þriðjudagur, 16. desember 2008

Fjölmiðlar

Já hún er neyðarleg uppákoman á DV. Álit á fjölmiðlum hefur fallið undafarið ár álíka mikið og álit á stjórnmálamönnum. Fjölmiðlar hafa ekki staðið við hlið almennings, þeir hafa ætíð tekið á stjórnmálamönnum með silkihönskum og nú er komin fram staðfesting á að sá fjölmiðill sem hefur verið að hrósa sjálfum sér fyrir að þora, að hann þorir einungis gegn einstaklingum sem standa höllum fæti og geta ekki borið hönd fyrir höfðuð sér, en þorir ekki gegn einstaklingums em eiga peninga.

Það hefur svo sem blasað við okkur öllum hvernig fjölmiðlar hafa tekið með einkennilega á málum. Þar mætti taka til mörg mál. T.d. er ekki langt síðan að fréttaskýringaþáttur og reyndar einnig þekktur spjallþáttur hleyptu athugasemdalaust einstakling í beina útsedningu, þar sem hann bar saman ávöxtun í sameignarlífeyrissjóð saman við bankabók. Hann áætlaði með 3,5% hjá lífeyrissjóðnum en með 8% ávöxtun í bankabókinni.

Allir yfir fermingu og sem kunna margföldunartöfluna sáu að þetta gat ekki verið annað er endaleysa. En stjórnendur þáttanna sem báðir eru í ríkissjónvarpinu gerðu enga athugasemd og grófu þar vísvitandi undan þeim þætti þjóðlífsins hefur reynst eina bjargvon landsins.

Til viðbótar við mismunum í ávöxtun vita allir sem fylgjast með utan líklega þáttarstjórnendanna að sameignarlífeyrissjóður þurfa allir að taka þátt í örorkubótakerfinu, sem hefur farið hratt vaxandi á undaförnum árum og jafngilti líklega um 3% skattahækkun ef hann væri fluttur yfir í almenna tryggingarkerfið.

Fleira mætti taka. Ég hef t.d. í pistlum margoft vísað til ummæla frétta- og tæknimanna þar sem þeim hefur verið gert að spyrja ráðherra ekki ákveðinna spurninga og ekki senda út efni sem gæti verið skaðlegt ráðandi valdhöfum. Nú einnig mætti benda á að fyrir einungsi nokkrum vikum þá gerðu nær allir fréttamiðlar nánast grín af þeim sem voru að mótmæla og tóku undir með stjórnvöldum þegar þau töluðu um skrílslæti, eða svo maður vitni til ekki svo gamalla ummæla í fréttum, að það væri verið að saurga Alþingi með því að mótmæla á Austurvelli.

Sama gerðu fjölmiðlar þegar verkalýðshreyfingin mótmæli harkalega setningu eftirlaunalaga, og sérstakri hækkun launa alþingis og embættismanna á meðan laun almennings voru skert með ákvörðunum á Alþingi. Já svona mætti lengi telja.

En manni virðist fjölmiðlar hafi tekið sig verulega á, en svo kom þessi skellur og fjölmiðlar hrapa aftur í áliti.

1 ummæli:

Rómverji sagði...

"Hverja skyldu Íslendingar kjósa næst?"

Ekki eftirlaunaskrílinn.

Nú er jafnréttisspíra Íslands búin að kynna enn eina útgáfu af sérréttindakerfi þingmanna og ráðherra. Það er gert út af "árferði."

Ingibjörg S. Gísladóttir er hætt að koma á óvart.

Hvílíkt mannval í brúnni :) Það er ekki tilviljun að við erum stödd þar sem við erum stödd.

Af ávöxtunum skuluð þér þekkja þá.

Rómverji