Á þessu ári verður íslenska valdastéttin að víkja og eyða þarf þeim klíkum sem halda landinu í fjötrum. Það var þetta fólk sem settu almenning á hausinn. Við þurfum ekki að bíða eftir næsta landsfundi. Sú umræða sem þar mun fara fram mun snúast um hvernig valdastéttin ætlar að viðhalda völdum sínum og víkja sér undan ábyrgð.
Fremst í flokki valdastéttarinnar fer ríkisstjórnin með sínum embættismönnum. Þetta fólk er svo nátengt öllu sem varðar hrunið og aðdraganda þess. Ríkistjórnin ætlar sér að standa í vegi fyrir uppgjöri við auðstéttina. Síðustu kosningar fóru fram á fölskum forsendum, þess vegna viljum við fá að kjósa upp á nýtt.
Við verðum að fá að vita hvernig skuldir okkar eru tilkomnar, hvað þær eru miklar og hverjir eru ábyrgir fyrir þeim. Forysta Sjálfstæðisflokksins ætlar ekki að taka ábyrgð á þeim ógöngum sem hún hefur leitt þjóðina í með efnahagsstefnu sinni. Það er einkennilegur jafnaðarmannaflokkur sem heldur Flokknum við völd, og kvittar um leið undir þá hugmyndafræði sem nú hefur gert þjóðina gjaldþrota.
Það er hugmyndafræði óreiðumanna, sem þeir nú bera ábyrgð á. Mönnum sem komu milljörðum úr landi, og skenktu sér hundruð milljóna í bónus fyrir það eitt að fá þá hugmynd að ræna þjóðina efnahagslegu sjálfstæði.
Í heilbrigðum samfélögum væri búið að setja þetta fólk í járn. En á Íslandi sitja þeir áfram eins og ekkert hafi gerst og neita þátttöku í aðild að eignarhaldsfélögum, sem þeir settu á takmarkaða skatta og nýttu til þess að storka út skuldir.
Já hér eru jafnvel ráðherrar að verki. En þeir fara til Kína og taka viðtal við sjálfan sig og láta senda heim í beinni útsendingu, í stað þess að vera heima og biðjast afsökunar á því að hafa nært þjóðina á lygum.
Við þurfum nýtt fólk, fólk sem þekkir sitt þjóðfélag og er ekki í einhverri af valdaklíkunum. Venjulegt fólk þekkir mannvæn gildi og getur lifað á venjulegum launum og búið í venjulegu húsi. Það var röng stefna að Ísland ætti að verða paradís fyrir fjárglæframenn eins efnahagsspekingar stjórnvalda hafa unnið að því að skapa. Árum saman höfum við mátt búa við umhverfi byggt á rakalausum klisjum og pólitískum ráðningum. Hyglingum til útvalinni.
Mig langar til þess að búa hér áfram og hafa börn mín og barnabörn nálægt mér. Við þurfum skapandi lausnir með skynsamri og umhverfisvænni orkunýtingu. Orkulindir eiga að vera í eigu þjóðarinnar. Við eigum að semja við eigendur jöklabréfa um að leggja fjármagn í arðvæn orkuvirki og fá lífeyrissjóðanna til þess að byggja upp sprotafyrirtæki . Umhverfisvæn hátækniver.
En svo við getum hafist handa verðum við að losna við pólitísku klækjarefina, þeir geta haldið sín flokksþing og lagt þar sína pólitísku kapla og strokað út sínar skuldir.
7 ummæli:
Landráð Guðmundur og ekkert annað.
Bjartsýnn ertu, Guðmundur, og ofurtrúaður á mannlegt eðli. Þetta mun ekki ganga svona fyrir sig. Hafi maður gert sér vonir um nýtt og breytt og betra þjóðfélag, urðu þær vonir að engu við biðlun dvergsins Rauðgrana til Samfylkingarinnar varðandi næstu kosningar. Spillingaröfl munu áfram ríkja á Íslandi, þau munu láta sér nægja að pússa yfirborðið örlítið. Samfylkingin sveik með stjórnarsamstarfinu með Sjálfstæðisflokknum. Nú stefna Vinstri grænir á svik með samstarfi við Samfylkinguna. Það er ekki einungis "sami rassinn" undir þeim öllum - heldur sami skíturinn, hvert sem litið er ... FLÝJUM þennan viðbjóð - YFIRGEFUM eyjuna.
Mæl þú manna heilastur!
Hvert orð satt og rétt í þessum pistli þínum. Þarf reyndar líka algjörlega að henda út í hafsauga
"ég um mig frá mér til mín" hugarfari frjálshyggjunnar og fá
þess í stað hugarfar jafnaðar,
samvinnu, samhjálpar og raunverulegs frelsis einstaklingsins.
Það er grundvallaratriði.
Þetta gerist ekki með núverandi stjórnmálmönnum og -öflum, nýtt/ný
öfl þarf til.
Því miður sjást þess lítil merki.
það eru flestir sammála um að það þurfi að koma þessum stjórnvöldum frá. Spurningin er hvað fólk er tilbúið að gera til að koma þeim frá. Ert þú t.d. tilbúinn til að beita þér fyrir að verkalýðshreyfingin leiði pólitískt alsherjarverkfall til að knýja stjórnina frá? Ertu tilbúinn til að beita þér fyrir því að afl verkalýðshreyfingarinnar verði notað til að styðja við ný öfl sem eru að koma upp og ætla sér að koma núverandi valdhöfum frá? Eða sérð þú kannski þitt eina hlutverk vera að blogga?
Sæll Héðinn
Þessi spurning um allsherjarverkfall hefur nokkuð komið upp. Fólk er þar að blanda saman tveim óskyldum hlutum; flokkspólitík og svo hagsmunafélögum sem falla undir sérstök lög sem kölluð eru Pálslög, eftir Páli Péturssyni þáv. félagm.r.h.
Þessi lög setja mjög ákveðnar skorður við verkföllum og voru harkalega gagnrýnd á sínum tíma. Eftir setningu þeirra er útilokað að verkalýðshreyfingin geti staðið fyrir verkfalli nema þá í beinu sambandi við kjarasamninga.
Þar stendur t.d. að ekki sé hægt að boða verkfall fyrr en að loknum árangurslausum fundum hjá Sáttasemjara og þá þurfi að fá heimild þar sem tiltekinn fjöldi félagsmanna viðkomandi stéttarfélags tekur þátt í og meirihluti samþykki. Ef þátttaka er undir ákveðnum lágmörkum, skiptir engu þó allir samþykktu að fara í verkfall, það skoðaðist sem fellt.
Verkalýðshreyfingin er samsett úr á annað hundruð stéttarfélögin og verkfallsheimildir liggja hjá hverju stéttarfélagi. Skoðanir inna þeirra eru klárlega jafnmargar og félöginu eru.
Miðstjórnir heildarsamtakanna hafa mjög mismunandi skoðanir eins og oft hefu rkomið fram. Heildarsamtökin skiptast í ASÍ, BSRB, BHM og KÍ og þau hafa ekki heimild til boðunar verkfalla.
Sé ég minn eina tilgang að blogga? Ég hef tekið þátt í umræðunni um allangt skeið, löngu áður en ég féllst á að vera með pistla á Eyjunni. Ég er ekki þar í nafni einhers stéttarfélags, enda hef ég enga heimild til þess. Það eru 10 aðildarfélög innan RSÍ.
Ef þú hefur fylgst með þá hef ég sett fram margskonar skoðanir og álit um það sem hefur verið að gerast og hlýt að hafa leyfi þitt og annarra til þess.
Þeir sem hafa staðið fyrir mótmælum eins og t.d. góðvinur minn Hörður Torfa hafa ætíð tekið það mjög skýrt fram að afþakka öll afskipit frá pólitískum og/eða hverskonar hagsmunasamtökum.
Hörður hefur byrjað hvern einasta fund á því að taka þetta fram. Ég hef verið ræðumaður hjá honum á Austurvelli, sú ræða er hér meðal annarra pistla
Þvílík meinsemd sem Sjálfstæðisflokkurinn er á Lýðræði Íslendinga sannast alltaf betur og betur með hverjum degi.
Þetta eru ekkert annað en ólög sem þú vitnar í að Páll Pétursson hafi náð að hremma verkalýðshreyfinguna í.
Og er staðan í þjóðfélaginu ekki orðin þannig að slík ólög beri að brjóta í nafni lýðræðis.
Bjarni.
Rétt skal vera rétt:
Páll Pétursson er Framsóknarmaður og voru þessi ólög kokkuð upp í stjórnartíð þeirra og Sjálfstæðisflokksins.
Samfylkingin er heigull fyrir að afnema ekki þessi ólög.
Bjarni.
Skrifa ummæli