mánudagur, 19. janúar 2009

Sterkt útspil Framsóknar

Það blasir við að þing framsóknarmanna gerði það eina rétta í stöðunni. Kvaddi fortíðina og valdi nýja forystu. Það er kallað á breytingar og nýtt upphaf, segir nýkjörin formaður réttilega. Hann hefur góða kynningu út á við og gæti gert góða hluti fyrir Framsókn. Það á svo eftir að koma í ljós hvernig hann verður kominn á þing.

Staða Framsóknar gæti orðið sterk. Í skoðankönnunum undanfarið hefur fylgi sjálfstæðismanna ekki bara hrunið, heldur hafa mjög margir verið óákveðnir jafnvel allt að 40%. Það er klárt að margir sem hafa kosið Sjálfstæðisflokkinn geta ekki hugsað sér að kjósa Samfylkinguna og VG, en þeir gætu örugglega frekar hugsað sér að kjósa nýjan Framsóknarflokk. Sama gildir um marga Samfylkingarmenn sem eru óánægðir með sitt fólk í ríkisstjórn.

Ég verð að segja að ég er undrandi á því að Páll Magnússon fái 18% fylgi. Hann er umtalaður spunameistari og með þekktan feril sem klækjarefur. Beint tengdur við fortíð flokksins. Við rafiðnaðarmenn lentum í spunum Páls þegar verið var að reisa Kárahnjúkavirkjun. Þar snéri hann ályktunum á haus, ruglaði saman baráttu okkar fyrir réttindum launamanna við svæsnar starfsmannaleigur og túlkaði það sem baráttu gegn virkjuninni og framförum í landinu!!

Það lágu reyndar fyrir stuðningsyfirlýsingar rafiðnaðarmanna með virkjuninni og Páll hikaði við að gera okkur og ekki síst mér upp skoðanir, sem aldrei höfðu verið settar fram og virti að vettugu leiðréttingar sem honum voru sendar. Þegar starfsmaður Rafiðnaðarsambandsins hringdi í ráðuneytið fyrir nokkru og vegna kynningarherferðar á starfsmenntun og fékk samband við aðstoðamann ráðherra notaði Páll tækifærið þó svo það kæmi viðkomand máli ekkert við og jós spunanum yfir hann og fúkyrðaskömmum og hafnaði algjörlega að spunar sínir væru rangir!!

Páll er ímynd þess stjórnmálamanns sem fólk er að reyna að losa sig við. Ég myndi ekki einu sinni treysta Páli til þess að taka til í hanskahólfinu í bílnum mínum. Enda eru þar sólgleraugu sem kosta um 3.500 kr.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ég held þetta líka: Íslendingar hafna núna spunameisturum fortíðar. Eftir áföll undanfarinna mánaða erum við farin að sjá skýrt. Í gegnum þokuna sem hefur umlukið stjórnmál hér áratugum saman með aðstoð fjölmiðla.
Bloggin og almenn mótmæli skila okkur sannleikanum þrátt fyrir lélega fjölmiðlun og enn verri pólitíkusa.

Nafnlaus sagði...

Höldum Páli og hans líkum frá hanskahólfum þessa lands!

Nafnlaus sagði...

yes loksins er ég sammála þér og tel þetta góðan pistil. Er reyndar sammála með verðtrygginguna líka
kalli

Nafnlaus sagði...

Spurning er hvort eplið fellur langt frá eikinni. Faðir hans var nú mjög umdeildur vegna setu sinnar í Þróunarfélaginu sem var stærsti eigandi Kögunar en Gunnlaugur varð síðan stærsti hluthafi þess fyrirtækis. Segja má að Gunnlaugur sé einn af okkar fyrstu sjálftökumönnum. En látum Sigmund njóta vafans........í bili.