfirlýsingu að hann teldi kröfur lífeyrissjóðanna óaðgengilegar. Nokkrum dögum síðar hrundi allt og kom fram að það var rétt að Geir ætlaði sér að henda þessum fjármunum á glæ, bara til þess að bjarga málunum í nokkurn tíma.
Síðan þá hefur Geir verið með allskonar aðdróttanir garð samtaka launamanna og ekki síður í garð nágrannalanda okkar. Nú hefur komið í ljós að allt frá því um miðjan október hefur legið fyrir samkomulag við Alþjóðagjaldeyrisvarasjóðinn og hvað ríkisstjórnin yrði að gera. Allan þennan tíma hefur Geir sagt þjóð sinni ósatt.
Nú reiknar maður með að aðrir ráðherrar hafa búið yfir samskonar vitneskju. En ef marka má ummæli viðskiptaráðherra þá er nú ekki einu sinni hringt í hann og hann fær fréttir af því hvað ríkisstjórnin er að gera í Morgunblaðinu.
5 ummæli:
Margt satt og rétt hjá þér Guðmundur. Þið verkalýðsleiðtogarnir verðið líka að hlusta og tjá skoðanir annarra en þeirra sem tjá sig opinberlega. Þið eruð meðal fárra sem heyrið í þeim. Það gildir ekki um þá aðila sem hafa öll viðbrögð almennings úr fjölmiðlum. Viðbrögð Gylfa eru að mínu mati þannig að hann túlkar vilja þeirra sem æpa opinberlega. Verkalýðsleiðtogarnir eiga að tjá skoðanir þögla meirihlutans sem vill aðgerðir til að vinna bug á kreppunni og jafnframt að jafna byrðarnar, sérstaklega á meðan versta tímabil kreppunnar stendur yfir. Gylfi er bara ekki trúverðugur í þessum upphrópunarstíl.
Nú erum við að tala saman Guðmundur ...meira svona!
Þakkir,
Elísabet
Já, en vandinn er einmitt þessi að það er nánast sama til hvaða aðgerða verður gripið. Kostnaðurinn veltur yfir á launafólkið í líki verðtryggingarinnar. Ef þú segir eitthvað annað Guðmundur, þá ert þú sjálfur að ljúga!
Maður bjóst svo sem við því að byrja að borga brúsann fyrr en síðar. Myndi borga með glöðu geði ef menn í ábyrgðastöðum (sem virðast reyndar ekki vera það þegar öllu er á botninn hvolft) fara að hypja sig og leyfa nýjum mönnum að komast að, mönnum sem ekki voru sekir um afglöp í starfi. Þegar þeir eru farnir er ég til í að lepja dauðann úr skel - þá eru áherslurnar líka breyttar og enginn ljúgandi að manni stanslaust í hverjum fréttatíma, svo ekki sé minnst á hve Geir og Ingibjörg tala niður til fólks sem spyr óþægilegra spurninga. Ég veit að ansi margir eru sammála mér. Það eitt að skipta út ráðherrum hefði verið bót í máli og henda FME-mönnum út svo eitthvað sé nefnt. Heilt land getur ekki farið á hausinn án þess að einhverjar mannabreytingar verði gerðar - annað er fásinna.
Ert þú launamaður, Guðmundur? Hvað er það þá? Maður með tæpa milljón á mánuði eins og þú?
Skrifa ummæli