Hér er t.d. brot úr ársgamalli ályktun frá Rafiðnaðarsambandinu og sem einnig hefur verið í ályktunum annarra samtaka á almennum vinnumarkaði;
“Einungis ein leið virðist vera úr vanda of lítillar krónu í átt til aukins stöðugleika, lækkandi vöruverðs og vaxta. Það er að tryggja áframhaldandi rekstur íslenskra fyrirtækja og koma í veg fyrir atvinnuleysi og hrun heimilanna með því að nálgast Evrópusambandið og evruna. Eins og aðilar vinnumarkaðs hafa bent á í mörg ár.”
Ekkert hefur gengið til þess að fá þann flokk sem hefur haft forystu á Íslandi undanfarna áratugi til þess að taka mark á þessu og allt er hér í kalda koli
Svo kom frétt á mbl.is í dag þar sem við erum sökuð um að einblína um of á vandann en ekki koma með lausnir. T.d. stóð þetta í fréttinni;
„Á kínversku er orðið krísa skrifað með tveimur táknum. Annað táknið merkir tækifæri meðan hitt táknið þýðir háski. Íslenska þjóðin þarf að gera upp við sig hvort hún vill sækjast eftir tækifærunum sem felast í núverandi krísuástandi eða feta braut háskans,“ segir Claus Møller, stofnandi Time Manager International (TMI) og sérfræðingur í krísuráðgjöf, en hann er meðal frummælenda á fullveldisfundi Útflutningsráðs sem haldinn er í dag.
Ég vísa til þess hér stendur ofar einnig langar mig til þess að benda á þær 100 lausnir sem margir hafa sett fram með Björk í broddi fylkingar.
2 ummæli:
Í þróunarstarfsemi og sprotafyrirtæki, þarf bæði þolinmótt og áhættusamt fjármagn. Það hafa nánast engir verið tilbúnir til þess að bíða eftir ágóða slíkrar starfsemi, því miður.
Það hefur tími Atvinnuþróunarfélaga sýnt.
Þar fyrir utan, þurfum við samhliða atvinnuþróun, stór verkefni í framkvæmd sem gefa tekjur til þjóðarinnar og vinnu til sem flestra. Ekki síst byggingamarkaðnum.
Það á að losa strax um allan viðbótarlífeyrissparnað áður en krónan er sett á flot. Þar með gefst venjulegu fólki möguleiki að greiða niður hluta af húsnæðislánum til að verjast óðaverðbólgu. Ef ekki, er baráttan töpuð fyrir hinn almenna launþega.
Þá geta starfmenn verkalýðsfélga farið að leita sér að öðru starfi.
Skrifa ummæli