sunnudagur, 21. desember 2008

Gönguskíði


Hæfileg líkamsrækt er að nauðsynleg til þess að ná ró á hugan. Góður göngu og skokktúr, rölt á Esjuna og svo á þessum árstíma gönguskíðin. Þessa viku er búið að vera fínnt færi í Heiðmörkinni, sama gildir um Leirurnar fyrir ofan Bláfjallaskálana.

Gönguskíðafélagið Usli tók sig til í sumar og tíndi allt stærra grjót úr götunni á Leirunum. Nú þarf minni snjó svo leiðin verði fær, án þess að eiga það á hættu að steypast á hausinn á steinnybbu og skemma auk þess að stigflöt skíðanna.

Þróun díóðuljósa sem í vaxandi mæli eru að koma í stað glóperunnar, hafa leitt til þess að nú eru til feykilega björt ljós fyrirferðalítil og eyða sáralítilli orku. Með þannig ljós spennt á höfuðið er vandalaust að fara af stað í rökkurinu í lok vinnudags. Það er vel ratljóst, sérstaklega ef það er stjörnubjart og kvöldkyrrðin hreinsar vel hugarskotin.

Göturnar í Hjöllunum í Heiðmörkinni fyrir ofan Gvendarbrunna er dýrðlegt útvistarsvæði. Þar hafa margir undanfarana daga vikið frá niðurdrepandi umræðu dagsins og hlaðið sig orku.

Engin ummæli: