Sá kattarþvottur sem formenn stjórnarflokkanna standi fyrir á Eftirlaunalögunum sé algjörlega óþolandi. Vitanlega á að afnema lögin strax, annað er eins og blaut tuska framan í almenning frá ríkistjórninni, sem þessa dagana þurfa að horfa upp á að glatast hafa hundruð milljóna úr lífeyrissjóðum launamanna vegna slakrar frammistöðu stjórnmála- og embættismanna . Þingmenn, ráðherrar og æðstu embættismenn eiga að njóta sömu lífeyriskjara og aðrir opinberir starfsmenn. Eftirlaunalögin er dæmi um spillingu á hæsta stigi.
Sú mismunum, sem launamenn á almennum markaði verða að búa við gagnvart opinberum starfsmönnum er óásættanleg. Um áramótin stefnir í að það þurfi að flytja allt að 30 milljörðum króna úr ríkissjóð í lífeyrissjóð opinberra starfsmanna svo hann geti staðið undir skuldbindingum, á sama tíma verða almennu lífeyrissjóðirinir að skerða réttindi vegna slakarar efnahagsstjórnunar valdahanna sem setja lögin. Þessir 30 milljarðar verða vitanlega sóttir í auknum sköttum á alla landsmenn.
Á sama tíma þurfa almennir launamenn að horfa upp á skerðingar í sínum lífeyrissjóðum, sem stjórnmálamenn ætla reyndar til að fela með því að færa skerðingarmörk almennum lífeyrisssjóðanna úr 10% upp í 15%, eins og ríkistjórnin er að bauka með núna í þingsölum í sínum venjubundnu kattarþvottum í kringum lífeyriskerfi landsmanna.
Stéttarfélögin hafa oft í gegnum árin gagnrýnt afskipti stjórnmálamanna af lífeyriskerfinu, með afskiptum sínum hafa þeir sílfellt aukið sín gæði á kostnað almennings.
5 ummæli:
En hvað með spillinguna þegar :
fjármálaráðherra tekur þátt í því að stela eigum almennings með aðkomu sinni að málum sparisjóðs Hafnafjarðar og Byrs og neitar svo að gefa upp sinn hlut í málinu og fjármála-eftir-álitið er svo seint í svifum að þessir menn bara fara sínu fram
eða þegar ráðuneytisstjóri misnotar innherjaupplýsingar og selur 200 milljónir í hlutabréfum rétt fyrir lokun
En hvað um þegar verkalýðsleiðtogi misnotar aðstöðu sína, vinnur gegn hagsmunum umbjóðanda sinna og við andstöðu reynir að múta trúnaðarmönnum með jólahlaðborðum?
Það þarf að skjóta svona 300 manns hér á landi og hirða eigur almennings til baka.
Eg trúi því ekki fyrr en eg tek á því að Samfylkinginn leggist í boðaðan kattarþvott.
Getur Jafnaðarmannaflokkur Íslands lagst svo lágt?
Hvernig í ósköpunum er hægt að komast að því að þingmenn og ráðherrar eigi á njóta sérstakra lífeyrisforréttinda, umfram aðra opinbera starfsmenn?
Þetta er forréttindahyggja, svo grímulaus að manni fallast hendur.
Á síðan að lofa því aftur í næstu kosningum að afnema eftirlaunaóþverrann? Í hve mörgum kosningum þá?
Rómverji
Stefna ber að því að það sé bara einn lífeyrissjóður á Íslandi með ríkissábyrgð og ein réttindi. Fólk vinnur á allt á mörgum vinnustöðum í gegnum vinnuævi til að skifta svona fram og aftur og fá svo ekki nema smotterí á hverjum stað. Þá má líka koma í veg fyrir sérréttindi.
Héðinn Björnsson
Þetta er alls ekki galin hugmynd hjá Héðni !
Öddi
Nei ég er sammála þessu en..... þá eiga fulltrúar vinnuveitenda að víkja forever úr stjórnum lífeyrissjóðanna.
Skrifa ummæli