Í þeim fjölmörgu jólaboðum sem ér hef setið undanfarna daga þá hefur ríkjandi óvissa verið áberandi í umræðunni. Hvað mun gerast á næstu mánuðum? Hver er stefna ríkisstjórnarinnar? Af hverju tekur hún ekki betur af skarið gagnvart bönkunum um að styðja við fyrirtækin? Verður okkur gert kleift að halda íbúðum okkar?
Af hverju kláraði ríkisstjórnin ekki plan um greiðslujöfnun og niðurfellingu skulda þeirra sem í mestum erfiðleikum eiga? Í stað þess eyddi hún dýrmætum tíma í að þvæla eftirlaunafrumvarpinu fram og tilbaka og gafst svo upp við að afnema þessu ólög. En rúllaði í gegn hverri skerðingunni á fætur annarri gagnvart þeim sem minnst mega sín.
Þessi atburðarráðarás hefur verið stjórnmálamönnnum til minnkunar. Þeir verja mestum tíma í að verja eigin sjálftöku.
Þingmenn hafa ætíð haldið því fram að Kjararáð ákvarði þeirra kjör. En það voru þeir sjálfir sem skömmtuðu sér rífleg eftirlaun úr ríkissjóð, ekki Kjararáð. En þingmenn krefjast svo launahækkunar í stað skerðingar á eftirlaunum, Kjararáð staðfesti sjálftökuna. Þetta er svipað og þjófurinn krefjist þess af dómara að hann bæti sér upp þann ránsfeng sem gerður var upptækur. Hverslags skúrkar eru það sem við höfum valið á þing?
Það er óvissan og efinn sem fer verst með fólk. Þetta er svipuð staða og lenda í svarta þoku eða blindbyl á fjöllum á leið sem maður þekkir ekki og hefur ekki farið áður. Maður tekur upp áttavitann og gengur eftir honum. En fórum við til hægri á réttum stað? Eða sveigðum til vinstri þegar við komum niður holtið? Erum við kannski kominn fram hjá skarðinu sem við urðum að ná í gegnum til þess að komast niður í dalinn þar sem tjaldsvæðið er? Allar þessar hugrenngingar þekkja göngumenn.
Það bætir ekki úr skák að það eru svo fáir sem treysta ríkisstjórninni, það var jú hún sem leiddi okkur inn í þessar ógöngur. Hún stöðvaði ekki þegar henni bárust öll einkennin síðasta vetur. Hún hélt þagnarskyldi yfir þeirri vitneskju. Seðlabankastjóri fullyrðir að hann hafi vitað í hvaða óefni var komið en hann gerði samt ekkert. Fjármálaeftirliðið hugsaði um það eitt að hækka laun forstjórans og laun stjórnar.
Þingmenn eyddu sínum tíma í að að ráða aðstoðamenn og verja eftirlaunarétt sinn.
3 ummæli:
Mér líður einmitt eins og manni í gönguhóp sem er leiddur af vanhæfum leiðsögumani i blindaþoku á fjöllum.
Stóra spurningin er hvenær þið í verkalýðshreyfingunni ætlið að fara að hjálpa okkur að ná áttavitanum og kortinu af stjórnendunum og reyna sjálf að átta okkur á hvert er best að fara.
Maður hefur ekki við að trúa.
Langflestir fulltrúar okkar á Alþingi eru algerlega firrtir. Hafa aldrei haft hugmynd um hvers fulltrúar þeir eru eða þekkja hlutverk sitt hið minnsta.
Þeir eru aðeins sæmilega vakandi þegar þeir sinna eigin sérhagsmunum. Ráðalausir og dáðlausir.
Ekki er að undra þótt virðing og traust til Alþingis hafi náð sögulegri lægð.
Rómverji
Það er nú ekki meira að gera á Alþingi en svo að það mun koma aftur saman 20. janúar 2009.
Voru þingmenn vorir ei að kvarta undan því þeir væru aðeins afgreiðslustofnun framkvæmdavaldsins?
...en dagatal þings er ennþá miðað við dagatal bænda. Nú skal hleypt til - það þarf að vanda verk. Síðan verður að hætta fyrir sauðburð og síðan má ekki byrja aftur fyrr en að sláturtíð lokinni.
Hvað eru svo margir bændur á þingi. Er þar ekki aðeins einn um þessar mundir - Valgerður Sverrisdóttir. Ha !!?
Skrifa ummæli