Þau viðhorf sem koma fram í umræðum þingmanna um eftirlaunalögin segja allt um hvernig þingmenn starfa þegar kemur að þeirra eigin skinni. Þeir afgreiða á nokkrum klst. lög sem skerða kjör öryrkja og lífeyrisþega um 4 milljarða. En það tekur nokkur ár að fá fram umræðu um þau kjör sem þeir skaffa sjálfum sér. Sumir alþingismenn halda því jafnvel hiklaust fram ekki sé um nein umfram kjör að ræða.
Til að minna enn einu sinni á um hvað málið snýst. Umframlífeyriskjör þingmanna að jöfnu við 23 - 35% mánaðarlega launauppbót. Í dag ávinna launamenn í almennum lífeyrissjóðum sér árlega lífeyrisrétt sem nemur frá 1.2% til 1,47%. Fyrir sama iðgjald ávinna ríkisstarfsmenn sem eru á A deild sér lífeyrisrétt sem nemur um 1,9%. Það er 20% hærri réttindi en sjóðfélagar í almennu lífeyrissjóðanna afla sér.
Auk þess hafa ríkistarfsmenn og þingmenn tryggingu frá ríkissjóð um að ávöxtun þeirra sjóðs skiptir engu þar þarf aldrei að skerða. En þingmenn settu aftur á móti lög um að almennir lífeyrissjóðir verði að skerða réttindi eigi þeir ekki fyrir skuldbindingum. Allir lífeyrisjóðir hafa tapað miklu vegna hruns bankanna. Þetta skiptir lífeyrissjóð opinberra starfsmanna og þingmanna engu þeir sækja skaðan beint í ríkissjóð.Réttindastuðull þingmanna er í dag 3%, það er 120% hærri ávinnsla en almennir launamenn hafa. Í kattarþvottatillögunni á að lækka hann í 2,4% af launum. Þingmenn eru 29 ár að ávinna sér 70% eftirlaunarétt. Almennir launamenn eru 41 ár að ávinna sér 56%.
Í kattarþvottartillögunni á ekki að afnema “dúsuna” frægu sem Davíð stakk upp í Össur, Steingrím og Guðjón til þess að fá þá til þess að renna eftirlaunafrumvarpinu í gegn. Kaflinn um sérlaun þingflokksformanna á að standa óbreyttur.
Allt annað en afnám eftirlaunalaganna í heild sinni og að þingmenn og ráðherrar njóti sömu lífeyrisskjara og aðrir opinberir starfsmenn er óásættanlegt og framhald spillingar.
1 ummæli:
Skítapakk er svona með vægari orðum að nota um þetta hyski!
Ragnar Eiríksson
Skrifa ummæli