Hún er oft svo ótrúlega mótsagnarkennd umræðan um lífeyrissjóðina. Nokkrir ræðumenn hafa að undanförnu risið upp og skammast út lífeyrissjóðina fyrir slappa ávöxtun. Þetta sé jú væntanlegur lífeyrir sjóðfélaga og ávöxtun megi ekki fara niður fyrir 3.5% svo lífeyrissjóðirnir eigi fyrir skuldbindingum og þurfi ekki að skerða réttindi.
Þegar lántökur eru svo teknar á dagskrá þá rísa sömu menn upp og skammast út hvers vegna í ósköpunum lífeyrissjóðirnir vilji nú ekki lána fjármuni á neikvæðri ávöxtun. Reyndar eru til viðbótar áberandi í þessum hluta umræðunnar einstaklingar sem aldrei hafa greitt í lífeyrissjóði. Þeir vilja ráðstafa sparifé annarra til þess að greiða niður eigin skuldir. Einnig má spyrja af hverju eru þessir menn að fjalla um hvernig eigi að ráðstafa sparifé annarra.
Steininn tekur svo úr þegar stjórnmálamenn eins og t.d. Óskar Bergsson skammast í gær út í lífeyrissjóðina fyrir að vilja ekki lána í verkefni Reykjavíkurborgar á neikvæðri ávöxtun (4% í 18% verðbólgu) og stillir þannig upp að það sé við lífeyrissjóðina að sakast að börn komist ekki í skóla!! Ég held að þetta sé með því lægsta sem stjórnmálamenn komast, eru þau reyndar orðin lág þrepin sem þeir hafa stigið og ekki síst í borgarstjórninni.
Flestir vita að stjórnmálamenn og starfsmenn þeirra hafa komið því þannig fyrir að ávöxtun þeirra lífeyrissjóða skiptir engu máli. Lífeyrir og bætur úr þeirra lífeyrissjóð er tryggður úr ríkissjóð. Þeir settu lög um að ríkisjóður leggi árlega fram nokkra tugi (farið að nálgast hundrað) milljarða kr. í lífeyrissjóð þeirra til þess að bæta upp neikvæða ávöxtun.
Þeir hinir sömu þ.á.m. Óskar og hans félagar settu lög um að ef almennu lífeyrissjóðirnir eiga ekki fyrir skuldbindingum verða þeir að skerða réttindi.
Í lokin þá vill ég enn einu sinni endurtaka af gefnu tilefni að allavega lífeyrissjóður rafiðnaðarmanna hefur margoft lýst því yfir að hann sér tilbúinn að fjármagna með langtíma lánum byggingar íbúða fyrir aldrað fólk og þá sem þurfa séraðstöðu. Vandamálið er hins vegar að stjórnmálamenn hafa ekki fengist til þess að tryggja rekstrarstöðu þessara bygginga. Og reyndar er það þannig að það er til ónotað húsnæði vegna þess að stjórnmálamenn hafa ekki haft fjármagn til rekstursins.
Stjórnmálamenn og aðrir (t.d. fjölmiðlamenn) sem fjalla um lífeyrissjóði verða að átta sig á þeirri staðreynd að það eru til þrenns konar lífeyrissjóðir í landinu og það er útilokað að tala um þá alla í einni hendingu.
Fyrst : Lífeyrissjóður opinberra starfsmanna þar sem stjórnmálamenn skipa helming í stjórnarmanna og samtök opinberra starfsmanna sem kjósa hinn helming. Þetta er stærsti sjóður landsins og er rekinn á ríkisábyrgð.
Annað : Lífeyrissjóðir bankanna. Þar eru það framkvæmdastjórnir bankanna sem skipa alla stjórnarmenn. Undanfarnar vikur hefur það reynst mörgum erfitt að átta sig á hvar þeirra fjármunir eru. Starfsmenn bankanna fóru hamförum og fengu almenna launamenn með allskonar gylliboðum til þess að fara úr almennu sjóðunum yfir í bankasjóðina. Engum stjórnmálamanna datt í hug að kanna hvaðan þessum sjóðum kom rekstarfé til auglýsinga upp hundruð milljóna eða hvert peningar þeirra fóru. En þeir hirtu t.d. margra mánaða inngreiðslur af sjóðsfélögum til þess að greiða þennan kostnað.
Og svo : Almennu lífeyrissjóðirnir sem starfa undir mjög ströngum lögum frá stjórnvöldum og gríðarlegu umfangsmiklu eftirliti opinberra stofnana. Þar kjósa sjóðsfélagar helming stjórnarmanna og SA tilnefnir hinn helminginn. Þessir sjóðir eru ekki ríkistryggðir, en þar eru aftur á móti fjármunir sem stjórnmálamenn ætla sér að nýta til allra hugsanlegra hluta, án þess að tryggja endurgreiðslu.
Tilvist sjóða yfir höfðuð, þar á meðal lífeyrssjóða, byggist á því að ávöxtun sé í samræmi við áætlanir. Ef hún er ekki til staðar gufa sjóðir upp, lífeyrissjóðir sem og aðrir og hverfa. Og þá eru ekkert eftir til þess að lána. Í þessu sambandi má minna á hvernig allt sparifé og allir lífeyrissjóðir gufuðu upp og hurfu fram til ársins 1982 þegar kerfinu var breytt.
11 ummæli:
Meðan fólk á skuldir (t.d. í íbúðarhúsnæði) get ég illa séð að það borgi sig betur fyrir það að borga í lífeyrissjóð. Það virkar á mig eins og lífeyrissjóðskerfið hljóti að vera leyfar af samfélagi þar sem fólk átti einhverjar eigur umfram skuldir og því kannski vit í að leggja fyrir.
Mér finnst óréttlátt að ég geti ekki fengið öll launin mín nema ég leggi hluta af launum mínum inn í lífeyrissparnað sem ég hef enga hugmynd um hvort ég fái aftur og meðan borga ég 23% vexti af húsnæðisláninu mínu. Ég vil geta borgað niður lánið mitt með peningunum sem ég annars væri að leggja í lífeyrissjóð enda finnst mér ekkert benda til að ég muni nokkurn tíman fá nokkurn skapaðan hlut út úr lífeyrissjóðunum.
Man nokkur eftir því að tekist hafi að ávaxta fé á Íslandi í 40 ár án þess að það hafi verið étið upp af verðbólgu eða hruni? Glataður er geymdur eyrir! Það hlýtur að vera lærdómur minnar kynslóðar og við hljótum að reyna að koma því í gegn að við hættum að glata fé okkar í hendurnar á auðmönnum þessa lands eða annarra.
-Héðinn Björnsson 27 ára
Ég tók einmitt eftir þessum furðulega málflutningi Óskars í sjónvarpinu í gær.
Hlutverk lífeyrissjóðanna á að vera eitt og aðeins eitt. Að ávaxta sparnað sjóðsfélaganna á sem öruggastan hátt. Lífeyrissjóðirnir eiga alls ekki að vera áhættufjárfestingarsjóðir.
Sammála því að hlutverk lífeyrisjóðana er bara að ávaxta það fé sem sjóðsfélagar lát í sjóðinn. Þessvegna fer ekki saman að verkalýðsforingjar sitji í stjórn sjóðana og ekki heldur atvinnurekendur. Þettað á að vera krafa í næstu samningum. Enn félögin kjósa sér menn sem sitja í stjórnum sjóðana.Eins og þessi þrjú í stjórn Stafa Arnbjörn Óskarsson,Erna Hauksdóttir og
Guðsteinn Einarsson. Það er hlutverk verkalýðsleiðtoga að berjast fyrir kjörum verkafólks og þar kemur til dæmis inn krafna um annað enn verðtryggingu sem er mjög sérstakt fyrirbæri. Pétur Blöndal sagði í fréttum í gær að lánin hefpu ekkert hækkað að verðgildi, krónan væri bara illstödd. Og Árni Tómasson sagði það þegar hann kendi í Háskólanum að vísitalan ætti að gæta þess að það lán sem maður tæki væri greitt til baka í sama verðgildi og þegar maður tók lánið, semsagt ef maður tæki lán fyrir 2 herbergja íbúð að þá fengi lánveitandinn andvirði 2 herbergja íbúðar til baka. Ekki einsog í dag þegar verð á húsnæði lækkar þá hækka lánin. Getur ekki verið vit í þessu. Enn það er allt annað með erlendu lánin þar sem lántakendur eru að greiða til baka eldamynt sem hefur hækkað í verði, enn eiga möguleika að hún lækki í verði og þar með andvirði lánsins, enn þennan möguleika hafa þeir ekki sem eru með vísitölulán. Hækkunin stendur Kveðja Simmi
Sæll Simmi og takk fyrir innlitið.
Ég þekki ekki til hjá öðrum sjóðum en veit að allir fulltrúar rafiðnaðarmanna eru sjóðsfélagar og kosnir á fundum sjóðsfélaga og síðan borið upp á ársfundi sjóðsins.
Einnig veit ég að fulltrúi rafverktaka í stjórn okkar sjóðs er sjóðsfélagi. Því var komið á að tilstuðlan rafiðnaðarmanna að allir fulltrúar rafiðnaðarmanna hvort sem þeir væru frá fyrirtækjum eða launamönnum væru sjóðsfélagar.
Ég er sammála þér um að vitanlega á að kjósa alla stjórnarmenn af sjóðsfélögum, það hefur margoft komið fram bæði hér á síðunni og eins á öðrum stöðum.
Hvað varðar verðtrygginguna þá hef ég farið yfir mitt sjónarmið í nokkum pistlum hér á síðunni.
Um þetta kerfi hefur einnig verið fjallað ítarlega á öðrum stöðum.
Það blasir við að lántakendur ráða ekki við að greiða alla vexti fyrstu árin, á meðan verðbólgan er í þeim hæðum sem henni er haldið hér á landi. Þessvegna var tekið upp greiðsludreifingarkerfi. Hvort það sé hægt að koma því öðruvísi við, þá hef ég ekki séð aðrar tillögur.
En það eru sumir sem virðast halda að það sé hægt að strika út verðtryggingarhluta greiðslu og greiða einungis föstu vextina, það mun aldrei ganga upp, nema þá að einhver annar taki að sér að greiða vaxtamismuninn. Þá væntanlega í gegnum skattkerfið.
Af þessum ástæðum hef ég verið því fylgjandi að það sé einungis ein leið í þessu, það er að breyta íslenska hagkerfinu þannig að það sé tengt við ESB og slíta hagkerfi okkar og peningastefnu úr tengslum við geðþóttaákvarðanir íslenskra stjórnmálamanna sem eru svo fasttengdir valdaklíkum sem eru í kringum þá.
Til þess að verja sína stöðu hafa þeir ítrekað fellt gengi og viðhaldið hárri verðbólgu og um leið háum vöxtum og verðlagi.
Hérna vísa ég t.d. til næstu pistla hér að framan.
Góðar kv og góða helgi GG
Sæll Guðmundur .Frá mínum bæjardyrum séð eru það líféyrisjóðirnir sem eru fremstir í flokki þeirra afla í þjóðfélaginu sem hamla því að hægt sé að eiga við verðtrygginguna , hvað þá að afnema ósómann.Kvernig getur þú sem ,,verkalíðsforingi''réttlætt eignabrunann sem á sér stað . ég vil allann minn pening út núna burt frá mafíunni og þér og þínum líkum. Leggjum niður lífeyrissjóðina é þeirri mynd sem þeir eru núna . Hér eftir er hver sjálfum sér næstur. Lífeyrissjóðspeningar eru ekkert annað en dulbúinn skattur og þjófafé sem fæstir sjá nema að broti til baka á elliárunum . Kerfismein sem þarf að uppræta og leggja niður. Ingibjartur jóhannesson
Lífeyrissjóðir gerðu eigendum bankanna kleift að taka stöðu gegn krónunni. Þessir aðilar sátu saman í spilavíti og veðjuðu hvor á móti hinum. Ábyrgð lífeyrissjóðanna af afleiðingum þessa framferðis er sýnu meira og jafnast á við landráð. Tap þeirra er einnig meira og sætir furðu að sömu stjórnamenn sitji enn á sínum ofurlaunum og gambli með fjármuni launamanna. Það gera þeir í skjóli verkalýðshreyfingarinnar og forystumanna hennar.
Sæll Arnþór takk fyrir innlitið
Það væri ágætt ef þú færðir rök fyrir því af hverju verkalýðshreyfingin beri ábyrgð á því hvað lífeyrisjóðirnir gerðu. Hverjir skipa stjórnir sjóðanna? Hafa stjórnir allra sjóðanna borið ákvarðanir sínar undir viðkomandi stéttarfélög? Voru það allir lífeyrissjóðirnir? Hvað áttu við með verkalýðshreyfing?
Hvaða lífeyrissjóði áttu við?
Svona fullyrðing er út í bláinn og fellur um sjálfa sig. Hún er í ætt við vinnubrögð eins sumir frétta- og spjallþáttgerðarmenn hafa tamið sér.
Ég hef áður reynt að ræða við þig í gegnum þennan miðil en því miður þá birtir þú ekki athugasemdir sem þú vilt ekki svara. Ef þú vilt í raun og veru fá svör við spurningum þínum (sem ég efast reyndar um því þú hefur þegar tekið að þér að svara þínum eigin spurningum) þá verður þú að birta svörin og athugasemdirnar. Að öðrum kosti er þetta bara leikaraskapur hjá þér og sýndarmennska.
Þú og fleiri í ASÍ hafið krafist afsagnar ráðherra og embættismanna. Aftur á móti hafið þið ekkert sagt um lífeyrissjóðina og engar kröfur gert um að fólk á þeim bæjum axli sína ábyrgð. Þvert á móti er það yfirlýst skoðun þín að standa eigi vörð um um kerfið. Samt liggur fyrir að gríðarlegir fjármunir launamanna í vörslu þessa fólks hafa tapast. Eru það ekki mótsagnir? Ef verkalýðhreyfingin vildi beita sér gegn spillingu og vanhæfni í lífeyrissjóðum væru hæg heimatökin. En það hefur ekki verið gert þó tilefni séu næg. Í því ljósi er vel hægt að segja að þetta sjóðasukk fari fram í skjóli verkalýðshreyfingarinnar.
En þú vilt ekki bera þessa ábyrgð. Þú vilt eins og aðrir vísa ábyrgðinni eitthvert annað. Sálfræðingurinn í Silfrinu í dag taldi slík viðhorf vera mestu meinsemdina í dag.
Sæll aftur Arnþór
Þú víkur þér undan að svara.
Ég hef birt allar aths. utan tveggja. Ég tók upp nú fyrir jólin að aths. færu í gegnum samþykktarkerfið áður en þær birtust. Á vikunum þar á undan var farið á bera á aths. sem snertu viðkomandi mál ekkert og einkenndust af dylgjum um einstaklinga og ég var að hreinsa út mest svívirðingarnar.
Eftir að ég tók upp þetta kerfi snarhættu að berast aths. þessa eðlis og ég hef birt allar utan þessara tveggja. Þær einkenndust af örökstuddum fullyrðingum og svívirðingum um starfsmenn stéttarfélaga. Önnur þeirra var send af Arnþór.
Stéttarfélög eru mjög mismunandi og hafa ákaflega mismunandi áherslur. Það er út í hött að tala um þau öll og alla starfsmenn þeirra sem einn hóp.
Ég hef í það rúma ár sem ég hef bloggað margoft fjallað um lífeyrisjóði og gagnrýnt ýmislegt þá sérstaklega þá sjóði sem reknir eru af ríkissjóð og og bönkunum og lenti reyndar í ritdeilu við Kaupþing hér á þessari síðu út af því.
Arnþór verður einfaldlega að leyfa fólki að hafa aðrar skoðanir um lífeyrissjóði. T.d. mætti spyrja hvort hann sé í lífeyrissjóð. Hvort hann hafi kynnt sér starfsreglur viðkomandi sjóðs og eins hvort hann þekki hvaða verkefni starfsfólk þess stéttarfélags sem hann er í og er að gagnrýna fáist við dagsdaglega.
Ég ætla að leyfa mér að fullyðra að svo sé ekki.
Sæll Guðmundur, en og aftur verð ég að gera athugasemd við þekkingu varamanns í lífeyrissjóði á grundvallaratriði fjármála.
"..á neikvæðri ávöxtun (4% í 18% verðbólgu)"
Kæri Guðmundur, þessi 4% vextir eru verðtryggðir vextir þannig að ofan á þá borgar skuldari verðtryggingu sem undanfarið hefur einmitt verið 18%. Maður eins og þú verður að kunna muninn á nafn- og raunvöxtum, er það ekki ?
Í þessu tilfelli var verið að tala um ósk Reykjavíkurborgar um lán og ummæli Óskars Bergsonar í sambandi við það.
Svo hlutirnir séu réttu samhengi
Skrifa ummæli