þriðjudagur, 20. janúar 2009

Alþingi kemur saman

Alþingi kemur saman í dag að loknu jólaleyfi sem staðið hefur síðan 22. desember. Almennir launamenn fengu 3 daga í frí. Almennir launamenn eru flestir með um 26 daga í orlof á með aþingismenn taka sér 3ja mánaða frí á fullum launum.

Þingfundur hefst klukkan hálftvö með óundirbúnum fyrirspurnum sem fimm ráðherrar verða viðstaddir.

Meðal þingmála í dag verður frumvarp um breytingu á ýmsum lagaákvæðum varðandi sölu áfengis og tóbaks.

Almenningur er hættur að reikna með að Alþingi taki á vanda heimilanna eða rekstrarvanda fyrirtækja þessa lands og vaxandi atvinnuleysi.

Það er orðið öllum ljóst að meðal alþingismanna, aðstoðarmanna og embættismanna er ekki fólk sem hefur getu til þess. Fólk sem lifir í sjálfbærri veröld ótengdri við samfélagið. Veröld þar gætt er að þeir sem inn hana falla verði strax hluti af samtryggingarkerfi. Auðmenn spila svo með samfélagið og lána hvor öðrum og einkahlutafélögum þingmanna eða maka þeirra fjármuni bankanna á sérkjörum án ábyrgðar.

Raddir fólksins boða til friðsamlegrar mótmælastöðu á Austurvelli í dag klukkan 13. Hörður hvetur fólk til að mæta með söngbækur, potta, sleifar, flautur og hrossabresti.„Við ætlum að koma saman friðsamlega, vera þarna í kringum þingið, syngja og hafa hátt og láta þessa fulltrúa okkar vita að við séum til því þeir virðast ekki hlusta mikið á okkur"

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þetta finnst mér mikilvægur punktur Guðmundur.
Það blasir við öllum hvernig ríkisstjórn og eftirlitsaðilar brugðust gjörsamlega.
En það tala fáir um ábyrgð óbreyttra þingmanna. Hvað var þetta fólk að gera? Hvers vegna gætti það ekki hagsmuna umbjóðenda sinna?
Hvernig getur nokkur siðaður maður farið í svona langt frí á fullum launum á meðan þjóðfélagið riðar til falls?
Mér finnst vanta umræðu um þetta. Ég vil líka losna við alþingismennina, alla 63.

Nafnlaus sagði...

Er ekki jafnf augljóst að öll verkalýðshreyfingin er jafn umkomulaus. Ef þjóðin hefur ekki lengur trú á alþingi hefur hún örruglega ekki trú á verkalýðshreyfingunni!

Bjarni Hákonarson

Guðmundur sagði...

Sæll Bjarni
Nú er það svo að sá hluti verkalýðshreyfingarinnar sem ég starfa í hefur mótmælt kröftuglega undanfarin ár þeirri þróun sem átt hefur stað.

Auk þess hafa verið lagðar fram tillögur um hvernig megi taka á vandanum. Að þessu starfi hafa mjög margir komið. Margir okkar hafa verið virkir þáttakendur í mótmælum

En það er greinilegt að það er ekki í þeim hluta verkalýðshreyfingarinnar sem Bjarni Hákonarson starfar. Bjarni ætti vitanlega að beina sinni gagnrýni þangað

Nafnlaus sagði...

Ætti verkalýðshreyfingin að fara fram á það í næstu samningum að það verði einn almennur lífeyrissjóður fyrir alla landsmenn. Sérsparnaður eins og hver kærir sig um. Auðvitað væri ætlast til þess að sá almenni lífeyrissjóður tæki mark á stjórnendum landsins, þá sérstaklega forsætisráðherra.

Síðan má hugsa sér einnig að almennt frí launamanna tæki mið af fríi þingmanna.

Er þetta ekki eðlileg krafa?

Guðmundur sagði...

Það yrði gríðarlega erfitt verkefni að sameina alla sjóðina. Réttindi innan þeirra eru svo misjöfn, bæði meðal almennu sjóðanna og svo ekki síður á milli almennu sjóðanna og sjóða opinberra starfsmanna.

Ég hef fjallað um þetta í nokkrum pistlum hér á síðunni.

Hvað varðar séreignasparnað þá höfum við rafiðnaðarmenn barist árangurslaust fyrir því í allmörg ár að hlutfall séreignarsparnaðar verði hækkað.

Þá með þeim hætti að þegar ákveðnu lágmarki verði náð í sameingartryggingu (það er þá bæði örorku og lífeyri), geti sjóðsfélagi valið að setja það sem umfram er í séreign. Þessu hafa stjórnvöld algjörlega hafnað.

En það kom svo eins og blaut tuska að einn frjálsu sjóðanna fékk heimild stjórnvalda að bjóða upp á þetta.

Sumir eru jafnari en aðrir, sérstaklega í Sovéti íslensku Frjálshyggjunar

Nafnlaus sagði...

Guðmundur,

Ég geri mér grein fyrir því að það er vinna að setja almennu lífeyrissjóðina saman, en það væri þó sennilega bót í máli að miða við almenn réttindi ráðherra vorra. Þá værum við sennilega ekki að taka af neinum.

Hef ávallt fundist þessi hugmynd um séreign eftir lágmark væri góð.

Frí þingmanna, hvort sem er jóla- eða sumar eða ... vil ég fá sem launamaður ;)

tm