Þær aðstæður sem upp eru komnar eru vægt sagt erfiðar. Það er ástæðulaust að endurtaka allt það sem sagt hefur verið um þá gríðarlegu þörf á aðgerðum strax til þess að bjarga heimilum og fyrirtækjum. Aðgerðum til þess að taka á hinni óendanlegu óreiðu sem eru í bönkunum. Vinnu stjórnvalda með aðilum vinnumarkaðs og bönkum til þess að setja markmið og hvernig megi ná þeim.
Það er út af fyrir sig sigur að fá kosningar í vor og stjórnmálamenn geri upp sín mál við kjósendur. En vitanlega hefur verið var gengið út frá því að ríkisstjórn starfi áfram og skili sínum verkefnum til nýrrar stjórnar. Upp kemur spurning um hvort nú sé ekki þörf á starfsstjórn, því stjórnmálaflokkarnir gleymi sér í innbyrðisátökum. Starfsstjórn sem hreinsi út úr Seðlabankanum og Fjármálaeftirlitinu og taki til höndum innan bankanna.
En þrátt fyrir allt þetta, þá er mikið áhyggjuefni að formenn beggja stjórnarflokkanna skuli eiga við alvarleg veikindi að stríða. Þó svo Geir hafi mátt sitja undir harkalegum ádeilum þá setur alla hljóða þegar fram koma upplýsingar um alvarleg veikindi.
Geir er gegnheill drengskaparmaður og allir óska honum velgengni í baráttu við illvígan sjúkdóm. Sama gildir um Ingibjörgu.
4 ummæli:
Varðandi þörf á aðgerðum.
Getur þú fært okkur einhverjar fréttir varðandi þær? Eru verið að
vinna að einhverju aðgerðum?
Eins og þú segir þurfa aðilar vinnumarkaðsins og fleiri að koma að
þeim, og þar sem þú ert framarlega í
verkalýðsforustunni, væri ekki óeðlilegt að þú hefði einhvern pata af því, ef svo væri.
Flottur pistill hjá þér bæði mannlegur og skynsamlegur.
Aðilar vinnumarkaðs lögðu fram fyrir ári síðan aðgerðaplan, um það var fjallað í eins hér á þessari síðu. Í haust settu sömu aðilar fram hugmyndir um samstarf, það var einnig í fréttum.
Í öllum tilfellum vildu ráðherrar ekkert gera með þetta. En sögðust þó vera að vinna í samráði við aðila vinnumarkaðs, sem var einfaldlega rangt.
Undanfarna daga hafa þessir hinir sömu enn einu sinni hafðið vinnu við plan og höfðu samband við stjórnvöldog fengu enn einu sinni sömu svör.
Plan 1. Ná niður vöxtum
Plan 2. Afnema gjaldeyrishöft
Plan 3. Koma á endurreisnarsjóði sem styddi við bakið á atvinnulífinu
Plan 4. Hjálpa heimilum út úr skuldastöðu
Plan 5. Fá erlenda aðila til þess að taka til í bankakerfinu
Plan 6. Reka Seðlabankastjóra og stjórn banlans, sömu aðgerð í Fjármálaeftirliti. Setja fagmenn inn í stað þeirra sem þar eru nú.
Plan 7. Endurskoða efnahags og peningastefnu. Setja upp 2 - 3 ára plan þar sem skipt verði um gjaldmiðil og gengið í ESB
Enda er enginn held ég sem hefur eitthvað raunverulega á móti persónu Geirs Haarde þó svo að maðurinn sé vonlaus leiðtogi. Vonandi batnar manninum sem fyrst þannig að hann geti tekist á við ný verkefni langt frá stjórnmálum.
Skrifa ummæli