fimmtudagur, 15. janúar 2009

Nú eru það íslenskir launamenn

Alltaf finnast einstaklingar sem nýta sér slaka stöðu annarra til þess að hagnast sjálfir. Öll munum við íslendingana sem stofnuðu starfsmannaleigur og nýttu sér slaka stöðu Austur-Evrópu manna og þennsluna hér til þess að hagnast.

Fluttu þá hingað, stungu þeim inn í lakar vinnubúðir og seldu þá út á iðnaðarmannatöxtum. En greiddu þeim svo verkamannalaun sem voru greidd í heimalandi viðkomandi, sviku þá að auki oftast um réttindi og stungu mismuninum í vasann.

Þetta var ákaft stutt af íslenskum frjálshyggjumönnum og fóru þeir hamförum í að níða niður starfsmenn íslenskra stéttarfélaga, þegar þeir voru að reyna lagfæra stöðu hinna erlendu starfsmanna.

Frjálshyggjumenn hafa haldið því fram og það ætti að greiða viðkomandi þau laun sem tíðkast í heimalandi, ekki þar sem vinna fer fram. Margir bentu á að þetta væri sama og setja alla launaþróun í hraðlest til lægstu kjara í Evrópu.

Sjálfstæðisflokkurinn sendi sem fulltrúa Íslands á þing Efnahagsbandalagsins og greiddi hann atkvæði með því að þessu fyrirkomulagi. Þessi maður er nú ráðherra. Hans helsti stuðningsmaður var ætíð lögmaður þeirra fyrirtækja, sem voru að reyna að svíða hina erlendu verkamenn. Og skrifaði greinar í Moggann þar sem hann kallaði alla sem ekki voru þeim sammála í pólitískum skoðunum “Thalibana”

Nú eru íslenskir launamenn komnir í þessa stöðu. Og svo kaldhæðið sem það nú er, þá er það vegna athafna og stjórnunar frjálshyggjumanna á íslensku efnahagslífi.

Hér eru partar úr bréf frá rafiðnaðarmanni sem er að fjalla um stöðu íslenskra rafiðnaðarmanna í Noregi þessa dagana :

Sæll Guðmundur.
Mér datt í hug að segja frá því að ég varð vitni að því að verið er að senda rafvirkja, til Noregs til að vinna með norskum rafvirkjum. ................

Ég efast ekki um að farið verður að lögum, en launin hjá þessum mönnum verður helmingur af launum Norskra heimamanna. Þeir eiga að vinna eftir íslenskum kjarasamningum og launin í íslenskum krónum..............

Nú eru íslenskir rafvirkjar í Noregi í sömu stöðu og pólskir menn voru á Íslandi.


Er þetta ekki starfsmannaleiga sem er núna að níðast á íslenskum launamönnum?

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Væri ekki í lagi að nafngreina ráðherrann og lögfræðinginn svo maður geti sparkað í þá ef tækifæri gefst. Ég er ekki mannglöggur og man illa nöfn nema ég hafi sérstaka ástæðu til og svo var ekki með nefndarmanninn/ráðherrann og lögfræðinginn!

Ragnar

Nafnlaus sagði...

Það fer að verður sífellt erfiðara að halda aftur af reiðinni.

Nafnlaus sagði...

Maður uppsker eins og maður sáir.

verst að það voru örfáir sem sáðu, en við öll þurfum að taka við rotinni uppskerunni.

öddi

Nafnlaus sagði...

Mjög áhugavert.
Takk.