Háskólaprófessorarnir Páll Skúlason heimspekingur og Sigurður Líndal lögspekingur hafa ítrekað bent á hversu löskuð íslensk umræðulist sé. Hún einnkennist á upphrópunum og órökstuddum klisjum sem menn hendi sín á milli, sjaldan fari fram upplýst umræða.
Á liðnu ári hafa þingmenn ásamt þeim sem þurfa að eiga samskipti við framkvæmdavaldið eins og t.d. ASÍ og SA ítrekað kvartað yfir þeirri óheillanvænlegu þróun að ráðherrar og æðstu embættismenn virði Alþingi einskis. Alþingi virðist vera til þess eins að afgreiða ákvarðanir sem nokkrir ráðherrar ásamt tilteknum embættismönnum hafa þegar tekið án nokkurrar umræðu á Alþingi eða samskipta við aðila í atvinnulífinu.
Ef fylgst er með umræðu á Alþingi fæst staðfesting á fullyrðingum Páls og Sigurðar. Nú má velta því fyrir sér hvort sé afleiðing eða orsök. Hafa ráðherrar og embættismenn gefist upp á því að eiga vitræna umræðu í Alþingi, eða hefur umræðan á Alþingi þróast á þennan veg sakir þess að þingmenn þekkja tilgangsleysi sitt?
Atburðir liðins árs hafa orðið til þess að flett hefur verið ofan af hverri ormagryfjunni á fætur annarri. Hér ríkir klíkuskapur. Afgreiðslur stofnana og ráðherra einkennast af fyrirgreiðslu. Kerfið er spillt og snýst um að tryggja völd. Það blasir t.d. við að æðstu embættismenn séu ráðuneytisstjórar fjármála- og forsætisráðuneytis. Þeir hafa mun meiri völd en ráðherrar og taka hiklaust viljayfirlýsingar ráðherra og umturna þeim og okkur gert að horfa upp á ráðlausa ráðherra gerða ómerka. Störf þessara manna einkennast umfram allt af því að tryggja völd og samtryggingu.
Þjóðinni hefur margoft ofboðið. Í dag kemur fram mjög alvarleg ábending um vinnubrögð ráðherra frá umboðsmanni Alþingis. Hann hefur einnig bent á að lagasetningu Alþingis sé verulega ábótavant, allt að þriðjungur laga sem Alþingi setji stangist á við stjórnarskrá eða gildandi lög.
Á liðnum árum hafa aðilar vinnumarkaðs ítrekað reynt að hafa áhrif á þróun efnahagsmála. Má þar t.d. benda á ábendingar hagdeilda ASÍ og SA á að stjórnvöld ættu frekar að nýta gríðarlegar tekjur þennslu til þess að byggja upp gjaldeyrisvarasjóði til þess að verjast þeirra lægð sem nánast allir hagfræðingar töldu vera óumflýjanlega að loknum gríðarlegum framkvæmdum við Kárahnjúka og nýtt álver.
Þessu til viðbótar var bönkum látnir athugasemdalaust pumpa inn í hagkerfið milljörðum króna ásamt því gríðarlegum upphæðum var hleypt inn í hagkerfið með krónubréfum.
Þingmenn höfðu einnig orð á þessu, en æðstu embættismenn og ráðherrar tóku þá ákvörðun að eyða þessum fjármunum í að lækka skatta, sem varð til þess að þennslan jókst ennfrekar og gengi krónunnar varð 30% of hátt.
Nokkrir hafa haldið því fram að aðilar vinnumarkaðs hafi ekkert gert. Í því sambandi má benda á fréttir liðins árs og frá síðasta hausti um tillögur SA og ASÍ. Einnig ályktanir. Allt hefur þetta verið rakið hér á þessari síðu í hverjum pistlinum á fætur öðrum.
SA og ASÍ kröfðust þess síðastliðin vetur að lagt yrði upp með 2 – 3 ára plan til þess að takast á við hratt vaxandi efnahagsvanda. Í ítarlegum áætlunum sem þessi samtök lögðu fram var bent á að sú peningastefna, sem fylgt hefur verið undanfarin 17 ár gæti ekki leitt til annars en gríðarlegrar sveiflu í efnahagskerfinu með harkalegum afleiðingum fyrir þá sem minnst mega sín.
Margir bæði innlendir og erlendir sérfræðingar tóku undir þetta og bentu jafnframt á að grípa yrði til ráðstafana vegna mikils vaxtar bankanna og skuldsetningar, sú stefna sem fylgt væri í íslensku hagkerfi væri orðið úrelt. Allir kannast við svör ráðherra, þau hafa verið rifjuð upp á fréttum undanfarna daga. Sama á hverju gekk og hvaðan gagnrýni kom, alltaf sögðu Davíð, Geir, Þorgerður og Árni að allt væri í lagi og engin ástæða til þess að taka mark á þessum athugasemdum. Menn ættu bara að fara heim og læra fræðin sín betur eins og Þorgerður komst svo smekklega að orði. Nú er hún með allt niðrum sig
Athafnir embættismanna og ráðherra hafa leitt til þess að tugþúsundir íslendinga hafa tapað ævisparnað sínum og sitja uppi með gríðarlegar skuldir. Þetta fólk hefur ekkert unnið til saka. Fjárglæframenn nýttu sér svigrúm sem slök íslensk reglugerð og eftirlit gaf þeim til þess að skuldsetja þjóðina. Embættismenn og ráðherrar vildu hafa þetta svona og auglýstu Ísland með dyggri aðstoð forseta lýðsveldisins sem fjármálaparadís.
Æðstu embættismenn með Davíð Oddsons seðlabankastjóra og Baldur Guðlaugsson ráðuneytisstjóra fjármálaráðuneytis í broddi fylkingar töldu að þetta skipti engu vegna þess að það stæði ekki til að greiða þessa skuldir, forsætis- og fjármálaráðherra virtust trúa því að þetta væri rétt.
Þrátt fyrir að erlendir ráðherrar og seðlabankastjórar ítrekuðu að íslendingar yrðu að sætta sig við að fara að viðteknum samskiptum og greiddu upp skuldir sínar. Enskir ráðherrar urðu að í lokin að grípa til neyðarlaga til þess að koma íslenskum embættismönnum og ráðherrum þeirra í skilning um að háttsemi þeirra gengi ekki. Þessi fáránlega uppstilling Davíðs og félaga hafði hörmulegar afleiðingar fyrir íslenskan almenning. Á þessu bera framantaldir íslenskir ráðamenn alla ábyrgð. Þeir unnu einfaldlega ekki sína heimavinnu, en lifðu í sinni einangruðu veröld og höfnuðu allri þátttöku í vitrænni umræðu.
Viðbrögð embættismanna og ráðherra þeirra hafa eðlilega vakið tortryggni almennings. Ráðherrar hafa ítrekað verið staðnir af því að greina ekki rétt frá. Segja hálfan sannleik og þar fram eftir götunum. Oft rennir manni í grun að ráðherrar viti ekki betur sakir þess að ráðandi embættismenn hafi ekki sagt þeim allt. Í því sambandi má t.d. benda á þá pínlegu stöðu sem viðskiptaráðherra hefur margítrekað lent í.
Ég sendi hinum fjölmörgu sem lesa þessa síðu góðar áramótakveðjur og þakkir fyrir margar góðar ábendingar og vinsamlegar móttökur.
Ég vona svo sannarlega að okkur takist að nýta þá stöðu sem komin er upp til þess að taka til í klíku- og fyrirgreiðslusamfélaginu og byggja upp nýtt, betra og réttlátara samfélag án þeirrar markaðshyggju sem leitt hefur þá sem mótað hafa íslenska efnhagsstefnu í blindni. Samfélag jöfnuðar og samkenndar.
3 ummæli:
Bestu þakkir fyrir skrifin á árinu og góða samantekt núna. Vonast eftir áframhaldi á næsta ári.
Mesta áhyggjuefnið núna er að stjórnmálaflokkarnir gangast ekki við gerðum mistökum á liðnum árum.
Stjórnvöld bera nefnilega höfuðábyrgð á hruninu. Þar á eftir koma bankastjórar og útrásarvíkingar sem hagnýttu sér meingallaðar leikreglur. Þær settu þjóðina í ábyrgð fyrir fjárhættuspilinu.
Fyrr en uppgjör við ranga stefnumótun fer fram innan flokkanna verða allar björgunar- og endurreisnaraðgerðir ótrúverðugar.
Sverrir
Mér finnst erfitt aða horfa fram á veginn eftir öll þesssi mistök sem gerð hafa verið.Spilast illa úr spilunum,
Fantagóðar greinar, vel skrifað og vel skipulagt
Skrifa ummæli