Benedikt Gröndal skrifaði Valtý Guðmundssyni fyrir nákvæmlega 110 árum og ræðir m.a. stjórnmál, ástandið í samfélaginu, flóttann til Ameríku, sem Benedikt var afar andsnúinn.
Benedikt skrifaði : "... það er aðalgrundvöllurinn fyrir allri okkar existens að geta haldið fólkinu í landinu, en nú er það orðið ært og örvita af óróa og tryllingu – og hvað hefur mest valdið þessu?
Hvað nema blöðin, sem alltaf prédika fyrir fólkinu allan þremilinn og þykjast vilja "koma landinu upp"!
Aldrei er það álitið nóg að mönnum líði vel, nei, heldur að "keppa við aðrar þjóðir" –gufuskipaflota, botnvörpur, raflýsing, fossa-afl, járnbrautir – en svo á ekki að miða við Dani eða Norðmenn, þeir eru alltof litlar þjóðir, heldur við Englendinga og Ameríkumenn.
Íslendingar þjást af "Storhedsvanvid", þess vegna er allt eins og það er."
Bréfið er skrifað 8. janúar 1899 og er að finna í einni sendibréfabók Finns Sigmundssonar, Gömul Reykjavíkurbréf (1965), bls. 264.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli