Hún hefur vafist fyrir mörgun verðtryggingin og hvaða tilgangi hún þjónar. Margir hafa afgreitt hana á afskaplega barnalegan hátt eins og Guðmundur Ólafsson komst að orði í viðtali vikunnar.
Vafalaust hafa nokkrir fréttamenn og spjallþáttastjórnendur fengið þar smá fiðring í magann, enda umfjöllun þeirra um þetta mál gjörsamlega út úr korti. Þar því hefur verið haldið fram að verðtrygging sé einhver uppfinning starfsmanna stéttarfélaga.
Hér er til viðbótar ágætis útskýring á þessu fyrirbæri.
7 ummæli:
Þegar ég heyrði núna um daginn að framsóknarmenn væru að velta fyrir sér að setja afnám verðtryggingar á sefnuskrá sína varð ég hugsi. Ég hef alltaf verið á móti verðtryggingunni en getur verið að fyrst þeir séu að velta þessu fyrir sér að það sé verðhjöðnunartímabil framundan og þeir vilji passa fjármagnseigendur? Erlendis er talað um að aðal vandinn framundann sé deflation eða verðhjöðnun, þýddi þetta ekki að lánin lækkuðu? Ekki væri það gott fyrir fjármagnseigendur og því best að afnema verðtryggingu ef það er í uppsiglingu. Annars hefur sá sem hér ritar miklar efasemdir um að verðhjöðnun verði nokkurn tíma á íslandi en þetta finnst mér allavega umhugsunarefni!
Sverrir
Nú er ég óttalegur óviti þegar kemur að tölum, en er með eina spurningu. Af hverju ekki að binda verðtrygginguna við vísitölu launa opinberra starfsmanna? Hún myndi væntanlega aldrei fylgja verðbólgunni alveg, en í staðinn myndi myndast þrýstingur á að hækka laun meira í samræmi við verðbólguþróun. Væri þetta alveg út í hött?
Verðtryggt fjármagn og óverðtryggð laun eru óbærilegt óréttlæti! Það verður launþegasamtökum til ævarandi minnkunnar að hafa staðið vörð um slíka mismunun.
Það er greinilegt að Arnþór vinur minn þekkir ekkert til baráttu stéttarfélaganna.
Arnþór virðist ekki átta sig á því að það hefur einmitt verið helsta verkefni stéttarfélaga að berjast fyrir því að laun hækki meira en sem nemur verðtryggingunni.En það hefur verið raunin ef horft er til langs tímabils.Þess vegna erum við alltaf að horfa til þessarra geggjuðu launasamniga þar sem launin eru að hækka um 10-15 eða 20% sem þekkist hvergi annarsstaðar og þá komum við enn og aftur að krónunni.
Þessi umræða er náttúrlega orðin ansi þreytt og alltaf talað um þessa verðtryggingu sem er eina leiðin til að hafa hér húsnæðislánakerfi með þessa mynt.Það er eins og fólk geti ekki skilið þetta sama hvað er oft bent á þetta.Aumkunarverðast er samt þegar póltíkusarnir koma með það útspil að það eigi að afnema verðtrygginguna en samt að hafa áfram sömu mynt... og hvað svo, engin spyr um það.Með sömu hagstjórn sömu mynt myndi eigiðfé allra lánasjóða brenna upp og hvað svo, nákvæmlega ekkert svar.Menn verða að gera sér grein fyrir því að fasteigna markaðurinn hefur verið fjármagnaður allt að 50% innanlands og ef á að brenna það fé upp fyrir skulduga húsbyggjendur þá vil ég vita hvað á að taka við.
Við höfum ekkert til að miða við annað en þá kjarasamninga sem forystufólk launþegahreyfinga semur um og leggur í dóm umbjóðenda sinna. Úr þeim samningum má lesa að flestallt er verðtryggt nema launin. Þau hækka hóflega um ca 3% með löööngu millibili. Af ávöxtunum skulum við þekkja þá Guðmundur. Svo er leikin blindisleikur með eitthvað sem kallað er „rauðu strikin“ og allir fjármagnseigendur halda að sé bara eitthvað grín fyrir samningafólkið.
Og athugaðu eitt, að ef laun hafa verið of há undanfarin ár vegna þennslunnar, þannig að launamenn verða nú að taka á sig launalækkanir til að borga til baka þessi ofgreiddu laun, þá hafa greiðslur í lífeyrissjóði á sama hátt verið of háar. Þessir lífeyrissjóðir lána svo launamönnum verðtryggða peninga sem launamennirnir eiga og hafa sjálfir unnið fyrir á óverðtryggðum launum.
Sæll Arnþór
Það eru líklega eitthvað um 20 ár síðan samið var um rauðu strikin.
Lægstu taxtar hafa hækkuðu hjá rafiðnaðarmönnum um 42% á síðasta samningatímabili, á meðan umsamdar launahækkanir voru um 26%. Þannig hefur þetta verið frá árinu 1995.
Ég minnis tþess ekki að hafa nokkurn tíma rætt um að laun séu of há.
Samninganefndir rafiðnaðarmanna eru ætíð kjörnar af þeim hóp sem samið er um. Kjarasamninga RSÍ eru um 20.
Það eru síðan þeir félagsmenn sem starfa á viðkomandi kjarsamning sem kjósa um samningin, þar hafa starfsmenn RSÍ ekki atkvæðisrétt
Þú ættir að venja þig á að kynna þér betur það sem þú fjallar um áður en rakalausum klisjum er slöngvað fram.
Verðtrygginga launa var afnumin af stjórnmálamönnum, ekki starfsmönnum stéttarfélaga, á meðan félagsmenn og starfsmenn stéttarfélaga mótmæltu.
Skrifa ummæli