laugardagur, 6. desember 2008

Fundur á Austurvelli kl. 15.00

Austurvöllur 6.des.kl.15.00

Áfram halda hinur mjög svo þörfu fundir Harðar Torfa með friðsamlegum mótmælum á Austurvell.

Þanga að hafa streymt þúsundir manna á Austurvöll til þess að krefjast afsagnar núverandi stjórnar Seðlabankans, afsagnar núverandi stjórnar Gjaldeyriseftirlitsins og nýrra kosninga.

Þessir fundir hafa greinilega farið í taugarnar á valdhöfum, þeir hafa ásamt fjölmiðlum gert lítið úr aðsókn oft gefið upp tölur sem eru einungis brot af þeim fjölda sem komið hafa. Í fyrstu kölluðu valdhafa þetta skrílslæti og saurgun á þjóðfélaginu. En almenningur hefur ekki látið sér segjast og haldið áfram og að undanförnu hafa fjölmiðlar farið að fjalla um fundinu. En þetta ferli segir okkur allt um hvert þjóðfélag okkar var komið, með spilltustu stjórnmálamenn Evrópu í broddi fylkingar.

Yfirskrift fundanna hefur verið "Breiðfylking gegn ástandinu ". Fundurinn hefur einnig það markmið að sameina þjóðina og skapa meðal hennar samstöðu og samkennd.Svo sannarlega er farið að gæta titrings meðal valdamanna vegna mótmælanna en betur má ef duga skal. Ekkert óttast sitjandi valdamenn meira en fjölmenn mótmæli og því er um að gera að fjölmenna.

Að þessu sinni ávarpa fundinn:Gerður Kristný, rithöfundur og Jón Hreiðar Erlendsson

Engin ummæli: