mánudagur, 15. desember 2008

Eftirlaunalögin

Enn reyna ráðherrar að viðhalda sérstöðu sinni í lífeyrismálum og vilja halda liðlega tvöfallt hærri lífeyrisréttindum en aðrir opinberir launamenn. Það tók þá nokkrar klst. að lækka lífeyrisréttindi annarra landsmanna núna fyrir helgi, sama gilti um að keyra niður launakjör almennra launamanna.

En þegar að þeim sjálfum kemur þá draga þeir fæturna.

Það er einungis ein lending í þessu máli. Afgreiða lagafrumvarp Valgerðar um afnám eftirlaunalaganna, eins og Samfylkingin lofaði í síðustu kosningabaráttu.

1 ummæli:

Ragnar sagði...

Þú ættir frekar að beyta þér fyrir því að laun og launakjör ráðamanna verði hækkuð Guðmundur.
Kannski þá færum við að sjá hæft fólk við stjórn landsins.